Sakaði Ástrali um njósnir Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. nóvember 2017 11:00 Pinto á æfingunni örlagaríku vísir/getty Ástralía og Hondúras eigast við í umspili um laust sæti á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar. Það er því mikið undir og hefur þjálfari Hondúras hagað sér eftir því, en hann sakaði Ástrali um njósnir. Lið Hondúras var við æfingar á ANZ vellinum í Sydney þar sem seinni umspilsviðureign liðanna fer fram á morgun, þegar dróni sást fljúga yfir völlinn. Tóku starfsmenn Hondúras þá myndband af drónanum og settu á Twitter, þar sem þeir sögðu „Ástralir njósna um æfingu Hondúras með dróna, sem olli leikmönnum og starfsliði miklu hugarangri.“AUSTRALIA espía entrenamiento oficial de #Honduras desde un dron; lo que ocasionó el malestar del equipo y delegación hondureña. pic.twitter.com/anCAgHtsMP — FENAFUTH (@FenafuthOrg) November 13, 2017 Ástralska knattspyrnusambandið notast við dróna við myndatökur á sínum eigin æfingum, en neitaði þessum ásökunum. Seinna kom í ljós að dróninn hafði verið eign barna sem voru við leik í almenningsgarði nálægt vellinum. Þjálfari Hondúras, Jorge Pinto, hefur þrátt fyrir það sakað Ástrali um njósnir. „Þetta atvik er vandræðalegt fyrir svona þróaða þjóð,“ sagði Pinto á blaðamannafundi. „Þegar Ástralirnir komu til Hondúras þá grandskoðuðu þeir hvert einasta herbergi á vellinum þar sem þeir æfðu og leituðu eftir hlerunarbúnaði.“ Þá hefur Pinto einnig haldið því fram að blaðamaður frá Hondúras hafi lekið upplýsingum um liðið til Ástrala. Fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli og því verða bæði lið að sækja til sigurs á morgun ætli þau sér til Rússlands. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjá meira
Ástralía og Hondúras eigast við í umspili um laust sæti á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar. Það er því mikið undir og hefur þjálfari Hondúras hagað sér eftir því, en hann sakaði Ástrali um njósnir. Lið Hondúras var við æfingar á ANZ vellinum í Sydney þar sem seinni umspilsviðureign liðanna fer fram á morgun, þegar dróni sást fljúga yfir völlinn. Tóku starfsmenn Hondúras þá myndband af drónanum og settu á Twitter, þar sem þeir sögðu „Ástralir njósna um æfingu Hondúras með dróna, sem olli leikmönnum og starfsliði miklu hugarangri.“AUSTRALIA espía entrenamiento oficial de #Honduras desde un dron; lo que ocasionó el malestar del equipo y delegación hondureña. pic.twitter.com/anCAgHtsMP — FENAFUTH (@FenafuthOrg) November 13, 2017 Ástralska knattspyrnusambandið notast við dróna við myndatökur á sínum eigin æfingum, en neitaði þessum ásökunum. Seinna kom í ljós að dróninn hafði verið eign barna sem voru við leik í almenningsgarði nálægt vellinum. Þjálfari Hondúras, Jorge Pinto, hefur þrátt fyrir það sakað Ástrali um njósnir. „Þetta atvik er vandræðalegt fyrir svona þróaða þjóð,“ sagði Pinto á blaðamannafundi. „Þegar Ástralirnir komu til Hondúras þá grandskoðuðu þeir hvert einasta herbergi á vellinum þar sem þeir æfðu og leituðu eftir hlerunarbúnaði.“ Þá hefur Pinto einnig haldið því fram að blaðamaður frá Hondúras hafi lekið upplýsingum um liðið til Ástrala. Fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli og því verða bæði lið að sækja til sigurs á morgun ætli þau sér til Rússlands.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjá meira