Innlent

Mannréttindadómstóll Evrópu kveður upp dóm í máli Geirs Haarde í næstu viku

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Geir höfðaði mál gegn íslenska ríkinu eftir að Landsdómur kvað upp dóm sinn.
Geir höfðaði mál gegn íslenska ríkinu eftir að Landsdómur kvað upp dóm sinn. Fréttablaðið/Vilhelm

Mannréttindadómstóll Evrópu mun kveða upp dóm í máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, gegn Íslenska ríkinu á fimmtudaginn í næstu viku.

Geir var fundinn sekur um að brjóta 17. grein stjórnarskrárinnar fyrir að hafa ekki sett „mikilvæg stjórnarmálefni" með formlegum hætti á dagskrá ríkisstjórnarfunda eða „tekið þau upp" á þeim vettvangi. Hann var hins vegar ákærður í sex ákæruliðum og var ýmist sýknaður fyrir hina fimm eða þeim vísað frá dómi.

Dómurinn var klofinn í afstöðu sinni, en sex dómarar skiluðu sératkvæði og töldu að sýkna ætti hann í öllum ákæruliðum. Níu voru hinsvegar á því að sakfella fyrir einn lið eins og áður sagði. Honum er ekki gerð refsing fyrir ákæruliðinn sem hann var sakfelldur fyrir

Geir telur að íslenska ríkið hafi í málinu brotið gegn ákvæðum í Mannréttindasáttmála Evrópu er lúta að réttlátri málsmeðferð fyrir dómi.

Í tilkynningu frá Mannréttindadómstólnum segir að dómur verði kveðinn upp í málinu þann 23. nóvember næstkomandi. Þar segir að kvörtun Geirs til dómstólsins hafi meðal annars snúið að því að ákvörðun Alþingis um að ákæra hann hafi verið á pólitískum grundvelli, að gallar hafi verið á undirbúningi málsins og að Landsdómur hafi ekki verið sjálfstæður og óháður.

Hann segir einnig að sakfelling hans hafi verið byggð á óljósum lagaheimildum og að hann hafi með gjörðum sínum ekki getað fyrirséð að hann væri sekur um brot gegn 17. grein stjórnarskrárinnar.


Tengdar fréttir

Geir leitar til Mannréttindadómstólsins

Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra hefur kært málsmeðferð í Landsdómsmálinu til Mannréttindómstóls Evrópu. Hann telur að íslenska ríkið hafi í málinu brotið gegn ákvæðum í Mannréttindasáttmála Evrópu er lúta að réttlátri málsmeðferð fyrir dómi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.