Þingflokkur VG fundar síðdegis en óvíst með þingflokka D og B Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2017 09:58 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í gær að farið hafi verið yfir stóru málin í óformlegum viðræðum flokkanna. Vísir/Eyþór Þingflokkur Vinstri grænna mun funda síðdegis og fara yfir óformlegar viðræður flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sem áttu sér stað í gær. Óvíst er hvort þingflokkur Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna fundi í dag. Ljóst er að engin svör fást um hvort flokkarnir ætli í formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrr en eftir fund þingflokks Vinstri grænna. Samkvæmt heimildum verður fundur þingflokksins klukkan 16. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í gær að farið hafi verið yfir stóru málin í óformlegum viðræðum flokkanna. Næstu skref væru að skoða hvort hægt væri að byggja á þeim grunni og færa viðræður yfir á formlegt stig. Sú ákvörðun verði ekki tekin fyrr en eftir fund með flokki sínum. Katrín sagðist hafa fulla trú á að félagar hennar í flokknum muni taka afstöðu til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn á málefnalegum grunni, en afar skiptar skoðanir eru á samstarfi við Sjálfstæðisflokk innan raða Vinstri grænna. Þannig sagði varaformaður Vinstri grænna, Edward Hákon Huijbens, að margt þurfi að gerast til að sátt skapist innan flokksins um samstarf við Sjálfstæðisflokk, til að mynda að Bjarni Benediktsson fái ekki ráðherrastól í nýrri ríkisstjórn. Sagði Katrín að hún væri reiðubúin að leiða ríkisstjórn með þeim sem væru til í að vinna að markmiðum Vinstri grænna sem þau telja mikilvægust fyrir land og þjóð. Tengdar fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að flokkurinn standi ekki á bak við hana í viðræðum við Sjálfstæðisflokk Katrín Jakobsdóttir segir varaformann flokksins enduróma ummæli af samfélagsmiðlum en ekki hennar eigin skoðun þegar hann segir að vinstri græn kæri sig ekki um að Bjarni Benediktsson verði ráðherra í mögulegri ríkisstjórn flokkanna ásamt framsóknarflokki. 11. nóvember 2017 18:59 Varaformaður VG: Eiga erfitt með að sjá Bjarna sem ráðherra Varaformaður Vinstri grænna segir að margt þurfi að gerast til að sátt skapist innan flokksins um samstarf við Sjálfstæðisflokk. 11. nóvember 2017 12:00 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Þingflokkur Vinstri grænna mun funda síðdegis og fara yfir óformlegar viðræður flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sem áttu sér stað í gær. Óvíst er hvort þingflokkur Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna fundi í dag. Ljóst er að engin svör fást um hvort flokkarnir ætli í formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrr en eftir fund þingflokks Vinstri grænna. Samkvæmt heimildum verður fundur þingflokksins klukkan 16. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í gær að farið hafi verið yfir stóru málin í óformlegum viðræðum flokkanna. Næstu skref væru að skoða hvort hægt væri að byggja á þeim grunni og færa viðræður yfir á formlegt stig. Sú ákvörðun verði ekki tekin fyrr en eftir fund með flokki sínum. Katrín sagðist hafa fulla trú á að félagar hennar í flokknum muni taka afstöðu til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn á málefnalegum grunni, en afar skiptar skoðanir eru á samstarfi við Sjálfstæðisflokk innan raða Vinstri grænna. Þannig sagði varaformaður Vinstri grænna, Edward Hákon Huijbens, að margt þurfi að gerast til að sátt skapist innan flokksins um samstarf við Sjálfstæðisflokk, til að mynda að Bjarni Benediktsson fái ekki ráðherrastól í nýrri ríkisstjórn. Sagði Katrín að hún væri reiðubúin að leiða ríkisstjórn með þeim sem væru til í að vinna að markmiðum Vinstri grænna sem þau telja mikilvægust fyrir land og þjóð.
Tengdar fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að flokkurinn standi ekki á bak við hana í viðræðum við Sjálfstæðisflokk Katrín Jakobsdóttir segir varaformann flokksins enduróma ummæli af samfélagsmiðlum en ekki hennar eigin skoðun þegar hann segir að vinstri græn kæri sig ekki um að Bjarni Benediktsson verði ráðherra í mögulegri ríkisstjórn flokkanna ásamt framsóknarflokki. 11. nóvember 2017 18:59 Varaformaður VG: Eiga erfitt með að sjá Bjarna sem ráðherra Varaformaður Vinstri grænna segir að margt þurfi að gerast til að sátt skapist innan flokksins um samstarf við Sjálfstæðisflokk. 11. nóvember 2017 12:00 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Hefur ekki áhyggjur af því að flokkurinn standi ekki á bak við hana í viðræðum við Sjálfstæðisflokk Katrín Jakobsdóttir segir varaformann flokksins enduróma ummæli af samfélagsmiðlum en ekki hennar eigin skoðun þegar hann segir að vinstri græn kæri sig ekki um að Bjarni Benediktsson verði ráðherra í mögulegri ríkisstjórn flokkanna ásamt framsóknarflokki. 11. nóvember 2017 18:59
Varaformaður VG: Eiga erfitt með að sjá Bjarna sem ráðherra Varaformaður Vinstri grænna segir að margt þurfi að gerast til að sátt skapist innan flokksins um samstarf við Sjálfstæðisflokk. 11. nóvember 2017 12:00