Innlent

Þjálfunarstyrkir nema hjá Fjölsmiðjunni hækka

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Til stendur að kanna afdrif eldri nemenda til að fá skýrari mynd af árangri Fjölsmiðjunnar.
Til stendur að kanna afdrif eldri nemenda til að fá skýrari mynd af árangri Fjölsmiðjunnar. Vísir/GVA
Borgarráð samþykkti í dag að hækka þjálfunarstyrki hjá Fjölsmiðjunni en Fjölsmiðjan er vinnusetur fyrir ungt fólk sem hefur flosnað upp úr námi eða hefur ekki náð fótfestu á vinnumarkaði.

Fjölsmiðjan er sjálfseignarstofnun en sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, Atvinnuleysistryggingarsjóður og menntamálaráðuneytið leggja henni til rekstrarfé. Reykjavíkurborg ásamt Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu endurnýjaði í lok október samning við smiðjuna til þriggja ára.

Lögð er áhersla á að þeir nemar sem starfa í Fjölsmiðjunni fari þaðan hæfari til að taka þátt á almennum vinnumarkaði. Einnig á starfið að bæta félagslega- og námslega hæfni einstaklingsins. Á síðasta ári fór yfir helmingur nemenda Fjölsmiðjunnar í nám eða vinnu þegar þau luku veru sinni í smiðjunni.

Árið 2018 fá nemendur á aldrinum 16-17 ára greitt 131.635 krónur á mánuði en nemendur 18 ára og eldri fá 179.502 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×