Lýsa upp myrkrið hjá þolendum með því að breyta Hallgrímskirkju í kerti Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. nóvember 2017 10:45 Bréf til bjargar lífi er alþjóðleg herferð þar sem milljónir einstaklinga víða um heim taka höndum saman og láta ljós sitt skína á þolendur mannréttindabrota. Serious Business Á föstudag opnar viðburður við Hallgrímskirkju á vegum Amnesty International í tengslum við herferðina Bréf til bjargar lífi. Lýstu upp myrkrið er einstök upplifun sem stendur yfir í fimm daga. Hún er hönnuð í tengslum við herferðina Bréf til bjargar lífi sem Amnesty International stendur fyrir og verður frá 1. til 5. desember á milli klukkan 17 og 22 Við Hallgrímskirkju. Bréf til bjargar lífi er alþjóðleg herferð þar sem milljónir einstaklinga víða um heim taka höndum saman. Allir geta tekið þátt og lýst upp myrkrið í lífi þeirra sem mega þola skelfilegt óréttlæti. Hallgrímskirkju verður breytt í risastórt kerti sem logar þegar fólk skrifar undir. Með því að taka þátt heldur þú loganum í innsetningunni lifandi en ef of langt líður á milli undirskrifta þá „slokknar á kertinu.“ „Látum ljós okkar skína á þolendur mannréttindabrota og þrýstum á um bjartari framtíð fyrir þessa einstaklinga og heiminn allan, hver undirskrift skiptir máli,“ segir um viðburðinn. Í bréfamaraþoninu í ár eru 10 mál einstaklinga. Með einum smell getur þú skrifað undir öll málin eða valið þau sem þú vilt styðja. Markmið Amnesty er að safna eins mörgum undirskriftum og hægt er, til að setja þrýsting á stjórnvöld víða um heim sem brjóta mannréttindi. Hægt er að skrifa undir málin 10 á vef Amnesty. Serious Buisness hannaði ljósasýninguna á Hallgrimskirkju fyrir þetta bréfamaraþon. Þetta stóra kerti er hálfgerð friðarsúla sem lýsir í ákveðinn tíma eftir að folk skrifar undir en eins og áður sagði þá slökknar á því ef enginn skrifar undir í ákveðinn tíma. „Það er svo fallegt að byrja desembermánuðinn saman á svona friðsælan máta og svo er enginn of ungur eða of gamall til þess að styðja við réttlæti og skrifa undir. Ég vona að þetta verði einskonar „missjón“ fyrir íslenskar fjölskyldur að haldi lífi í loganum. Ég vona af öllu hjarta að við sjáum sem flesta föstudaginn 1.des klukkan 17:00 við Hallgrímskirkju þegar ljósið verður tendrað i fyrsta sinn,“ segir Helga Ósk Hlynsdóttir, stofnandi og andlegur leiðtogi Serious Business. Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Á föstudag opnar viðburður við Hallgrímskirkju á vegum Amnesty International í tengslum við herferðina Bréf til bjargar lífi. Lýstu upp myrkrið er einstök upplifun sem stendur yfir í fimm daga. Hún er hönnuð í tengslum við herferðina Bréf til bjargar lífi sem Amnesty International stendur fyrir og verður frá 1. til 5. desember á milli klukkan 17 og 22 Við Hallgrímskirkju. Bréf til bjargar lífi er alþjóðleg herferð þar sem milljónir einstaklinga víða um heim taka höndum saman. Allir geta tekið þátt og lýst upp myrkrið í lífi þeirra sem mega þola skelfilegt óréttlæti. Hallgrímskirkju verður breytt í risastórt kerti sem logar þegar fólk skrifar undir. Með því að taka þátt heldur þú loganum í innsetningunni lifandi en ef of langt líður á milli undirskrifta þá „slokknar á kertinu.“ „Látum ljós okkar skína á þolendur mannréttindabrota og þrýstum á um bjartari framtíð fyrir þessa einstaklinga og heiminn allan, hver undirskrift skiptir máli,“ segir um viðburðinn. Í bréfamaraþoninu í ár eru 10 mál einstaklinga. Með einum smell getur þú skrifað undir öll málin eða valið þau sem þú vilt styðja. Markmið Amnesty er að safna eins mörgum undirskriftum og hægt er, til að setja þrýsting á stjórnvöld víða um heim sem brjóta mannréttindi. Hægt er að skrifa undir málin 10 á vef Amnesty. Serious Buisness hannaði ljósasýninguna á Hallgrimskirkju fyrir þetta bréfamaraþon. Þetta stóra kerti er hálfgerð friðarsúla sem lýsir í ákveðinn tíma eftir að folk skrifar undir en eins og áður sagði þá slökknar á því ef enginn skrifar undir í ákveðinn tíma. „Það er svo fallegt að byrja desembermánuðinn saman á svona friðsælan máta og svo er enginn of ungur eða of gamall til þess að styðja við réttlæti og skrifa undir. Ég vona að þetta verði einskonar „missjón“ fyrir íslenskar fjölskyldur að haldi lífi í loganum. Ég vona af öllu hjarta að við sjáum sem flesta föstudaginn 1.des klukkan 17:00 við Hallgrímskirkju þegar ljósið verður tendrað i fyrsta sinn,“ segir Helga Ósk Hlynsdóttir, stofnandi og andlegur leiðtogi Serious Business.
Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira