„Þetta verður mjög knappt“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. nóvember 2017 13:49 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er bjartsýn á að flokkarnir þrír nái að mynda ríkisstjórn. vísir/eyþór „Þetta er aldrei búið fyrr en það er búið,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, um stjórnarmyndunarviðræður VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hún sagðist þó bjartsýn á að flokkarnir næðu saman um myndun ríkisstjórnar en það yrði þó knappt. Katrín var gestur Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag. Katrín sagði ágætisgang hafa verið á viðræðunum en margt hefði þurft að ræða, sérstaklega þar sem flokkarnir þrír væru um margt ólíkir. Katrín lagði enn fremur áherslu að vandað yrði til verka við stjórnarmyndun. Þá viðurkenndi hún að áhætta væri fólgin í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Pólitík þyrfti þó ofar öllu að snúast um hagsmuni samfélagsins en ekki einstaklinga eða flokka.Sjá einnig: Björt varar Katrínu við: „Það verða hneykslismál“Verður mjög knappt Enn er gert ráð fyrir að flokksstofnanir flokkanna verði boðaðar saman á miðvikudag í næstu viku. Ef alþingi á að koma saman á þriðjudag vikuna þar á eftir má því ekki seinna vænna. „Já, og það auðvitað verður að ráðast af því, eins og ég hef aðeins bent á, að staðan er þannig að ef þessir flokkar eiga að ná saman um einhvers konar málefnasáttmála að þá verða þeir að leggja fram ákveðnar tillögur um fjárlagagerð. Það tekur tíma líka,“ sagði Katrín og bætti við að samkomulag um fjárlög væri ein helsta ástæðan fyrir því hversu langan tíma stjórnarmyndunarviðræður flokkanna hafa tekið. „Þannig að þetta verður mjög knappt.“Sitja enn á innihaldi stjórnarsáttmálans Þá sagðist Katrín bjartsýn á að stjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verði mynduð. Hún ræddi þó sama og ekkert um innihald stjórnarsáttmálans en merkilega vel hefur tekist að halda málefnum hans leyndum. „Það liggur alveg fyrir að við erum að gefa allt í núna þessa helgi til þess að reyna að ljúka þessari vinnu. Forsetinn hefur verið upplýstur um það þannig að hann veit alveg af stöðunni,“ sagði Katrín. „En þetta er aldrei búið fyrr en að það er búið, það bara er þannig sem það er.“Viðtal Heimis Más við Katrínu má horfa á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Kosningar 2017 Víglínan Tengdar fréttir Katrín kallar flokksráð ekki saman nema hún geti lagt fram raunverulegan valkost Mikið þarf út af að bera svo ekki verði að stjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þótt enn sé ekki búið að útkljá öll mál á milli flokkana. 23. nóvember 2017 19:00 Björt varar Katrínu við: „Það verða hneykslismál“ Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og umhverfisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar sem sprakk í september, segist hafa verið í kapphlaupi við tímann í ráðuneytinu við að klára sín mál því hún hafi fundið á sér að eitthvað myndi koma upp á og að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki bregðast rétt við. 23. nóvember 2017 23:30 Ný ríkisstjórn gæti tekið til starfa í næstu viku "Það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 23. nóvember 2017 13:00 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
„Þetta er aldrei búið fyrr en það er búið,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, um stjórnarmyndunarviðræður VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hún sagðist þó bjartsýn á að flokkarnir næðu saman um myndun ríkisstjórnar en það yrði þó knappt. Katrín var gestur Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag. Katrín sagði ágætisgang hafa verið á viðræðunum en margt hefði þurft að ræða, sérstaklega þar sem flokkarnir þrír væru um margt ólíkir. Katrín lagði enn fremur áherslu að vandað yrði til verka við stjórnarmyndun. Þá viðurkenndi hún að áhætta væri fólgin í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Pólitík þyrfti þó ofar öllu að snúast um hagsmuni samfélagsins en ekki einstaklinga eða flokka.Sjá einnig: Björt varar Katrínu við: „Það verða hneykslismál“Verður mjög knappt Enn er gert ráð fyrir að flokksstofnanir flokkanna verði boðaðar saman á miðvikudag í næstu viku. Ef alþingi á að koma saman á þriðjudag vikuna þar á eftir má því ekki seinna vænna. „Já, og það auðvitað verður að ráðast af því, eins og ég hef aðeins bent á, að staðan er þannig að ef þessir flokkar eiga að ná saman um einhvers konar málefnasáttmála að þá verða þeir að leggja fram ákveðnar tillögur um fjárlagagerð. Það tekur tíma líka,“ sagði Katrín og bætti við að samkomulag um fjárlög væri ein helsta ástæðan fyrir því hversu langan tíma stjórnarmyndunarviðræður flokkanna hafa tekið. „Þannig að þetta verður mjög knappt.“Sitja enn á innihaldi stjórnarsáttmálans Þá sagðist Katrín bjartsýn á að stjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verði mynduð. Hún ræddi þó sama og ekkert um innihald stjórnarsáttmálans en merkilega vel hefur tekist að halda málefnum hans leyndum. „Það liggur alveg fyrir að við erum að gefa allt í núna þessa helgi til þess að reyna að ljúka þessari vinnu. Forsetinn hefur verið upplýstur um það þannig að hann veit alveg af stöðunni,“ sagði Katrín. „En þetta er aldrei búið fyrr en að það er búið, það bara er þannig sem það er.“Viðtal Heimis Más við Katrínu má horfa á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Kosningar 2017 Víglínan Tengdar fréttir Katrín kallar flokksráð ekki saman nema hún geti lagt fram raunverulegan valkost Mikið þarf út af að bera svo ekki verði að stjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þótt enn sé ekki búið að útkljá öll mál á milli flokkana. 23. nóvember 2017 19:00 Björt varar Katrínu við: „Það verða hneykslismál“ Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og umhverfisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar sem sprakk í september, segist hafa verið í kapphlaupi við tímann í ráðuneytinu við að klára sín mál því hún hafi fundið á sér að eitthvað myndi koma upp á og að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki bregðast rétt við. 23. nóvember 2017 23:30 Ný ríkisstjórn gæti tekið til starfa í næstu viku "Það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 23. nóvember 2017 13:00 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Katrín kallar flokksráð ekki saman nema hún geti lagt fram raunverulegan valkost Mikið þarf út af að bera svo ekki verði að stjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þótt enn sé ekki búið að útkljá öll mál á milli flokkana. 23. nóvember 2017 19:00
Björt varar Katrínu við: „Það verða hneykslismál“ Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og umhverfisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar sem sprakk í september, segist hafa verið í kapphlaupi við tímann í ráðuneytinu við að klára sín mál því hún hafi fundið á sér að eitthvað myndi koma upp á og að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki bregðast rétt við. 23. nóvember 2017 23:30
Ný ríkisstjórn gæti tekið til starfa í næstu viku "Það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 23. nóvember 2017 13:00