Segir Andrés Inga og Rósu Björk vel geta starfað áfram þrátt fyrir andstöðu gegn samstarfinu Birgir Olgeirsson skrifar 29. nóvember 2017 20:09 Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson á Grand hótel. Vísir/Stefán Karlsson Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, greindu frá því fyrr í kvöld að þau muni greiða atkvæði gegn þeirri tillögu að Vinstri hreyfingin grænt framboð fari í ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Stjórnmálafræðiprófessorinn Eiríkur Bergmann segir í samtali við Vísi að þetta þýði ekki endilega að stjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins muni missa tvo þingmenn, fari svo að að ríkisstjórn þessara þriggja flokka verði mynduð. Rósa Björk og Andrés Ingi geti starfað sem hluti af stjórnarliðinu þó svo að þau styðji ekki málefnasamninginn í atkvæðagreiðslu og fordæmi séu fyrir því. „Þau geta vel sem fulltrúar í flokksráði greitt atkvæði gegn því að fara í þetta ríkisstjórnarsamstarf en eigi að síður sætt sig við niðurstöðuna og unnið samkvæmt henni. Það er ekki óalgengt í lýðræðislegu starfi að verða undir í atkvæðagreiðslu en sætta sig við niðurstöðuna og vinna samkvæmt henni,“ segir Eiríkur.Eiíkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/EyþórFari svo að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins verði mynduð mun sú stjórn hafa 35 manna meirihluta samkvæmt fjölda kjörna fulltrúa í flokkunum þremur. Rósa Björk var spurð að því í kvöldfréttum Sjónvarpsins hvað þessi afstaða hennar og Andrésar Inga segi um stöðu þeirra í þingflokknum. Hún svaraði því til að málin yrðu rædd frekar á þingflokksfundi Vinstri grænna á morgun. Spurður hvað gæti breyst á þessum þingflokksfundi sagði Andrés Ingi við RÚV að það þyrfti að koma í ljós. „Þetta er svolítið stórt og flókið ferli og við erum að taka eitt skref í einu í einhverri stöðu sem ég held að ekkert okkar hafi verið í áður.“ Andrés Ingi sagðist halda að það yrði ákveðin áskorun þegar kemur að samskiptum þegar hann var spurður hvort þau gætu starfað áfram í flokknum. „En eitthvað sem ég myndi allavega treysta mér í.“ Rósa Björk sagði að það yrði að koma í ljós í samtölum þeirra við formann og þingflokksformann Vinstri grænna. „Og svo náttúrlega hvað við ákveðum líka að gera sjálf.“ Tengdar fréttir Andrés og Rósa Björk styðja ekki sáttmálann Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, lýstu því yfir á flokksráðsfundi flokksins að þau gætu ekki stutt stjórnarsáttmála VG, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. 29. nóvember 2017 19:15 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, greindu frá því fyrr í kvöld að þau muni greiða atkvæði gegn þeirri tillögu að Vinstri hreyfingin grænt framboð fari í ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Stjórnmálafræðiprófessorinn Eiríkur Bergmann segir í samtali við Vísi að þetta þýði ekki endilega að stjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins muni missa tvo þingmenn, fari svo að að ríkisstjórn þessara þriggja flokka verði mynduð. Rósa Björk og Andrés Ingi geti starfað sem hluti af stjórnarliðinu þó svo að þau styðji ekki málefnasamninginn í atkvæðagreiðslu og fordæmi séu fyrir því. „Þau geta vel sem fulltrúar í flokksráði greitt atkvæði gegn því að fara í þetta ríkisstjórnarsamstarf en eigi að síður sætt sig við niðurstöðuna og unnið samkvæmt henni. Það er ekki óalgengt í lýðræðislegu starfi að verða undir í atkvæðagreiðslu en sætta sig við niðurstöðuna og vinna samkvæmt henni,“ segir Eiríkur.Eiíkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/EyþórFari svo að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins verði mynduð mun sú stjórn hafa 35 manna meirihluta samkvæmt fjölda kjörna fulltrúa í flokkunum þremur. Rósa Björk var spurð að því í kvöldfréttum Sjónvarpsins hvað þessi afstaða hennar og Andrésar Inga segi um stöðu þeirra í þingflokknum. Hún svaraði því til að málin yrðu rædd frekar á þingflokksfundi Vinstri grænna á morgun. Spurður hvað gæti breyst á þessum þingflokksfundi sagði Andrés Ingi við RÚV að það þyrfti að koma í ljós. „Þetta er svolítið stórt og flókið ferli og við erum að taka eitt skref í einu í einhverri stöðu sem ég held að ekkert okkar hafi verið í áður.“ Andrés Ingi sagðist halda að það yrði ákveðin áskorun þegar kemur að samskiptum þegar hann var spurður hvort þau gætu starfað áfram í flokknum. „En eitthvað sem ég myndi allavega treysta mér í.“ Rósa Björk sagði að það yrði að koma í ljós í samtölum þeirra við formann og þingflokksformann Vinstri grænna. „Og svo náttúrlega hvað við ákveðum líka að gera sjálf.“
Tengdar fréttir Andrés og Rósa Björk styðja ekki sáttmálann Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, lýstu því yfir á flokksráðsfundi flokksins að þau gætu ekki stutt stjórnarsáttmála VG, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. 29. nóvember 2017 19:15 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Andrés og Rósa Björk styðja ekki sáttmálann Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, lýstu því yfir á flokksráðsfundi flokksins að þau gætu ekki stutt stjórnarsáttmála VG, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. 29. nóvember 2017 19:15