Innlent

Rannsaka brennisteinslykt við Kvíá

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Kvíá kemur undan Kvíárjökli í suðausturhluta Öræfajökuls.
Kvíá kemur undan Kvíárjökli í suðausturhluta Öræfajökuls. Vísir/GUnnþóra
Veðurstofunni barst í kvöld tilkynning um brennisteinslykt við Kvíá sem kemur undan Kvíárjökli í suðausturhluta Öræfajökuls.

Í tilkynningu frá náttúruvársérfræðing á Veðurstofu Íslands segir að óvenjulegt sé að brennisteinslykt finnist á þessu svæði. Lyktin endurspegli þó líklega jarðhitavatn sem komi undan Öræfajökli.

„Dregið hefur úr jarðskjálftavirkni undanfarna 10 daga, en hún er þó yfir meðallagi sé m.v. virkni undanfarin ár,“ segir í tilkynningunni.

Starfsfólk Veðurstofunnar mun taka sýni og gera frekari mælingar á svæðinu við fyrsta tækifæri.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.