Segist hafa fengið afbókun vegna fréttaflutnings um að eldsumbrot séu í raun hafin í Öræfajökli Erla Björg Gunnarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 26. nóvember 2017 13:26 Öræfajökull minnir á sig þessa dagana. vísir/gunnþóra Eigandi ferðaþjónustufyrirtækis segist hafa fengið afbókun vegna fréttaflutnings um að eldsumbrot séu í raun hafin í Öræfajökli. Jarðeðlisfræðingur sem lagði þetta mat á stöðuna í viðtali á föstudag segir aftur á móti skýrt að kvikuinnskot hafi orðið og enginn geti spáð um framhaldið. Á föstudag var viðtal við Ólaf G. Flóvenz jarðhitasérfræðing í fréttum Stöðvar 2 þar sem hann sagði eldsumbrot í raun hafin í Öræfajökli og langlíklegast sé kvika komin mjög nærri yfirboði, og hafi jafnvel þegar komist í gegn.Töldu ekki öruggt að koma Sigurður Guðmundsson eigandi South East Iceland í Hornafirði segir fréttina hafa haft áhrif á viðskiptin. Á föstudagskvöld hafi hann fengið símhringingu frá sex manna hópi sem hafi séð fréttina og vildi afbóka vegna eldsumbrota. „Ég reyndi að koma þeim í skilning um það að það væru ekki hafin eldsumbrot og þetta væri í raun og veru bara viðtal og mat þessa manns að kvikan væri þarna komin nálægt yfirborði, en það væru ekki komin eldsumbrot, eins og við vitum að kom fram í fréttinni. En þau skildu þetta þannig að eldsumbrot væru hafin og að skilgreining þeirra á eldsumbrotum væri að kvikan væri komin upp á yfirborð og það væri ekki öruggt að koma hérna.“Ólafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR, er jarðeðlisfræðingur og jarðhitasérfræðingur.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Sigurður hefur ekki heyrt um aðrar afbókanir. Hann viti þó til þess að þó nokkur fjöldi fólks hafi orðið ringlað af fréttaflutningnum og reynt að fá botn í stöðuna, þ.e. hvort hafið sé eldgos í Öræfajökli.Var um að ræða þjófstart á eldgosi? Margir sérfræðingar hafa lagt sitt mat á stöðuna í Öræfajökli út frá sinni sérfræðikunnáttu í fréttum síðustu daga og eru sannarlega ekki allir sammála. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur sagði til að mynda í fréttum RÚV í gær, þvert á mat Ólafs, að engar vísbendingar væru um að eldsumbrot séu hafin í Öræfajökli, heldur sýni gögn þvert á móti að jarðhiti sé á svæðinu. Ólafur Flóvens telur að allir séu sammála um það að það hafi komið einhvers konar kvikuinnskot inn í rætur öræfajökuls. Spurningin sé bara hversu hátt þetta innskot hafi farið.Ertu að þjófstarta eldgosi?„Nei, ég held ég hafi tekið mjög skýrt fram í fréttum að þetta gæti alveg verið atburður sem er um garð genginn. Það gerðist eitthvað þarna, það kom einhver innspýting inn í eldstöðina. Við vitum ekkert og enginn getur sagt hvert framhaldið er. Kannski hefur þetta bara verið atburður sem gerðist einu sinni, og svo er þetta búið,“ segir Ólafur Flóvenz jarðhitasérfræðingur. „Menn þurfa auðvitað að vera vakandi fyrir því að það getur allt mögulegt gerst en það er hins vegar engin ástæða til að fara á taugum yfir þessu.“ Tengdar fréttir Íbúar rólegir þrátt fyrir hræringar í Öræfajökli "Maður má ekki hræða sig á þessum hlutum,“ segir starfsmaður í söluskálanum Freysnesi. Íbúar í Öræfum eru rólegir þrátt fyrir fréttir síðustu daga. 22. nóvember 2017 07:00 Telur að kvikan sé grunnt undir yfirborði fjallsins Súr og seigfljótandi kvika er komin upp undir yfirborð bergsins undir öskju Öræfajökuls, telur forstjóri Íslenskra orkurannsókna. 25. nóvember 2017 07:00 Kvika komin upp undir yfirborð Öræfajökuls Langlíklegast er að kvika sé komin mjög nærri yfirborði Öræfajökuls, að mati jarðeðlisfræðings, sem telur eldsumbrot í raun hafin. 24. nóvember 2017 23:00 Áætlun vísar veginn ef gos verður í Öræfajökli Almannavarnir stefna að því að rýma svæðið við Öræfajökul áður en eldgos kann að brjótast þar út. Náist það ekki í tæka tíð verður unnið samkvæmt nýrri neyðaráætlun. 23. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Sjá meira
Eigandi ferðaþjónustufyrirtækis segist hafa fengið afbókun vegna fréttaflutnings um að eldsumbrot séu í raun hafin í Öræfajökli. Jarðeðlisfræðingur sem lagði þetta mat á stöðuna í viðtali á föstudag segir aftur á móti skýrt að kvikuinnskot hafi orðið og enginn geti spáð um framhaldið. Á föstudag var viðtal við Ólaf G. Flóvenz jarðhitasérfræðing í fréttum Stöðvar 2 þar sem hann sagði eldsumbrot í raun hafin í Öræfajökli og langlíklegast sé kvika komin mjög nærri yfirboði, og hafi jafnvel þegar komist í gegn.Töldu ekki öruggt að koma Sigurður Guðmundsson eigandi South East Iceland í Hornafirði segir fréttina hafa haft áhrif á viðskiptin. Á föstudagskvöld hafi hann fengið símhringingu frá sex manna hópi sem hafi séð fréttina og vildi afbóka vegna eldsumbrota. „Ég reyndi að koma þeim í skilning um það að það væru ekki hafin eldsumbrot og þetta væri í raun og veru bara viðtal og mat þessa manns að kvikan væri þarna komin nálægt yfirborði, en það væru ekki komin eldsumbrot, eins og við vitum að kom fram í fréttinni. En þau skildu þetta þannig að eldsumbrot væru hafin og að skilgreining þeirra á eldsumbrotum væri að kvikan væri komin upp á yfirborð og það væri ekki öruggt að koma hérna.“Ólafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR, er jarðeðlisfræðingur og jarðhitasérfræðingur.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Sigurður hefur ekki heyrt um aðrar afbókanir. Hann viti þó til þess að þó nokkur fjöldi fólks hafi orðið ringlað af fréttaflutningnum og reynt að fá botn í stöðuna, þ.e. hvort hafið sé eldgos í Öræfajökli.Var um að ræða þjófstart á eldgosi? Margir sérfræðingar hafa lagt sitt mat á stöðuna í Öræfajökli út frá sinni sérfræðikunnáttu í fréttum síðustu daga og eru sannarlega ekki allir sammála. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur sagði til að mynda í fréttum RÚV í gær, þvert á mat Ólafs, að engar vísbendingar væru um að eldsumbrot séu hafin í Öræfajökli, heldur sýni gögn þvert á móti að jarðhiti sé á svæðinu. Ólafur Flóvens telur að allir séu sammála um það að það hafi komið einhvers konar kvikuinnskot inn í rætur öræfajökuls. Spurningin sé bara hversu hátt þetta innskot hafi farið.Ertu að þjófstarta eldgosi?„Nei, ég held ég hafi tekið mjög skýrt fram í fréttum að þetta gæti alveg verið atburður sem er um garð genginn. Það gerðist eitthvað þarna, það kom einhver innspýting inn í eldstöðina. Við vitum ekkert og enginn getur sagt hvert framhaldið er. Kannski hefur þetta bara verið atburður sem gerðist einu sinni, og svo er þetta búið,“ segir Ólafur Flóvenz jarðhitasérfræðingur. „Menn þurfa auðvitað að vera vakandi fyrir því að það getur allt mögulegt gerst en það er hins vegar engin ástæða til að fara á taugum yfir þessu.“
Tengdar fréttir Íbúar rólegir þrátt fyrir hræringar í Öræfajökli "Maður má ekki hræða sig á þessum hlutum,“ segir starfsmaður í söluskálanum Freysnesi. Íbúar í Öræfum eru rólegir þrátt fyrir fréttir síðustu daga. 22. nóvember 2017 07:00 Telur að kvikan sé grunnt undir yfirborði fjallsins Súr og seigfljótandi kvika er komin upp undir yfirborð bergsins undir öskju Öræfajökuls, telur forstjóri Íslenskra orkurannsókna. 25. nóvember 2017 07:00 Kvika komin upp undir yfirborð Öræfajökuls Langlíklegast er að kvika sé komin mjög nærri yfirborði Öræfajökuls, að mati jarðeðlisfræðings, sem telur eldsumbrot í raun hafin. 24. nóvember 2017 23:00 Áætlun vísar veginn ef gos verður í Öræfajökli Almannavarnir stefna að því að rýma svæðið við Öræfajökul áður en eldgos kann að brjótast þar út. Náist það ekki í tæka tíð verður unnið samkvæmt nýrri neyðaráætlun. 23. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Sjá meira
Íbúar rólegir þrátt fyrir hræringar í Öræfajökli "Maður má ekki hræða sig á þessum hlutum,“ segir starfsmaður í söluskálanum Freysnesi. Íbúar í Öræfum eru rólegir þrátt fyrir fréttir síðustu daga. 22. nóvember 2017 07:00
Telur að kvikan sé grunnt undir yfirborði fjallsins Súr og seigfljótandi kvika er komin upp undir yfirborð bergsins undir öskju Öræfajökuls, telur forstjóri Íslenskra orkurannsókna. 25. nóvember 2017 07:00
Kvika komin upp undir yfirborð Öræfajökuls Langlíklegast er að kvika sé komin mjög nærri yfirborði Öræfajökuls, að mati jarðeðlisfræðings, sem telur eldsumbrot í raun hafin. 24. nóvember 2017 23:00
Áætlun vísar veginn ef gos verður í Öræfajökli Almannavarnir stefna að því að rýma svæðið við Öræfajökul áður en eldgos kann að brjótast þar út. Náist það ekki í tæka tíð verður unnið samkvæmt nýrri neyðaráætlun. 23. nóvember 2017 07:00