Undirbúa embættissviptingu Mugabe Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. nóvember 2017 06:00 Nemendur við Háskólann í Simbabve mótmæltu í gær, vopnaðir mynd af forsetaefninu Emmerson Mnangagwa. Þeir kröfðust afsagnar Mugabe og þess að Grace Mugabe forsetafrú yrði svipt doktorsgráðu sinni. vísir/afp Zanu-PF, ráðandi stjórnmálaflokkur í Simbabve, hóf undirbúning embættissviptingar (e. impeachment) forsetans Roberts Mugabe í gær. Mugabe hafði fengið frest frá flokknum í gær til að segja af sér en gerði ekki. BBC fjallaði í gær um drögin að embættissviptingartillögunni sem lögð verður fyrir þingið. Í drögunum er Mugabe sagður valda óstöðugleika í ríkinu, hann hafi sýnt lögum og reglu vanvirðingu og fordæmalaus niðursveifla hagkerfisins undanfarin fimmtán ár sé honum að kenna. Tillagan verður að öllum líkindum tekin fyrir þegar þing kemur saman í dag. Lovemore Matuke, hátt settur þingmaður Zanu-PF, sagði við Reuters í gær að fundað hafi verið um tillöguna í gær. Í frétt miðilsins kemur fram að í ljósi þess yfirgnæfandi meirihluta sem er að baki sviptingunni yrði málið ef til vill klárað á morgun. Þeir lögfræðingar sem BBC ræddi við eru ögn varkárari. Telja þeir að ferlið gæti tekið nokkra daga. Þótt Mugabe hafi ekki sagt af sér í gær er óhætt að segja að þrýstingurinn á hann sé mikill. Meirihluti flokks hans er á móti honum sem og öll stjórnarandstaðan. Þá tók herinn völdin í landinu í síðustu viku og setti forsetann í stofufangelsi. Er talið líklegt að kveikjan að aðgerðum hersins hafi verið brottrekstur varaforsetans Emmersons Mnangagwa. Sá þótti líklegur arftaki Mugabe en forsetafrúin, Grace Mugabe, vill einnig taka við af hinum 93 ára forseta. Þótti forsetinn lýsa yfir stuðningi við eiginkonuna með aðgerðum sínum. Ungliðahreyfing Zanu-PF var harðorð í garð Grace Mugabe í yfirlýsingu sem ríkisblaðið Herald fjallaði um í gær. Kom þar fram að frú Mugabe væri ekki nógu fáguð og hefði ekki sterkt móðureðli, það sæist best á hinu ljóta orðbragði sem hún notaði á stuðningsmannafundum. Hreyfingin ályktaði einnig að reka bæri formanninn Kudzanai Chipanga og varaformanninn Mpehlabayo úr embættum sínum auk nokkurra annarra. Viðkomandi eru yfirlýstir stuðningsmenn Grace Mugabe. Þess ber þó að geta að Herald hefur verið gagnrýnt talsvert fyrir hlutdrægni og þykir hliðhollt Zanu-PF. Hin áhrifamiklu samtök uppgjafahermanna í landinu héldu því fram í gær að Mugabe hafi skipt út þeirri ræðu sem hann flutti á sunnudagskvöld á síðustu stundu. Mugabe hafi átt að segja af sér í ávarpinu, sem var hans fyrsta frá því herinn tók völdin, en hafi skipt út ræðunni til að komast hjá því. „Það olli okkur vonbrigðum að forsetinn, umkringdur herforingjum, skipti um ræðu,“ sagði Chris Mutsvangwa, formaður samtakanna, í gær. Sagði hann að uppgjafahermenn myndu kalla til mótmæla og beita sér gegn forsetanum ef hann segði ekki af sér. Mugabe minntist ekki einu orði í ræðu sinni á þann þrýsting sem hann er nú beittur heldur lýsti hann því yfir að herinn hefði ekkert gert af sér þegar hann tók völdin í landinu. „Hvað sem manni kann að finnast um kosti og galla aðgerða hersins ber ég, sem æðsti yfirmaður hersins, virðingu fyrir áhyggjum hermanna,“ sagði Mugabe. Minntist hann jafnframt á að landsþing Zanu-PF eigi að fara fram í desember og sagðist hann ætla að stýra þinginu. Áður en Mugabe tók til máls var tilkynnt um að Mnangagwa yrði forsetaefni flokksins í kosningunum sem fram eiga að fara á næsta ári. Þá var Grace Mugabe jafnframt rekin úr flokknum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Settur af sem formaður en hyggst sitja áfram Forseta Simbabve bíður vantraustsyfirlýsing síðar í dag segi hann ekki af sér af sjálfsdáðum. Skautaði fram hjá aðstæðum í ávarpi í gærkvöldi. Eiginkona hans og samstarfsmenn hennar hafa verið rekin með skömm úr stjórnarflokknum. 20. nóvember 2017 06:00 Þúsundir mótmæla í Simbabve og krefjast afsagnar Mugabe Mótmælendur krefjast afsagnar Mugabe, sem hefur gegnt embætti forseta í 37 ár. 18. nóvember 2017 11:38 Mugabe settur af sem leiðtogi flokksins Fyrrverandi varaforseti Simbabve, Emmerson Mnangagwa, hefur verið skipaður nýr leiðtogi Zanu-PF. 19. nóvember 2017 13:49 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Zanu-PF, ráðandi stjórnmálaflokkur í Simbabve, hóf undirbúning embættissviptingar (e. impeachment) forsetans Roberts Mugabe í gær. Mugabe hafði fengið frest frá flokknum í gær til að segja af sér en gerði ekki. BBC fjallaði í gær um drögin að embættissviptingartillögunni sem lögð verður fyrir þingið. Í drögunum er Mugabe sagður valda óstöðugleika í ríkinu, hann hafi sýnt lögum og reglu vanvirðingu og fordæmalaus niðursveifla hagkerfisins undanfarin fimmtán ár sé honum að kenna. Tillagan verður að öllum líkindum tekin fyrir þegar þing kemur saman í dag. Lovemore Matuke, hátt settur þingmaður Zanu-PF, sagði við Reuters í gær að fundað hafi verið um tillöguna í gær. Í frétt miðilsins kemur fram að í ljósi þess yfirgnæfandi meirihluta sem er að baki sviptingunni yrði málið ef til vill klárað á morgun. Þeir lögfræðingar sem BBC ræddi við eru ögn varkárari. Telja þeir að ferlið gæti tekið nokkra daga. Þótt Mugabe hafi ekki sagt af sér í gær er óhætt að segja að þrýstingurinn á hann sé mikill. Meirihluti flokks hans er á móti honum sem og öll stjórnarandstaðan. Þá tók herinn völdin í landinu í síðustu viku og setti forsetann í stofufangelsi. Er talið líklegt að kveikjan að aðgerðum hersins hafi verið brottrekstur varaforsetans Emmersons Mnangagwa. Sá þótti líklegur arftaki Mugabe en forsetafrúin, Grace Mugabe, vill einnig taka við af hinum 93 ára forseta. Þótti forsetinn lýsa yfir stuðningi við eiginkonuna með aðgerðum sínum. Ungliðahreyfing Zanu-PF var harðorð í garð Grace Mugabe í yfirlýsingu sem ríkisblaðið Herald fjallaði um í gær. Kom þar fram að frú Mugabe væri ekki nógu fáguð og hefði ekki sterkt móðureðli, það sæist best á hinu ljóta orðbragði sem hún notaði á stuðningsmannafundum. Hreyfingin ályktaði einnig að reka bæri formanninn Kudzanai Chipanga og varaformanninn Mpehlabayo úr embættum sínum auk nokkurra annarra. Viðkomandi eru yfirlýstir stuðningsmenn Grace Mugabe. Þess ber þó að geta að Herald hefur verið gagnrýnt talsvert fyrir hlutdrægni og þykir hliðhollt Zanu-PF. Hin áhrifamiklu samtök uppgjafahermanna í landinu héldu því fram í gær að Mugabe hafi skipt út þeirri ræðu sem hann flutti á sunnudagskvöld á síðustu stundu. Mugabe hafi átt að segja af sér í ávarpinu, sem var hans fyrsta frá því herinn tók völdin, en hafi skipt út ræðunni til að komast hjá því. „Það olli okkur vonbrigðum að forsetinn, umkringdur herforingjum, skipti um ræðu,“ sagði Chris Mutsvangwa, formaður samtakanna, í gær. Sagði hann að uppgjafahermenn myndu kalla til mótmæla og beita sér gegn forsetanum ef hann segði ekki af sér. Mugabe minntist ekki einu orði í ræðu sinni á þann þrýsting sem hann er nú beittur heldur lýsti hann því yfir að herinn hefði ekkert gert af sér þegar hann tók völdin í landinu. „Hvað sem manni kann að finnast um kosti og galla aðgerða hersins ber ég, sem æðsti yfirmaður hersins, virðingu fyrir áhyggjum hermanna,“ sagði Mugabe. Minntist hann jafnframt á að landsþing Zanu-PF eigi að fara fram í desember og sagðist hann ætla að stýra þinginu. Áður en Mugabe tók til máls var tilkynnt um að Mnangagwa yrði forsetaefni flokksins í kosningunum sem fram eiga að fara á næsta ári. Þá var Grace Mugabe jafnframt rekin úr flokknum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Settur af sem formaður en hyggst sitja áfram Forseta Simbabve bíður vantraustsyfirlýsing síðar í dag segi hann ekki af sér af sjálfsdáðum. Skautaði fram hjá aðstæðum í ávarpi í gærkvöldi. Eiginkona hans og samstarfsmenn hennar hafa verið rekin með skömm úr stjórnarflokknum. 20. nóvember 2017 06:00 Þúsundir mótmæla í Simbabve og krefjast afsagnar Mugabe Mótmælendur krefjast afsagnar Mugabe, sem hefur gegnt embætti forseta í 37 ár. 18. nóvember 2017 11:38 Mugabe settur af sem leiðtogi flokksins Fyrrverandi varaforseti Simbabve, Emmerson Mnangagwa, hefur verið skipaður nýr leiðtogi Zanu-PF. 19. nóvember 2017 13:49 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Settur af sem formaður en hyggst sitja áfram Forseta Simbabve bíður vantraustsyfirlýsing síðar í dag segi hann ekki af sér af sjálfsdáðum. Skautaði fram hjá aðstæðum í ávarpi í gærkvöldi. Eiginkona hans og samstarfsmenn hennar hafa verið rekin með skömm úr stjórnarflokknum. 20. nóvember 2017 06:00
Þúsundir mótmæla í Simbabve og krefjast afsagnar Mugabe Mótmælendur krefjast afsagnar Mugabe, sem hefur gegnt embætti forseta í 37 ár. 18. nóvember 2017 11:38
Mugabe settur af sem leiðtogi flokksins Fyrrverandi varaforseti Simbabve, Emmerson Mnangagwa, hefur verið skipaður nýr leiðtogi Zanu-PF. 19. nóvember 2017 13:49