Hjörvari fannst Diego og Rúnar slakir og vill sjá Andra og Albert fá tækifæri Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. nóvember 2017 08:45 Hjörvar Hafliðason, knattspyrnusérfræðingur Stöðvar 2 Sport, vill að Andri Rúnar Bjarnason og Albert Guðmundsson fái tækifæri í næstu landsliðsverkefnum karlalandsliðsins. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, var alls ekki sáttur með frammistöðu Íslands á móti Katar á þriðjudaginn en margir fengu tækifæri í leikjunum í Katar. Heimir sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að sumir hefðu nýtt tækifærið ágætlega en fleiri hefðu ekki gert það og ættu langt í land með að verða samkeppnishæfir fyrir HM.Heimir var ósáttur.vísir/afp„Maður veltir fyrir sér hvaða leikmenn hann er að tala um. Hann gæti verið að tala um Diego Jóhannesson sem kom inn í hægri bakvörðinn. Hann var ekki góður. Rúnar Már átti ekki góðan leik heldur,“ segir Hjörvar Hafliðason. „Leikmaður sem er gjörsamlega týndur er Arnór Ingvi Traustason sem var ein af hetjum okkar í Frakklandi fyrir rúmu ári síðan. Hvað kom fyrir hann? Hann er gjörsamlega óþekkjanlegur inni á vellinum.“ „Af þessum eldri strákum er Gylfi alltaf frábær en leikurinn á móti Katar er í eina skiptið sem ég hef séð Gylfa ekki góðan með landsliðinu. Hann var bara með hugann við verkefni helgarinnar með Everton,“ segir Hjörvar. Lykilmenn íslenska liðsins voru í afslöppun í Katar eftir stórbrotna frammistöðu á árinu.Albert Guðmundsson á að fá sénsinn, segir Hjörvar.vísir/anton„Mér fannst stemningin í ferðinni vera þannig að þarna var verið að gefa mönnum smá frí. En svo varð Heimir mjög ósáttur eftir leikinn á móti Katar og talaði um að margir leikmenn þyrftu að bæta sig á hálfu ári,“ segir Hjörvar sem vill fá að sjá nokkra spennandi leikmenn í næsta landsliðsverkefni á nýju ári. „Andri Rúnar Bjarnason er spennandi leikmaður og ég væri til í að sjá meira af Rúnari Alex, markverði. Hann er fyrsti íslenski nútíma markvörðurinn sem sparkar með hægri og vinstri og er jafngóður í fótbolta og aðrir leikmenn inni á vellinum,“ segir Hjörvar. „Ég get líka alveg séð fyrir mér Albert litla Guðmundsson sem er reyndar ekkert lítill lengur. Hann er orðinn tvítugur og er besti leikmaðurinn í U21 árs landsliðinu. Það er leikmaður sem ég væri til í að sjá fá tækifæri í næsta verkefni,“ segir Hjörvar Hafliðason. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Katar - Ísland 1-1 │ Strákarnir köstuðu frá sér sigrinum Ísland kastaði frá sér sigri í uppbótartíma gegn Katar. Ísland var 1-0 yfir allt þar til Katar jafnaði í blálokin er íslenska vörnin svaf illa á verðinum. 14. nóvember 2017 18:15 Heimir: Drullusvekktur með þessa frammistöðu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari var allt annað en ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn Katar í dag í leik sem endaði 1-1. 14. nóvember 2017 19:51 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira
Hjörvar Hafliðason, knattspyrnusérfræðingur Stöðvar 2 Sport, vill að Andri Rúnar Bjarnason og Albert Guðmundsson fái tækifæri í næstu landsliðsverkefnum karlalandsliðsins. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, var alls ekki sáttur með frammistöðu Íslands á móti Katar á þriðjudaginn en margir fengu tækifæri í leikjunum í Katar. Heimir sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að sumir hefðu nýtt tækifærið ágætlega en fleiri hefðu ekki gert það og ættu langt í land með að verða samkeppnishæfir fyrir HM.Heimir var ósáttur.vísir/afp„Maður veltir fyrir sér hvaða leikmenn hann er að tala um. Hann gæti verið að tala um Diego Jóhannesson sem kom inn í hægri bakvörðinn. Hann var ekki góður. Rúnar Már átti ekki góðan leik heldur,“ segir Hjörvar Hafliðason. „Leikmaður sem er gjörsamlega týndur er Arnór Ingvi Traustason sem var ein af hetjum okkar í Frakklandi fyrir rúmu ári síðan. Hvað kom fyrir hann? Hann er gjörsamlega óþekkjanlegur inni á vellinum.“ „Af þessum eldri strákum er Gylfi alltaf frábær en leikurinn á móti Katar er í eina skiptið sem ég hef séð Gylfa ekki góðan með landsliðinu. Hann var bara með hugann við verkefni helgarinnar með Everton,“ segir Hjörvar. Lykilmenn íslenska liðsins voru í afslöppun í Katar eftir stórbrotna frammistöðu á árinu.Albert Guðmundsson á að fá sénsinn, segir Hjörvar.vísir/anton„Mér fannst stemningin í ferðinni vera þannig að þarna var verið að gefa mönnum smá frí. En svo varð Heimir mjög ósáttur eftir leikinn á móti Katar og talaði um að margir leikmenn þyrftu að bæta sig á hálfu ári,“ segir Hjörvar sem vill fá að sjá nokkra spennandi leikmenn í næsta landsliðsverkefni á nýju ári. „Andri Rúnar Bjarnason er spennandi leikmaður og ég væri til í að sjá meira af Rúnari Alex, markverði. Hann er fyrsti íslenski nútíma markvörðurinn sem sparkar með hægri og vinstri og er jafngóður í fótbolta og aðrir leikmenn inni á vellinum,“ segir Hjörvar. „Ég get líka alveg séð fyrir mér Albert litla Guðmundsson sem er reyndar ekkert lítill lengur. Hann er orðinn tvítugur og er besti leikmaðurinn í U21 árs landsliðinu. Það er leikmaður sem ég væri til í að sjá fá tækifæri í næsta verkefni,“ segir Hjörvar Hafliðason. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Katar - Ísland 1-1 │ Strákarnir köstuðu frá sér sigrinum Ísland kastaði frá sér sigri í uppbótartíma gegn Katar. Ísland var 1-0 yfir allt þar til Katar jafnaði í blálokin er íslenska vörnin svaf illa á verðinum. 14. nóvember 2017 18:15 Heimir: Drullusvekktur með þessa frammistöðu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari var allt annað en ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn Katar í dag í leik sem endaði 1-1. 14. nóvember 2017 19:51 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira
Umfjöllun: Katar - Ísland 1-1 │ Strákarnir köstuðu frá sér sigrinum Ísland kastaði frá sér sigri í uppbótartíma gegn Katar. Ísland var 1-0 yfir allt þar til Katar jafnaði í blálokin er íslenska vörnin svaf illa á verðinum. 14. nóvember 2017 18:15
Heimir: Drullusvekktur með þessa frammistöðu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari var allt annað en ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn Katar í dag í leik sem endaði 1-1. 14. nóvember 2017 19:51