Segir Andrés Inga og Rósu Björk vel geta starfað áfram þrátt fyrir andstöðu gegn samstarfinu Birgir Olgeirsson skrifar 29. nóvember 2017 20:09 Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson á Grand hótel. Vísir/Stefán Karlsson Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, greindu frá því fyrr í kvöld að þau muni greiða atkvæði gegn þeirri tillögu að Vinstri hreyfingin grænt framboð fari í ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Stjórnmálafræðiprófessorinn Eiríkur Bergmann segir í samtali við Vísi að þetta þýði ekki endilega að stjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins muni missa tvo þingmenn, fari svo að að ríkisstjórn þessara þriggja flokka verði mynduð. Rósa Björk og Andrés Ingi geti starfað sem hluti af stjórnarliðinu þó svo að þau styðji ekki málefnasamninginn í atkvæðagreiðslu og fordæmi séu fyrir því. „Þau geta vel sem fulltrúar í flokksráði greitt atkvæði gegn því að fara í þetta ríkisstjórnarsamstarf en eigi að síður sætt sig við niðurstöðuna og unnið samkvæmt henni. Það er ekki óalgengt í lýðræðislegu starfi að verða undir í atkvæðagreiðslu en sætta sig við niðurstöðuna og vinna samkvæmt henni,“ segir Eiríkur.Eiíkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/EyþórFari svo að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins verði mynduð mun sú stjórn hafa 35 manna meirihluta samkvæmt fjölda kjörna fulltrúa í flokkunum þremur. Rósa Björk var spurð að því í kvöldfréttum Sjónvarpsins hvað þessi afstaða hennar og Andrésar Inga segi um stöðu þeirra í þingflokknum. Hún svaraði því til að málin yrðu rædd frekar á þingflokksfundi Vinstri grænna á morgun. Spurður hvað gæti breyst á þessum þingflokksfundi sagði Andrés Ingi við RÚV að það þyrfti að koma í ljós. „Þetta er svolítið stórt og flókið ferli og við erum að taka eitt skref í einu í einhverri stöðu sem ég held að ekkert okkar hafi verið í áður.“ Andrés Ingi sagðist halda að það yrði ákveðin áskorun þegar kemur að samskiptum þegar hann var spurður hvort þau gætu starfað áfram í flokknum. „En eitthvað sem ég myndi allavega treysta mér í.“ Rósa Björk sagði að það yrði að koma í ljós í samtölum þeirra við formann og þingflokksformann Vinstri grænna. „Og svo náttúrlega hvað við ákveðum líka að gera sjálf.“ Tengdar fréttir Andrés og Rósa Björk styðja ekki sáttmálann Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, lýstu því yfir á flokksráðsfundi flokksins að þau gætu ekki stutt stjórnarsáttmála VG, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. 29. nóvember 2017 19:15 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, greindu frá því fyrr í kvöld að þau muni greiða atkvæði gegn þeirri tillögu að Vinstri hreyfingin grænt framboð fari í ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Stjórnmálafræðiprófessorinn Eiríkur Bergmann segir í samtali við Vísi að þetta þýði ekki endilega að stjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins muni missa tvo þingmenn, fari svo að að ríkisstjórn þessara þriggja flokka verði mynduð. Rósa Björk og Andrés Ingi geti starfað sem hluti af stjórnarliðinu þó svo að þau styðji ekki málefnasamninginn í atkvæðagreiðslu og fordæmi séu fyrir því. „Þau geta vel sem fulltrúar í flokksráði greitt atkvæði gegn því að fara í þetta ríkisstjórnarsamstarf en eigi að síður sætt sig við niðurstöðuna og unnið samkvæmt henni. Það er ekki óalgengt í lýðræðislegu starfi að verða undir í atkvæðagreiðslu en sætta sig við niðurstöðuna og vinna samkvæmt henni,“ segir Eiríkur.Eiíkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/EyþórFari svo að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins verði mynduð mun sú stjórn hafa 35 manna meirihluta samkvæmt fjölda kjörna fulltrúa í flokkunum þremur. Rósa Björk var spurð að því í kvöldfréttum Sjónvarpsins hvað þessi afstaða hennar og Andrésar Inga segi um stöðu þeirra í þingflokknum. Hún svaraði því til að málin yrðu rædd frekar á þingflokksfundi Vinstri grænna á morgun. Spurður hvað gæti breyst á þessum þingflokksfundi sagði Andrés Ingi við RÚV að það þyrfti að koma í ljós. „Þetta er svolítið stórt og flókið ferli og við erum að taka eitt skref í einu í einhverri stöðu sem ég held að ekkert okkar hafi verið í áður.“ Andrés Ingi sagðist halda að það yrði ákveðin áskorun þegar kemur að samskiptum þegar hann var spurður hvort þau gætu starfað áfram í flokknum. „En eitthvað sem ég myndi allavega treysta mér í.“ Rósa Björk sagði að það yrði að koma í ljós í samtölum þeirra við formann og þingflokksformann Vinstri grænna. „Og svo náttúrlega hvað við ákveðum líka að gera sjálf.“
Tengdar fréttir Andrés og Rósa Björk styðja ekki sáttmálann Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, lýstu því yfir á flokksráðsfundi flokksins að þau gætu ekki stutt stjórnarsáttmála VG, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. 29. nóvember 2017 19:15 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Andrés og Rósa Björk styðja ekki sáttmálann Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, lýstu því yfir á flokksráðsfundi flokksins að þau gætu ekki stutt stjórnarsáttmála VG, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. 29. nóvember 2017 19:15