Fólk sækir óvenju snemma um mataraðstoð fyrir jól í ár Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. nóvember 2017 19:15 Árlega sækja hundruð fjölskyldna um mataraðstoð fyrir jólin hjá Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjavík og Reykjanesbæ. „Við erum komin núna með þrjú hundruð fjölskyldur og þar að baki eru sjö hundruð og fimmtíu einstaklingar,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, en umsóknarfrestur rennur út eftir þrjá daga. „Starfsstöðin okkar á suðurnesjum byrjar að skrifa niður fyrsta desember, fyrstu vikuna, þannig við eigum eftir að fá helling þar en þar sóttu yfir þrjú hundruð um fjölskyldur í fyrra.“ Þannig gerir hún ráð fyrir sama og jafnvel meiri fjölda en í fyrra þegar um átta hundruð fjölskyldur, eða tæplega tvö þúsund manns, fengu mataraðstoð. Fólk byrjaði að sækja um óvenju snemma í ár. „Það hefur ekki skeð í mörg ár að fólk byrjaði að hringja í október. Eflaust eru það margir sem hafa aldrei sótt um áður og eru að sækja um í fyrsta sinn. Svo hringdu margir í byrjun nóvember,“ segir Ásgerður Jóna.Umræða af uppgangi í efnahagslífinu ekki í takt við það sem starfsmenn fjölskylduhjálpar upplifa Ásgerður Jóna útskýrir að það séu lægstu tekjuhóparnir sem sæki um og fái aðstoð. „Við náttúrulega þekkjum alveg kjör öryrkja og líka að það eru mjög margir eldri borgarar sem búa við fátæk kjör og svo er það fólk sem er á lágtekjulaunum og getur ekki haldið jól,“ segir Ásgerður og bætir við að neyðin sé mikil og að umræða af uppgangi í efnahagslífinu sé ekki í takti við það sem starfsmenn fjölskylduhjálpar upplifi. „Ég sé litla breytingu.“ Þó að oftast sé það heiðarlegt fólk sem sækir um mataraðstoð kemur fyrir að þeir sem ekki eiga rétt á aðstoð sæki um. „Í síðustu viku komu þrjár konur, sitt í hvoru lagi, með tíu milljónir í árstekjur og stúlkurnar sem voru að skrá niður sögðu að því miður gengi það ekki og þær urðu mjög reiðar. En það fer enginn í gegn nema að hann þurfi á því að halda,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira
Árlega sækja hundruð fjölskyldna um mataraðstoð fyrir jólin hjá Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjavík og Reykjanesbæ. „Við erum komin núna með þrjú hundruð fjölskyldur og þar að baki eru sjö hundruð og fimmtíu einstaklingar,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, en umsóknarfrestur rennur út eftir þrjá daga. „Starfsstöðin okkar á suðurnesjum byrjar að skrifa niður fyrsta desember, fyrstu vikuna, þannig við eigum eftir að fá helling þar en þar sóttu yfir þrjú hundruð um fjölskyldur í fyrra.“ Þannig gerir hún ráð fyrir sama og jafnvel meiri fjölda en í fyrra þegar um átta hundruð fjölskyldur, eða tæplega tvö þúsund manns, fengu mataraðstoð. Fólk byrjaði að sækja um óvenju snemma í ár. „Það hefur ekki skeð í mörg ár að fólk byrjaði að hringja í október. Eflaust eru það margir sem hafa aldrei sótt um áður og eru að sækja um í fyrsta sinn. Svo hringdu margir í byrjun nóvember,“ segir Ásgerður Jóna.Umræða af uppgangi í efnahagslífinu ekki í takt við það sem starfsmenn fjölskylduhjálpar upplifa Ásgerður Jóna útskýrir að það séu lægstu tekjuhóparnir sem sæki um og fái aðstoð. „Við náttúrulega þekkjum alveg kjör öryrkja og líka að það eru mjög margir eldri borgarar sem búa við fátæk kjör og svo er það fólk sem er á lágtekjulaunum og getur ekki haldið jól,“ segir Ásgerður og bætir við að neyðin sé mikil og að umræða af uppgangi í efnahagslífinu sé ekki í takti við það sem starfsmenn fjölskylduhjálpar upplifi. „Ég sé litla breytingu.“ Þó að oftast sé það heiðarlegt fólk sem sækir um mataraðstoð kemur fyrir að þeir sem ekki eiga rétt á aðstoð sæki um. „Í síðustu viku komu þrjár konur, sitt í hvoru lagi, með tíu milljónir í árstekjur og stúlkurnar sem voru að skrá niður sögðu að því miður gengi það ekki og þær urðu mjög reiðar. En það fer enginn í gegn nema að hann þurfi á því að halda,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira