Fólk sækir óvenju snemma um mataraðstoð fyrir jól í ár Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. nóvember 2017 19:15 Árlega sækja hundruð fjölskyldna um mataraðstoð fyrir jólin hjá Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjavík og Reykjanesbæ. „Við erum komin núna með þrjú hundruð fjölskyldur og þar að baki eru sjö hundruð og fimmtíu einstaklingar,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, en umsóknarfrestur rennur út eftir þrjá daga. „Starfsstöðin okkar á suðurnesjum byrjar að skrifa niður fyrsta desember, fyrstu vikuna, þannig við eigum eftir að fá helling þar en þar sóttu yfir þrjú hundruð um fjölskyldur í fyrra.“ Þannig gerir hún ráð fyrir sama og jafnvel meiri fjölda en í fyrra þegar um átta hundruð fjölskyldur, eða tæplega tvö þúsund manns, fengu mataraðstoð. Fólk byrjaði að sækja um óvenju snemma í ár. „Það hefur ekki skeð í mörg ár að fólk byrjaði að hringja í október. Eflaust eru það margir sem hafa aldrei sótt um áður og eru að sækja um í fyrsta sinn. Svo hringdu margir í byrjun nóvember,“ segir Ásgerður Jóna.Umræða af uppgangi í efnahagslífinu ekki í takt við það sem starfsmenn fjölskylduhjálpar upplifa Ásgerður Jóna útskýrir að það séu lægstu tekjuhóparnir sem sæki um og fái aðstoð. „Við náttúrulega þekkjum alveg kjör öryrkja og líka að það eru mjög margir eldri borgarar sem búa við fátæk kjör og svo er það fólk sem er á lágtekjulaunum og getur ekki haldið jól,“ segir Ásgerður og bætir við að neyðin sé mikil og að umræða af uppgangi í efnahagslífinu sé ekki í takti við það sem starfsmenn fjölskylduhjálpar upplifi. „Ég sé litla breytingu.“ Þó að oftast sé það heiðarlegt fólk sem sækir um mataraðstoð kemur fyrir að þeir sem ekki eiga rétt á aðstoð sæki um. „Í síðustu viku komu þrjár konur, sitt í hvoru lagi, með tíu milljónir í árstekjur og stúlkurnar sem voru að skrá niður sögðu að því miður gengi það ekki og þær urðu mjög reiðar. En það fer enginn í gegn nema að hann þurfi á því að halda,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Árlega sækja hundruð fjölskyldna um mataraðstoð fyrir jólin hjá Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjavík og Reykjanesbæ. „Við erum komin núna með þrjú hundruð fjölskyldur og þar að baki eru sjö hundruð og fimmtíu einstaklingar,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, en umsóknarfrestur rennur út eftir þrjá daga. „Starfsstöðin okkar á suðurnesjum byrjar að skrifa niður fyrsta desember, fyrstu vikuna, þannig við eigum eftir að fá helling þar en þar sóttu yfir þrjú hundruð um fjölskyldur í fyrra.“ Þannig gerir hún ráð fyrir sama og jafnvel meiri fjölda en í fyrra þegar um átta hundruð fjölskyldur, eða tæplega tvö þúsund manns, fengu mataraðstoð. Fólk byrjaði að sækja um óvenju snemma í ár. „Það hefur ekki skeð í mörg ár að fólk byrjaði að hringja í október. Eflaust eru það margir sem hafa aldrei sótt um áður og eru að sækja um í fyrsta sinn. Svo hringdu margir í byrjun nóvember,“ segir Ásgerður Jóna.Umræða af uppgangi í efnahagslífinu ekki í takt við það sem starfsmenn fjölskylduhjálpar upplifa Ásgerður Jóna útskýrir að það séu lægstu tekjuhóparnir sem sæki um og fái aðstoð. „Við náttúrulega þekkjum alveg kjör öryrkja og líka að það eru mjög margir eldri borgarar sem búa við fátæk kjör og svo er það fólk sem er á lágtekjulaunum og getur ekki haldið jól,“ segir Ásgerður og bætir við að neyðin sé mikil og að umræða af uppgangi í efnahagslífinu sé ekki í takti við það sem starfsmenn fjölskylduhjálpar upplifi. „Ég sé litla breytingu.“ Þó að oftast sé það heiðarlegt fólk sem sækir um mataraðstoð kemur fyrir að þeir sem ekki eiga rétt á aðstoð sæki um. „Í síðustu viku komu þrjár konur, sitt í hvoru lagi, með tíu milljónir í árstekjur og stúlkurnar sem voru að skrá niður sögðu að því miður gengi það ekki og þær urðu mjög reiðar. En það fer enginn í gegn nema að hann þurfi á því að halda,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands.
Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira