Fundi VG frestað til morguns Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2017 20:47 Katrínj Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Vísir/Anton Fundi þingflokks Vinstri Grænna um hvort hefja eigi formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn hefur verið frestað til morguns. Engin niðurstaða náðist varðandi það hvort VG ætli í umræddar viðræður. Það ætti að liggja fyrir á morgun en þingflokkurinn mun funda aftur klukkan eitt á morgun. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkur virðast tilbúin til formlegra viðræðna. Í það minnsta töldu flokkarnir ekki nauðsynlegt að funda í dag. Vinstri grænir hófu fund sinn klukkan fjögur í Alþingishúsinu en fundinum lauk á níunda tímanum í kvöld. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í gær, að loknum fundi með formönnum Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins, að farið hafi verið yfir stóru málin í óformlegum viðræðum flokkanna. Næstu skref væru að skoða hvort hægt væri að byggja á þeim grunni og færa viðræður yfir á formlegt stig. Sú ákvörðun yrði ekki tekin fyrr en eftir fund með flokki sínum. Edward Hákon Huijbens, varaformaður Vinstri grænna, sagði um helgina að afar skiptar skoðanir væru flokknum, baklandi hans og grasrót, um óformlegar viðræður Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokkinn. Það þurfi að verða gríðarlegar breytingar og nýjungar í stjórnarmyndun ef sátt eigi að skapast um samstarf. Raunar sagði Edward samstarf við flokkana tvo versta bitann að kyngja. „Fólk á náttúrulega mjög erfitt með það að sjá Bjarna Ben sem ráðherra, það er eitt sem að fólk á mjög erfitt með að horfast í augu við,“ sagði Edward í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann bætti við að erfitt væri að kyngja því að hafa menn í ráðherrastólum sem „eru búnir að gera upp á bak.“ Ekki hefur náðst í Katrínu Jakobsdóttur í dag eða kvöld. Ríkisstjórn flokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokks (16), Vinstri grænna (11) og Framsóknarflokks (8) hefði 35 þingmenn. Á meðan flokkarnir þrír hafa fundað hafa hinir flokkarnir rætt málin sín á milli. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, funduðu í dag. Segir Logi Ingu klára í viðræður um stjórn sem horfi til vinstri. Ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Flokks fólksins hefði 32 þingmenn. Það er sami fjöldi og ríkisstjórn VG, Samfylkingar, Pírata og Framsóknar sem áttu í formlegum viðræðum í síðustu viku. Framsókn sleit viðræðunum á þeim forsendum að eins manns meirihluti væri of tæpur og hafði ekki áhuga á að fá Viðreisn um borð í bátinn. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Össur segir prinsipp Vinstri grænna vera komin á brunaútsölu Össur Skarphéðinsson er harðorður í garð formanns og þingmanna VG í færslu sem hann birtir á Facebook. 12. nóvember 2017 10:49 Teiknar upp raunhæfan möguleika fyrir Vinstri græn Logi Einarsson teiknar upp valkost fyrir Vinstri græn. verði hann valinn verði bæði hægt að tryggja pólitískan stöðugleika og ráðast í uppbyggingarverkefni. 12. nóvember 2017 15:48 Þingflokkur VG fundar síðdegis en óvíst með þingflokka D og B Þingflokkur Vinstri grænna mun funda síðdegis og fara yfir óformlegar viðræður flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sem áttu sér stað í gær. 12. nóvember 2017 09:58 Eðlilegt að félagshyggjufólk sé efins um ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki Huginn Freyr Þorsteinsson segir að það sé ekki óeðlilegt að félagshyggjufólk setji spurningarmerki við stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokki. 12. nóvember 2017 11:15 Sigurður Ingi: Gætum verið að sigla inn í sama ástand og í fyrra ef flokkarnir ná ekki saman Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að viðræður þingflokkanna þriggja gangi vel. 12. nóvember 2017 12:46 Varaformaður VG: Eiga erfitt með að sjá Bjarna sem ráðherra Varaformaður Vinstri grænna segir að margt þurfi að gerast til að sátt skapist innan flokksins um samstarf við Sjálfstæðisflokk. 11. nóvember 2017 12:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Fundi þingflokks Vinstri Grænna um hvort hefja eigi formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn hefur verið frestað til morguns. Engin niðurstaða náðist varðandi það hvort VG ætli í umræddar viðræður. Það ætti að liggja fyrir á morgun en þingflokkurinn mun funda aftur klukkan eitt á morgun. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkur virðast tilbúin til formlegra viðræðna. Í það minnsta töldu flokkarnir ekki nauðsynlegt að funda í dag. Vinstri grænir hófu fund sinn klukkan fjögur í Alþingishúsinu en fundinum lauk á níunda tímanum í kvöld. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í gær, að loknum fundi með formönnum Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins, að farið hafi verið yfir stóru málin í óformlegum viðræðum flokkanna. Næstu skref væru að skoða hvort hægt væri að byggja á þeim grunni og færa viðræður yfir á formlegt stig. Sú ákvörðun yrði ekki tekin fyrr en eftir fund með flokki sínum. Edward Hákon Huijbens, varaformaður Vinstri grænna, sagði um helgina að afar skiptar skoðanir væru flokknum, baklandi hans og grasrót, um óformlegar viðræður Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokkinn. Það þurfi að verða gríðarlegar breytingar og nýjungar í stjórnarmyndun ef sátt eigi að skapast um samstarf. Raunar sagði Edward samstarf við flokkana tvo versta bitann að kyngja. „Fólk á náttúrulega mjög erfitt með það að sjá Bjarna Ben sem ráðherra, það er eitt sem að fólk á mjög erfitt með að horfast í augu við,“ sagði Edward í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann bætti við að erfitt væri að kyngja því að hafa menn í ráðherrastólum sem „eru búnir að gera upp á bak.“ Ekki hefur náðst í Katrínu Jakobsdóttur í dag eða kvöld. Ríkisstjórn flokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokks (16), Vinstri grænna (11) og Framsóknarflokks (8) hefði 35 þingmenn. Á meðan flokkarnir þrír hafa fundað hafa hinir flokkarnir rætt málin sín á milli. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, funduðu í dag. Segir Logi Ingu klára í viðræður um stjórn sem horfi til vinstri. Ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Flokks fólksins hefði 32 þingmenn. Það er sami fjöldi og ríkisstjórn VG, Samfylkingar, Pírata og Framsóknar sem áttu í formlegum viðræðum í síðustu viku. Framsókn sleit viðræðunum á þeim forsendum að eins manns meirihluti væri of tæpur og hafði ekki áhuga á að fá Viðreisn um borð í bátinn.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Össur segir prinsipp Vinstri grænna vera komin á brunaútsölu Össur Skarphéðinsson er harðorður í garð formanns og þingmanna VG í færslu sem hann birtir á Facebook. 12. nóvember 2017 10:49 Teiknar upp raunhæfan möguleika fyrir Vinstri græn Logi Einarsson teiknar upp valkost fyrir Vinstri græn. verði hann valinn verði bæði hægt að tryggja pólitískan stöðugleika og ráðast í uppbyggingarverkefni. 12. nóvember 2017 15:48 Þingflokkur VG fundar síðdegis en óvíst með þingflokka D og B Þingflokkur Vinstri grænna mun funda síðdegis og fara yfir óformlegar viðræður flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sem áttu sér stað í gær. 12. nóvember 2017 09:58 Eðlilegt að félagshyggjufólk sé efins um ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki Huginn Freyr Þorsteinsson segir að það sé ekki óeðlilegt að félagshyggjufólk setji spurningarmerki við stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokki. 12. nóvember 2017 11:15 Sigurður Ingi: Gætum verið að sigla inn í sama ástand og í fyrra ef flokkarnir ná ekki saman Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að viðræður þingflokkanna þriggja gangi vel. 12. nóvember 2017 12:46 Varaformaður VG: Eiga erfitt með að sjá Bjarna sem ráðherra Varaformaður Vinstri grænna segir að margt þurfi að gerast til að sátt skapist innan flokksins um samstarf við Sjálfstæðisflokk. 11. nóvember 2017 12:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Össur segir prinsipp Vinstri grænna vera komin á brunaútsölu Össur Skarphéðinsson er harðorður í garð formanns og þingmanna VG í færslu sem hann birtir á Facebook. 12. nóvember 2017 10:49
Teiknar upp raunhæfan möguleika fyrir Vinstri græn Logi Einarsson teiknar upp valkost fyrir Vinstri græn. verði hann valinn verði bæði hægt að tryggja pólitískan stöðugleika og ráðast í uppbyggingarverkefni. 12. nóvember 2017 15:48
Þingflokkur VG fundar síðdegis en óvíst með þingflokka D og B Þingflokkur Vinstri grænna mun funda síðdegis og fara yfir óformlegar viðræður flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sem áttu sér stað í gær. 12. nóvember 2017 09:58
Eðlilegt að félagshyggjufólk sé efins um ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki Huginn Freyr Þorsteinsson segir að það sé ekki óeðlilegt að félagshyggjufólk setji spurningarmerki við stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokki. 12. nóvember 2017 11:15
Sigurður Ingi: Gætum verið að sigla inn í sama ástand og í fyrra ef flokkarnir ná ekki saman Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að viðræður þingflokkanna þriggja gangi vel. 12. nóvember 2017 12:46
Varaformaður VG: Eiga erfitt með að sjá Bjarna sem ráðherra Varaformaður Vinstri grænna segir að margt þurfi að gerast til að sátt skapist innan flokksins um samstarf við Sjálfstæðisflokk. 11. nóvember 2017 12:00