Segist hafa fengið afbókun vegna fréttaflutnings um að eldsumbrot séu í raun hafin í Öræfajökli Erla Björg Gunnarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 26. nóvember 2017 13:26 Öræfajökull minnir á sig þessa dagana. vísir/gunnþóra Eigandi ferðaþjónustufyrirtækis segist hafa fengið afbókun vegna fréttaflutnings um að eldsumbrot séu í raun hafin í Öræfajökli. Jarðeðlisfræðingur sem lagði þetta mat á stöðuna í viðtali á föstudag segir aftur á móti skýrt að kvikuinnskot hafi orðið og enginn geti spáð um framhaldið. Á föstudag var viðtal við Ólaf G. Flóvenz jarðhitasérfræðing í fréttum Stöðvar 2 þar sem hann sagði eldsumbrot í raun hafin í Öræfajökli og langlíklegast sé kvika komin mjög nærri yfirboði, og hafi jafnvel þegar komist í gegn.Töldu ekki öruggt að koma Sigurður Guðmundsson eigandi South East Iceland í Hornafirði segir fréttina hafa haft áhrif á viðskiptin. Á föstudagskvöld hafi hann fengið símhringingu frá sex manna hópi sem hafi séð fréttina og vildi afbóka vegna eldsumbrota. „Ég reyndi að koma þeim í skilning um það að það væru ekki hafin eldsumbrot og þetta væri í raun og veru bara viðtal og mat þessa manns að kvikan væri þarna komin nálægt yfirborði, en það væru ekki komin eldsumbrot, eins og við vitum að kom fram í fréttinni. En þau skildu þetta þannig að eldsumbrot væru hafin og að skilgreining þeirra á eldsumbrotum væri að kvikan væri komin upp á yfirborð og það væri ekki öruggt að koma hérna.“Ólafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR, er jarðeðlisfræðingur og jarðhitasérfræðingur.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Sigurður hefur ekki heyrt um aðrar afbókanir. Hann viti þó til þess að þó nokkur fjöldi fólks hafi orðið ringlað af fréttaflutningnum og reynt að fá botn í stöðuna, þ.e. hvort hafið sé eldgos í Öræfajökli.Var um að ræða þjófstart á eldgosi? Margir sérfræðingar hafa lagt sitt mat á stöðuna í Öræfajökli út frá sinni sérfræðikunnáttu í fréttum síðustu daga og eru sannarlega ekki allir sammála. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur sagði til að mynda í fréttum RÚV í gær, þvert á mat Ólafs, að engar vísbendingar væru um að eldsumbrot séu hafin í Öræfajökli, heldur sýni gögn þvert á móti að jarðhiti sé á svæðinu. Ólafur Flóvens telur að allir séu sammála um það að það hafi komið einhvers konar kvikuinnskot inn í rætur öræfajökuls. Spurningin sé bara hversu hátt þetta innskot hafi farið.Ertu að þjófstarta eldgosi?„Nei, ég held ég hafi tekið mjög skýrt fram í fréttum að þetta gæti alveg verið atburður sem er um garð genginn. Það gerðist eitthvað þarna, það kom einhver innspýting inn í eldstöðina. Við vitum ekkert og enginn getur sagt hvert framhaldið er. Kannski hefur þetta bara verið atburður sem gerðist einu sinni, og svo er þetta búið,“ segir Ólafur Flóvenz jarðhitasérfræðingur. „Menn þurfa auðvitað að vera vakandi fyrir því að það getur allt mögulegt gerst en það er hins vegar engin ástæða til að fara á taugum yfir þessu.“ Tengdar fréttir Íbúar rólegir þrátt fyrir hræringar í Öræfajökli "Maður má ekki hræða sig á þessum hlutum,“ segir starfsmaður í söluskálanum Freysnesi. Íbúar í Öræfum eru rólegir þrátt fyrir fréttir síðustu daga. 22. nóvember 2017 07:00 Telur að kvikan sé grunnt undir yfirborði fjallsins Súr og seigfljótandi kvika er komin upp undir yfirborð bergsins undir öskju Öræfajökuls, telur forstjóri Íslenskra orkurannsókna. 25. nóvember 2017 07:00 Kvika komin upp undir yfirborð Öræfajökuls Langlíklegast er að kvika sé komin mjög nærri yfirborði Öræfajökuls, að mati jarðeðlisfræðings, sem telur eldsumbrot í raun hafin. 24. nóvember 2017 23:00 Áætlun vísar veginn ef gos verður í Öræfajökli Almannavarnir stefna að því að rýma svæðið við Öræfajökul áður en eldgos kann að brjótast þar út. Náist það ekki í tæka tíð verður unnið samkvæmt nýrri neyðaráætlun. 23. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Eigandi ferðaþjónustufyrirtækis segist hafa fengið afbókun vegna fréttaflutnings um að eldsumbrot séu í raun hafin í Öræfajökli. Jarðeðlisfræðingur sem lagði þetta mat á stöðuna í viðtali á föstudag segir aftur á móti skýrt að kvikuinnskot hafi orðið og enginn geti spáð um framhaldið. Á föstudag var viðtal við Ólaf G. Flóvenz jarðhitasérfræðing í fréttum Stöðvar 2 þar sem hann sagði eldsumbrot í raun hafin í Öræfajökli og langlíklegast sé kvika komin mjög nærri yfirboði, og hafi jafnvel þegar komist í gegn.Töldu ekki öruggt að koma Sigurður Guðmundsson eigandi South East Iceland í Hornafirði segir fréttina hafa haft áhrif á viðskiptin. Á föstudagskvöld hafi hann fengið símhringingu frá sex manna hópi sem hafi séð fréttina og vildi afbóka vegna eldsumbrota. „Ég reyndi að koma þeim í skilning um það að það væru ekki hafin eldsumbrot og þetta væri í raun og veru bara viðtal og mat þessa manns að kvikan væri þarna komin nálægt yfirborði, en það væru ekki komin eldsumbrot, eins og við vitum að kom fram í fréttinni. En þau skildu þetta þannig að eldsumbrot væru hafin og að skilgreining þeirra á eldsumbrotum væri að kvikan væri komin upp á yfirborð og það væri ekki öruggt að koma hérna.“Ólafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR, er jarðeðlisfræðingur og jarðhitasérfræðingur.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Sigurður hefur ekki heyrt um aðrar afbókanir. Hann viti þó til þess að þó nokkur fjöldi fólks hafi orðið ringlað af fréttaflutningnum og reynt að fá botn í stöðuna, þ.e. hvort hafið sé eldgos í Öræfajökli.Var um að ræða þjófstart á eldgosi? Margir sérfræðingar hafa lagt sitt mat á stöðuna í Öræfajökli út frá sinni sérfræðikunnáttu í fréttum síðustu daga og eru sannarlega ekki allir sammála. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur sagði til að mynda í fréttum RÚV í gær, þvert á mat Ólafs, að engar vísbendingar væru um að eldsumbrot séu hafin í Öræfajökli, heldur sýni gögn þvert á móti að jarðhiti sé á svæðinu. Ólafur Flóvens telur að allir séu sammála um það að það hafi komið einhvers konar kvikuinnskot inn í rætur öræfajökuls. Spurningin sé bara hversu hátt þetta innskot hafi farið.Ertu að þjófstarta eldgosi?„Nei, ég held ég hafi tekið mjög skýrt fram í fréttum að þetta gæti alveg verið atburður sem er um garð genginn. Það gerðist eitthvað þarna, það kom einhver innspýting inn í eldstöðina. Við vitum ekkert og enginn getur sagt hvert framhaldið er. Kannski hefur þetta bara verið atburður sem gerðist einu sinni, og svo er þetta búið,“ segir Ólafur Flóvenz jarðhitasérfræðingur. „Menn þurfa auðvitað að vera vakandi fyrir því að það getur allt mögulegt gerst en það er hins vegar engin ástæða til að fara á taugum yfir þessu.“
Tengdar fréttir Íbúar rólegir þrátt fyrir hræringar í Öræfajökli "Maður má ekki hræða sig á þessum hlutum,“ segir starfsmaður í söluskálanum Freysnesi. Íbúar í Öræfum eru rólegir þrátt fyrir fréttir síðustu daga. 22. nóvember 2017 07:00 Telur að kvikan sé grunnt undir yfirborði fjallsins Súr og seigfljótandi kvika er komin upp undir yfirborð bergsins undir öskju Öræfajökuls, telur forstjóri Íslenskra orkurannsókna. 25. nóvember 2017 07:00 Kvika komin upp undir yfirborð Öræfajökuls Langlíklegast er að kvika sé komin mjög nærri yfirborði Öræfajökuls, að mati jarðeðlisfræðings, sem telur eldsumbrot í raun hafin. 24. nóvember 2017 23:00 Áætlun vísar veginn ef gos verður í Öræfajökli Almannavarnir stefna að því að rýma svæðið við Öræfajökul áður en eldgos kann að brjótast þar út. Náist það ekki í tæka tíð verður unnið samkvæmt nýrri neyðaráætlun. 23. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Íbúar rólegir þrátt fyrir hræringar í Öræfajökli "Maður má ekki hræða sig á þessum hlutum,“ segir starfsmaður í söluskálanum Freysnesi. Íbúar í Öræfum eru rólegir þrátt fyrir fréttir síðustu daga. 22. nóvember 2017 07:00
Telur að kvikan sé grunnt undir yfirborði fjallsins Súr og seigfljótandi kvika er komin upp undir yfirborð bergsins undir öskju Öræfajökuls, telur forstjóri Íslenskra orkurannsókna. 25. nóvember 2017 07:00
Kvika komin upp undir yfirborð Öræfajökuls Langlíklegast er að kvika sé komin mjög nærri yfirborði Öræfajökuls, að mati jarðeðlisfræðings, sem telur eldsumbrot í raun hafin. 24. nóvember 2017 23:00
Áætlun vísar veginn ef gos verður í Öræfajökli Almannavarnir stefna að því að rýma svæðið við Öræfajökul áður en eldgos kann að brjótast þar út. Náist það ekki í tæka tíð verður unnið samkvæmt nýrri neyðaráætlun. 23. nóvember 2017 07:00