Mannréttindadómstóll Evrópu kveður upp dóm í máli Geirs Haarde í næstu viku Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 17. nóvember 2017 18:13 Geir höfðaði mál gegn íslenska ríkinu eftir að Landsdómur kvað upp dóm sinn. Fréttablaðið/Vilhelm Mannréttindadómstóll Evrópu mun kveða upp dóm í máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, gegn Íslenska ríkinu á fimmtudaginn í næstu viku. Geir var fundinn sekur um að brjóta 17. grein stjórnarskrárinnar fyrir að hafa ekki sett „mikilvæg stjórnarmálefni" með formlegum hætti á dagskrá ríkisstjórnarfunda eða „tekið þau upp" á þeim vettvangi. Hann var hins vegar ákærður í sex ákæruliðum og var ýmist sýknaður fyrir hina fimm eða þeim vísað frá dómi. Dómurinn var klofinn í afstöðu sinni, en sex dómarar skiluðu sératkvæði og töldu að sýkna ætti hann í öllum ákæruliðum. Níu voru hinsvegar á því að sakfella fyrir einn lið eins og áður sagði. Honum er ekki gerð refsing fyrir ákæruliðinn sem hann var sakfelldur fyrir Geir telur að íslenska ríkið hafi í málinu brotið gegn ákvæðum í Mannréttindasáttmála Evrópu er lúta að réttlátri málsmeðferð fyrir dómi. Í tilkynningu frá Mannréttindadómstólnum segir að dómur verði kveðinn upp í málinu þann 23. nóvember næstkomandi. Þar segir að kvörtun Geirs til dómstólsins hafi meðal annars snúið að því að ákvörðun Alþingis um að ákæra hann hafi verið á pólitískum grundvelli, að gallar hafi verið á undirbúningi málsins og að Landsdómur hafi ekki verið sjálfstæður og óháður. Hann segir einnig að sakfelling hans hafi verið byggð á óljósum lagaheimildum og að hann hafi með gjörðum sínum ekki getað fyrirséð að hann væri sekur um brot gegn 17. grein stjórnarskrárinnar. Landsdómur Tengdar fréttir Mannréttindadómstóll Evrópu tekur fyrir mál Geirs H. Haarde Mannréttindadómstóll Evrópu mun taka fyrir mál Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, gegn íslenska ríkinu vegna Landsdómsmálsins. 26. nóvember 2013 13:43 Geir leitar til Mannréttindadómstólsins Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra hefur kært málsmeðferð í Landsdómsmálinu til Mannréttindómstóls Evrópu. Hann telur að íslenska ríkið hafi í málinu brotið gegn ákvæðum í Mannréttindasáttmála Evrópu er lúta að réttlátri málsmeðferð fyrir dómi. 21. október 2012 12:06 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu mun kveða upp dóm í máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, gegn Íslenska ríkinu á fimmtudaginn í næstu viku. Geir var fundinn sekur um að brjóta 17. grein stjórnarskrárinnar fyrir að hafa ekki sett „mikilvæg stjórnarmálefni" með formlegum hætti á dagskrá ríkisstjórnarfunda eða „tekið þau upp" á þeim vettvangi. Hann var hins vegar ákærður í sex ákæruliðum og var ýmist sýknaður fyrir hina fimm eða þeim vísað frá dómi. Dómurinn var klofinn í afstöðu sinni, en sex dómarar skiluðu sératkvæði og töldu að sýkna ætti hann í öllum ákæruliðum. Níu voru hinsvegar á því að sakfella fyrir einn lið eins og áður sagði. Honum er ekki gerð refsing fyrir ákæruliðinn sem hann var sakfelldur fyrir Geir telur að íslenska ríkið hafi í málinu brotið gegn ákvæðum í Mannréttindasáttmála Evrópu er lúta að réttlátri málsmeðferð fyrir dómi. Í tilkynningu frá Mannréttindadómstólnum segir að dómur verði kveðinn upp í málinu þann 23. nóvember næstkomandi. Þar segir að kvörtun Geirs til dómstólsins hafi meðal annars snúið að því að ákvörðun Alþingis um að ákæra hann hafi verið á pólitískum grundvelli, að gallar hafi verið á undirbúningi málsins og að Landsdómur hafi ekki verið sjálfstæður og óháður. Hann segir einnig að sakfelling hans hafi verið byggð á óljósum lagaheimildum og að hann hafi með gjörðum sínum ekki getað fyrirséð að hann væri sekur um brot gegn 17. grein stjórnarskrárinnar.
Landsdómur Tengdar fréttir Mannréttindadómstóll Evrópu tekur fyrir mál Geirs H. Haarde Mannréttindadómstóll Evrópu mun taka fyrir mál Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, gegn íslenska ríkinu vegna Landsdómsmálsins. 26. nóvember 2013 13:43 Geir leitar til Mannréttindadómstólsins Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra hefur kært málsmeðferð í Landsdómsmálinu til Mannréttindómstóls Evrópu. Hann telur að íslenska ríkið hafi í málinu brotið gegn ákvæðum í Mannréttindasáttmála Evrópu er lúta að réttlátri málsmeðferð fyrir dómi. 21. október 2012 12:06 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu tekur fyrir mál Geirs H. Haarde Mannréttindadómstóll Evrópu mun taka fyrir mál Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, gegn íslenska ríkinu vegna Landsdómsmálsins. 26. nóvember 2013 13:43
Geir leitar til Mannréttindadómstólsins Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra hefur kært málsmeðferð í Landsdómsmálinu til Mannréttindómstóls Evrópu. Hann telur að íslenska ríkið hafi í málinu brotið gegn ákvæðum í Mannréttindasáttmála Evrópu er lúta að réttlátri málsmeðferð fyrir dómi. 21. október 2012 12:06
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent