Fótbolti

PSG setti sjö á Skotana | Öll úrslit kvöldins

Tómas Þór Þórðarson skrifar
PSG var í stuði.
PSG var í stuði. vísitr/getty
Paris Saint-German niðurlægði Skotlandsmeistara Celtic með 7-1 sigri í Meistaradeild Evrópu í kvöld en PSG er með fullt hús stiga eftir fimm umferðir í B-riðli. Bayern München vann útisigur gegn Anderlecht, 2-1, á sama tíma og er með tólf stig.

Celtic er með þrjú stig, þremur stigum meira en Anderlecht en liðin mætast í úrslitaleik um sæti í Evrópudeildinni í lokaumferð B-riðils.

Atlético Madrid hélt sér á lífi í C-riðli með glæsilegum 2-0 sigri gegn Roma í kvöld á heimavelli en liðið er með sex stig þegar að ein umferð er eftir. Chelsea pakkaði Qarabag saman fyrr í kvöld og er efst með tíu stig en Roma er með átta og Atlético með sex. Roma þarf samt aðeins stig á móti Qarabag í lokaumferðinni til að skilja Atlético eftir.

Sporting vann Olympiacos, 3-1, á heimavelli í kvöld og er aðeins einu stigi á eftir Juventus í baráttunni um annað sætið í D-riðli. Juve mætir gríska liðinu á útivelli í lokaumferðinni en Sporting sækir Barca heim.

Úrslit kvöldsins:

A-RIÐILL

CSKA Moskva - Benfica 2-0

1-0 Georgi Shchennikov (13.), 2-0 Jardel (56., sm).

Basel - Man. Utd. 1-0

1-0 Michael Lang (89.)



B-RIÐILL

Anderlecht - Bayern München 1-2

0-1 Robert Lewandowski (51.), 1-1 Sofiane Hanni (61.), 1-2 Corentin Tolisso (77.).

Paris Saint-Germain - Celtic 7-1

0-1 Moussa Dembélé (1.), 1-1 Neymar (9.), 2-1 Neymar (22.), Edinson Cavani (28.), 4-1 Kylian Mbappé (35.), 5-1 Marco Verratti (75.), 6-1 Edinson Cavani (79.), 7-1 Dani Alves (80.).

C-RIÐILL

Qarabag - Chelsea 0-4

0-1 Eden Hazard (21., víti), 0-2 Willian (36.), 0-3 Cesc Fábregas (73., víti), 0-4 Wililan (85.).

Rautt: Rashad Farhad Sadygov, Qarabag (19.)

Atlético - Roma 2-0

1-0 Antoine Griezmann (69.), 2-0 Kevin Gameiro (83.).

D-RIÐILL

Juventus - Barcelona 0-0

Sporting - Olympiacos 3-1

1-0 Bas Dost (40.), 2-0 Bruno Cesar (43.), 3-0 Bas Dost (66.), 3-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×