Atvinnupókerspilari sem gerðist edrú snappari: „Búinn að vera fyllibytta öll mín ár“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. nóvember 2017 14:00 Daníel Már er nokkuð þekktur á Snapchat. „Ég var að taka dálítið stóra ákvörðun núna fyrir nokkrum dögum,” sagði Daníel Már, 29 ára gamall atvinnupókerspilari þegar tökuteymið fyrir þáttaröðina Snapparar heimsótti hann í kjallaraíbúð í Breiðholtinu í haust. Notendanafn hans á Snapchat er djaniel88. Tilefni viðtalsins var að Daníel langar að stækka á Snapchat. Hann langar að komast í fámennan hóp Íslendinga sem er í fullri vinnu við að snappa, í samstarfi við ýmis fyrirtæki. Daníel var boðið ásamt plötusnúðnum Anítu Guðlaugu að mæta í ráðgjöf til stjörnusnapparans Gæja (Iceredneck) og stofnenda markaðstofunnar Eylendu, um hvernig þau geta stækkað á samfélagsmiðlum. Í ljós kom að tveimur dögum fyrir viðtalið hafði Daníel Már - sem gengur undir því nafni á Snapchat - ákveðið að hætta að drekka. „Ég er búin að vera fyllibytta öll mín ár, síðan rétt áður en maður mátti byrja að drekka. Rosa góð fyllibytta, skemmtilegur. En það er ekkert rosalega mikið um framtíðarsýn ef maður er alltaf í glasi.”Ástæðan fyrir því að hann hætti að drekka Eins og sjá má í myndbandinu sem hér fylgir var fyllsta ástæða fyrir Daníel að hætta að drekka, en þar er hann á Tenerife skömmu áður en hann tók þessa stóru ákvörðun. Snapparar er nýjasta þáttaröðin úr smiðju Lóu Pind. Í þeim er fylgst með nokkrum af helstu snöppurum landsins. Allt sjarmerandi fólk með ríkulega athyglisþörf sem hefur náð að laða þúsundir til að fylgjast með lífi sínu á Snapchat. Hvaða fólk er þetta og hvers konar fólk nær að slá í gegn á Snapchat? Getur maður lifað á því að vera atvinnuáhrifavaldur? Annar þáttur Snappara verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:55 þar sem við kynntumst meðal annars snappstjörnunni Sonju Story og þeim Daníel Má og Anítu Guðlaugu sem bæði langar að stækka á Snapchat. Umsjón þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, upptökustjórn og klippingu annaðist Lúðvík Páll Lúðvíksson. Rétt er að taka fram að Eylenda tekur ekki að sér að veita áhrifavöldum ráðgjöf. Eylenda veitir hins vegar fyrirtækjunum ráðgjöf um samfélagsmiðla. Rætt var við snapparana í Brennslunni á föstudaginn. Hlusta má á spjallið í klippunni að neðan. Samfélagsmiðlar Snapparar Mest lesið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Fleiri fréttir Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Sjá meira
„Ég var að taka dálítið stóra ákvörðun núna fyrir nokkrum dögum,” sagði Daníel Már, 29 ára gamall atvinnupókerspilari þegar tökuteymið fyrir þáttaröðina Snapparar heimsótti hann í kjallaraíbúð í Breiðholtinu í haust. Notendanafn hans á Snapchat er djaniel88. Tilefni viðtalsins var að Daníel langar að stækka á Snapchat. Hann langar að komast í fámennan hóp Íslendinga sem er í fullri vinnu við að snappa, í samstarfi við ýmis fyrirtæki. Daníel var boðið ásamt plötusnúðnum Anítu Guðlaugu að mæta í ráðgjöf til stjörnusnapparans Gæja (Iceredneck) og stofnenda markaðstofunnar Eylendu, um hvernig þau geta stækkað á samfélagsmiðlum. Í ljós kom að tveimur dögum fyrir viðtalið hafði Daníel Már - sem gengur undir því nafni á Snapchat - ákveðið að hætta að drekka. „Ég er búin að vera fyllibytta öll mín ár, síðan rétt áður en maður mátti byrja að drekka. Rosa góð fyllibytta, skemmtilegur. En það er ekkert rosalega mikið um framtíðarsýn ef maður er alltaf í glasi.”Ástæðan fyrir því að hann hætti að drekka Eins og sjá má í myndbandinu sem hér fylgir var fyllsta ástæða fyrir Daníel að hætta að drekka, en þar er hann á Tenerife skömmu áður en hann tók þessa stóru ákvörðun. Snapparar er nýjasta þáttaröðin úr smiðju Lóu Pind. Í þeim er fylgst með nokkrum af helstu snöppurum landsins. Allt sjarmerandi fólk með ríkulega athyglisþörf sem hefur náð að laða þúsundir til að fylgjast með lífi sínu á Snapchat. Hvaða fólk er þetta og hvers konar fólk nær að slá í gegn á Snapchat? Getur maður lifað á því að vera atvinnuáhrifavaldur? Annar þáttur Snappara verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:55 þar sem við kynntumst meðal annars snappstjörnunni Sonju Story og þeim Daníel Má og Anítu Guðlaugu sem bæði langar að stækka á Snapchat. Umsjón þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, upptökustjórn og klippingu annaðist Lúðvík Páll Lúðvíksson. Rétt er að taka fram að Eylenda tekur ekki að sér að veita áhrifavöldum ráðgjöf. Eylenda veitir hins vegar fyrirtækjunum ráðgjöf um samfélagsmiðla. Rætt var við snapparana í Brennslunni á föstudaginn. Hlusta má á spjallið í klippunni að neðan.
Samfélagsmiðlar Snapparar Mest lesið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Fleiri fréttir Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“