Valkvæð hneysklun forsetans með grugguga fortíð Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2017 21:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni og jafnvel kynferðisbrot af mörgum konum. Hann sagði allar konurnar vera að ljúga og hótaði í fyrra að höfða mál gegn þeim, sem hann gerði þó ekki. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hikaði ekki við að fordæma Al Franken, þingmann Demókrataflokksins, eftir að hann var ásakaður um að hafa káfað á brjóstum sofandi konu og kysst hana gegn vilja hennar á árum áður. Hann vill hins vegar ekkert segja um þingframbjóðanda Repúblikanaflokksins í Alabama, Roy Moore, og mun það vera af því að forsetinn sé svo upptekinn. Nokkrum klukkustundum eftir að ásakanirnar gegn Franken voru gerðar opinberar tísti Trump um málið. Hann kallaði Franken „Frankenstein“ og sagði myndina sem fylgdi ásökunum vera „mjög svo slæma“. Þá spurði forsetinn hvert hendur Franken hefðu farið á næstu myndum. Í öðru tísti um málið, þar sem Trump virðist áfram fylgja gamla viðmiði Twitter um 140 stafa tíst, gagnrýndi hann Franken fyrir að hafa talað gegn kynferðisbrotum og talað um að karlar eigi að bera virðingu fyrir konum.The Al Frankenstien picture is really bad, speaks a thousand words. Where do his hands go in pictures 2, 3, 4, 5 & 6 while she sleeps? ..... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 17, 2017.And to think that just last week he was lecturing anyone who would listen about sexual harassment and respect for women. Lesley Stahl tape? — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 17, 2017 Hins vegar. Þegar kemur að ásökunum gegn Roy Moore, þingframbjóðanda Repúblikanaflokksins í Alabama, hefur Donald Trump verið þögull sem gröfin. Tvær konur hafa stigið fram og lýst því hvernig Moore braut á þeim kynferðislega þegar þær voru fjórtán og sextán ára. Þær sögðu hann hafa káfað á þeim og reyndi að þvinga þær til samræðis.Sjá einnig: „Þú ert bara krakki og ég er saksóknari“ Aðrar konur hafa lýst því hvernig Moore, þegar hann var á fertugsaldri, eltist við táningsstúlkur á stöðum eins og verslunarmiðstöðum.Ekki tjáð sig um Moore Sarah Huckabee, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, hefur ítrekað neitað að svara spurningum um hvort að Trump trúði konunum sem hafa stigið fram gegn Moore. Hún hefur sagt að Trump telji að kjósendur Alabama eigi að taka ákvörðun um hver næsti öldungadeildarþingmaður þeirra eigi að vera. Sömuleiðis hefur Huckabee ekki svarað spurningum fjölmiðla um hvort að Trump myndi draga stuðning sinn við Moore til baka. Ivanka Trump, dóttir forsetans, hefur sagt opinberlega að hún hafi enga ástæðu til að trúa konunum ekki. Kellyanne Conway, einn af ráðgjöfum Trump, sagði í vikunni að forsetinn væri of upptekinn við að tjá sig um ásakanirnar gegn Roy Moore. Forsetinn sjálfur ekki flekklaus Þá er fortíð forsetans einnig gruggug og hefur hann verið sakaður um kynferðislega áreitni og jafnvel kynferðisbrot af mörgum konum. Hann sagði allar konurnar vera að ljúga og hótaði í fyrra að höfða mál gegn þeim, sem hann gerði þó ekki. Þar að auki var birt myndband af Trump í fyrra þar sem hann stærði sig af því að geta „gripið í píkurnar“ á konum í skjóli frægðar sinnar. Trump varði þau ummæli sín með því að segja að um svokallað „búningsklefa-spjall“ hefði verið að ræða. Huckabee sagði við blaðamenn í kvöld að munurinn á Trump og Franken væri sá að Franken hefði viðurkennt ranggjörðir. Það hefði Trump ekki gert.Sarah Huckabee Sanders on Trump sexual misconduct allegations: "Sen. Franken has admitted wrongdoing and the president hasn't." pic.twitter.com/RO2w6jB07H— MSNBC (@MSNBC) November 17, 2017 Donald Trump Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hikaði ekki við að fordæma Al Franken, þingmann Demókrataflokksins, eftir að hann var ásakaður um að hafa káfað á brjóstum sofandi konu og kysst hana gegn vilja hennar á árum áður. Hann vill hins vegar ekkert segja um þingframbjóðanda Repúblikanaflokksins í Alabama, Roy Moore, og mun það vera af því að forsetinn sé svo upptekinn. Nokkrum klukkustundum eftir að ásakanirnar gegn Franken voru gerðar opinberar tísti Trump um málið. Hann kallaði Franken „Frankenstein“ og sagði myndina sem fylgdi ásökunum vera „mjög svo slæma“. Þá spurði forsetinn hvert hendur Franken hefðu farið á næstu myndum. Í öðru tísti um málið, þar sem Trump virðist áfram fylgja gamla viðmiði Twitter um 140 stafa tíst, gagnrýndi hann Franken fyrir að hafa talað gegn kynferðisbrotum og talað um að karlar eigi að bera virðingu fyrir konum.The Al Frankenstien picture is really bad, speaks a thousand words. Where do his hands go in pictures 2, 3, 4, 5 & 6 while she sleeps? ..... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 17, 2017.And to think that just last week he was lecturing anyone who would listen about sexual harassment and respect for women. Lesley Stahl tape? — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 17, 2017 Hins vegar. Þegar kemur að ásökunum gegn Roy Moore, þingframbjóðanda Repúblikanaflokksins í Alabama, hefur Donald Trump verið þögull sem gröfin. Tvær konur hafa stigið fram og lýst því hvernig Moore braut á þeim kynferðislega þegar þær voru fjórtán og sextán ára. Þær sögðu hann hafa káfað á þeim og reyndi að þvinga þær til samræðis.Sjá einnig: „Þú ert bara krakki og ég er saksóknari“ Aðrar konur hafa lýst því hvernig Moore, þegar hann var á fertugsaldri, eltist við táningsstúlkur á stöðum eins og verslunarmiðstöðum.Ekki tjáð sig um Moore Sarah Huckabee, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, hefur ítrekað neitað að svara spurningum um hvort að Trump trúði konunum sem hafa stigið fram gegn Moore. Hún hefur sagt að Trump telji að kjósendur Alabama eigi að taka ákvörðun um hver næsti öldungadeildarþingmaður þeirra eigi að vera. Sömuleiðis hefur Huckabee ekki svarað spurningum fjölmiðla um hvort að Trump myndi draga stuðning sinn við Moore til baka. Ivanka Trump, dóttir forsetans, hefur sagt opinberlega að hún hafi enga ástæðu til að trúa konunum ekki. Kellyanne Conway, einn af ráðgjöfum Trump, sagði í vikunni að forsetinn væri of upptekinn við að tjá sig um ásakanirnar gegn Roy Moore. Forsetinn sjálfur ekki flekklaus Þá er fortíð forsetans einnig gruggug og hefur hann verið sakaður um kynferðislega áreitni og jafnvel kynferðisbrot af mörgum konum. Hann sagði allar konurnar vera að ljúga og hótaði í fyrra að höfða mál gegn þeim, sem hann gerði þó ekki. Þar að auki var birt myndband af Trump í fyrra þar sem hann stærði sig af því að geta „gripið í píkurnar“ á konum í skjóli frægðar sinnar. Trump varði þau ummæli sín með því að segja að um svokallað „búningsklefa-spjall“ hefði verið að ræða. Huckabee sagði við blaðamenn í kvöld að munurinn á Trump og Franken væri sá að Franken hefði viðurkennt ranggjörðir. Það hefði Trump ekki gert.Sarah Huckabee Sanders on Trump sexual misconduct allegations: "Sen. Franken has admitted wrongdoing and the president hasn't." pic.twitter.com/RO2w6jB07H— MSNBC (@MSNBC) November 17, 2017
Donald Trump Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira