McConnel vill að Moore stigi til hliðar Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2017 17:47 Mitch McConnell, æðsti repúblikaninn á öldungadeild Bandaríkjaþings. Vísir/Getty Mitch McConnell, æðsti repúblikaninn á öldungadeild Bandaríkjaþings, segir að Roy Moore, frambjóðandi til þingsins í Alabama, eigi að stíga til hliðar. Moore hefur verið sakaður um að hafa haft kynferðislegt samneyti við táningsstúlkur. Þar á meðal eina sem var fjórtán ára gömul. Þá var hann 32 ára og sakar Leigh Corfman hann um að hafa klætt hana úr, kysst hana, káfað á henni og látið hana leggja hendur á kynfæri hans. Þrjár aðrar konur segja að Moore hafi sóst eftir þeim um nokkuð skeið þegar þær voru sextán og átján ára og hann á fertugsaldri. Hann hafi þó ekki þvingað þær til samneytis. McConnell segist trúa konunum. Kosningarnar í Alabama munu fara fram þann tólfta desember og of seint er að taka Moore af kjörseðlinum. McConnell segir að verið sé að kanna aðra möguleika eins og að hvetja kjósendur flokksins til að skrifa inn nafn annars frambjóðanda. Eins og staðan er núna mælist frambjóðandi Demókrataflokksins í sterkari stöðu en Moore í skoðannakönnunum í Alabama.Sjá einnig: Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í AlabamaMoore segir að um pólitíska árás sé að ræða og að hann ætli að höfða mál gegn Washington Post, samkvæmt AP fréttaveitunni.Hann sagði stuðningsmönnum sínum í gær að ásakanirnar væru „falskar fréttir“ og „örvæntingafull tilraun til að koma í veg fyrir framboð hans“. Hann sagði að Demókrataflokkurinn og hefðbundnir stjórnmálamenn í Repúblikanaflokknum vildu ekki að hann kæmist á þing. Hann sakaði þá um að starfa saman gegn honum og sagði að það myndi ekki virka. McConnell tilheyrir svo sannarlega þeim hópi þingmanna sem flokkast sem hefðbundnir stjórnmálamenn í Repúblikanaflokknum. Moore nýtur stuðnings Stephen Bannon, ritstjóra Breitbart og fyrrverandi ráðgjafa Donald Trump, en hann ætlar sér að koma fjölda manna á þing til að velta hinum hefðbundnu stjórnmálamönnum úr sessi. Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42 Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Roy Moore var 32 ára þegar hann var í samskiptum við hina fjórtán ára Leigh Corfman. 9. nóvember 2017 21:55 Segist ekki hafa elst við táningsstúlkur Repúblikaninn Roy Moore segir að kjósendur muni sjá í gegnum þetta "leikrit“ og að Washington Post sé að reyna að klekja á honum. 11. nóvember 2017 23:15 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Mitch McConnell, æðsti repúblikaninn á öldungadeild Bandaríkjaþings, segir að Roy Moore, frambjóðandi til þingsins í Alabama, eigi að stíga til hliðar. Moore hefur verið sakaður um að hafa haft kynferðislegt samneyti við táningsstúlkur. Þar á meðal eina sem var fjórtán ára gömul. Þá var hann 32 ára og sakar Leigh Corfman hann um að hafa klætt hana úr, kysst hana, káfað á henni og látið hana leggja hendur á kynfæri hans. Þrjár aðrar konur segja að Moore hafi sóst eftir þeim um nokkuð skeið þegar þær voru sextán og átján ára og hann á fertugsaldri. Hann hafi þó ekki þvingað þær til samneytis. McConnell segist trúa konunum. Kosningarnar í Alabama munu fara fram þann tólfta desember og of seint er að taka Moore af kjörseðlinum. McConnell segir að verið sé að kanna aðra möguleika eins og að hvetja kjósendur flokksins til að skrifa inn nafn annars frambjóðanda. Eins og staðan er núna mælist frambjóðandi Demókrataflokksins í sterkari stöðu en Moore í skoðannakönnunum í Alabama.Sjá einnig: Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í AlabamaMoore segir að um pólitíska árás sé að ræða og að hann ætli að höfða mál gegn Washington Post, samkvæmt AP fréttaveitunni.Hann sagði stuðningsmönnum sínum í gær að ásakanirnar væru „falskar fréttir“ og „örvæntingafull tilraun til að koma í veg fyrir framboð hans“. Hann sagði að Demókrataflokkurinn og hefðbundnir stjórnmálamenn í Repúblikanaflokknum vildu ekki að hann kæmist á þing. Hann sakaði þá um að starfa saman gegn honum og sagði að það myndi ekki virka. McConnell tilheyrir svo sannarlega þeim hópi þingmanna sem flokkast sem hefðbundnir stjórnmálamenn í Repúblikanaflokknum. Moore nýtur stuðnings Stephen Bannon, ritstjóra Breitbart og fyrrverandi ráðgjafa Donald Trump, en hann ætlar sér að koma fjölda manna á þing til að velta hinum hefðbundnu stjórnmálamönnum úr sessi.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42 Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Roy Moore var 32 ára þegar hann var í samskiptum við hina fjórtán ára Leigh Corfman. 9. nóvember 2017 21:55 Segist ekki hafa elst við táningsstúlkur Repúblikaninn Roy Moore segir að kjósendur muni sjá í gegnum þetta "leikrit“ og að Washington Post sé að reyna að klekja á honum. 11. nóvember 2017 23:15 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42
Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Roy Moore var 32 ára þegar hann var í samskiptum við hina fjórtán ára Leigh Corfman. 9. nóvember 2017 21:55
Segist ekki hafa elst við táningsstúlkur Repúblikaninn Roy Moore segir að kjósendur muni sjá í gegnum þetta "leikrit“ og að Washington Post sé að reyna að klekja á honum. 11. nóvember 2017 23:15