Heimislisti strákanna okkar sjö mánuðum fyrir HM 2018 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2017 06:00 Hverjir fara til Rússlands? vísir/anton Íslensku landsliðsmennirnir fá ekki oft opinberan reiðilestur frá landsliðsþjálfaranum Heimi Hallgrímssyni en þeir fengu það eftir æfingamótið í Katar. Íslenska landsliðið mætti í smáríkið við Persaflóa á þriggja leikja sigurgöngu og búið að ná í fimmtán stig í síðustu sex leikjum undankeppni HM 2018. Lykilmennirnir fengu létta skemmtiferð til Katar að launum fyrir magnaða frammistöðu þegar þeir tryggðu Íslandi sögulegan farseðil á sitt fyrsta HM en í þeirra stað áttu „aukaleikararnir“ að fá tækifæri til að sýna sig og sanna.Þurfa miklar framfarir „Í júní erum við að fara að spila við bestu lið heims og það þurfa ansi margir að taka miklum framförum á næstu sjö mánuðum ef þeir ætla að vera samkeppnishæfir í Rússlandi,“ sagði Heimir í viðtali við Fréttablaðið eftir seinni leikinn. Já, það má taka undir þessi orð þjálfarans. Heimir gerði litlar breytingar á hópnum sínum á lokaspretti undankeppninnar og það þarf miklu meira að gerast ef menn ætla að koma sér frekar inn í myndina hjá Eyjamanninum. Íslenska landsliðið stillti upp sama byrjunarliði í öllum fimm leikjum sínum á EM í Frakklandi og allir þeir leikmenn voru í risahlutverki í undankeppni HM fyrir utan Kolbein Sigþórsson sem hefur verið meiddur í meira en eitt og hálft ár. Stóru breytingarnar í goggunarröðinni voru þær að Hörður Björgvin Magnússon tók vinstri bakvarðarstöðuna af Ara Frey Skúlasyni, Alfreð Finnbogason kom inn fyrir Kolbein og Emil Hallfreðsson sýndi sig og sannaði með góðri frammistöðu á miðjunni þegar Gylfi var færður framar.Allir þrír sem stimpluðu sig inn voru með í EM-hópnum. Það var líka Sverrir Ingi Ingason en hlutverk hans í liðinu er að vaxa. Björn Bergmann Sigurðarson fékk líka tækifæri þegar það vantaði menn í liðið en hann hefur síðan misst af vetrarleikjunum vegna meiðsla. Björn Bergmann er samt enn í dag þriðji kostur í framlínunni.14 af 23 alveg öruggir 23 leikmenn fóru með á EM í Frakklandi sumarið 2016 og það er ekki hægt að sjá annað sjö mánuðum fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi en að fjórtán þeirra séu alveg öruggir með sæti í HM-hópnum. Næstu menn þurfa síðan að spila frá sér sæti í hópnum. Baráttusætin eru varamarkmannsstöðurnar, tveir síðustu varnarmenn hópsins, þrjár miðjustöður og síðustu framherjastöðurnar. Það er nokkuð ljóst að EM-fararnir Eiður Smári Guðjohnsen (hættur) og Kolbeinn Sigþórsson (meiddur) verða ekki með í HM-hópnum og og Haukur Heiðar Hauksson er heldur ekki líklegur. Það verða því pottþétt þrjár breytingar, en verða þær fleiri?Ekki mikið að rugga bátnum Menn voru í það minnsta ekki að rugga bátnum mikið með frammistöðu sinni í Katar. Mesti möguleikinn liggur kannski í þriðju markmannsstöðunni þar sem Rúnar Alex Rúnarsson er að banka fast á dyrnar. Theódór Elmar Bjarnason er búinn að stimpla sig aftur inn og það er líklegt að fjölhæfni hans og Hjartar Hermannssonar tryggi þeim báðum afleysingahlutverk á HM. Þeir voru báðir með á EM í Frakklandi. Jón Guðni Fjóluson átti fínan leik á móti Katar og kemur til greina í hópinn. Arnór Ingvi Traustason sló í gegn á EM í Frakklandi en ætti kannski að hafa smá áhyggjur af HM-sætinu eftir slaka frammistöðu í Katar og slæma stöðu hjá sínu félagi. Rúrik Gíslason missti af EM en hefur alltaf verið hluti af kynslóðinni sem breytti landsliðinu. Rúrik setti nú samt ekki mikla pressu á Heimi með frammistöðu sinni í Katar og hann var ekki sá eini sem nýtti ekki gott tækifæri til að sýna sig og sanna.Góð mörk en við þurfum meira Framherjarnir Viðar Örn Kjartansson og Kjartan Henry Finnbogason minntu hins vegar á sig með góðum mörkum og frammistaða Kjartans Henrys á móti Tékkum var einn af jákvæðustu hlutum ferðarinnar. Líkurnar á HM-sæti hjá Birni Bergmann Sigurðarsyni hafa fyrir vikið aðeins minnkað en líklegra er þó að Heimir velji á milli þeirra Kjartans og Viðars fremur en að fara með þá báða. Margir bíða samt eftir því hvort Albert Guðmundsson gefi Heimi ástæðu til að taka sig með. Albert hefur verið að banka á dyrnar hjá aðalliði PSV en á meðan hann er ekki að spila fleiri mínútur í toppbolta þá eru ekki miklar líkur á því að hann fari með til Rússlands.Sjö mánuðir til stefnu Það eru enn sjö mánuðir í það að Heimir Hallgrímsson taki þessa erfiðu ákvörðun og velji þá 23 víkinga sem munu skrifa nafn sitt í sögu íslenskrar knattspyrnu. Meiðsli og spilatími gæti breytt hlutum og þá á landsliðið eftir að hittast nokkrum sinnum þangað til. Tækifærin í Katar runnu frá mönnum en sjáum til hvað gerist í janúar og mars. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sjá meira
Íslensku landsliðsmennirnir fá ekki oft opinberan reiðilestur frá landsliðsþjálfaranum Heimi Hallgrímssyni en þeir fengu það eftir æfingamótið í Katar. Íslenska landsliðið mætti í smáríkið við Persaflóa á þriggja leikja sigurgöngu og búið að ná í fimmtán stig í síðustu sex leikjum undankeppni HM 2018. Lykilmennirnir fengu létta skemmtiferð til Katar að launum fyrir magnaða frammistöðu þegar þeir tryggðu Íslandi sögulegan farseðil á sitt fyrsta HM en í þeirra stað áttu „aukaleikararnir“ að fá tækifæri til að sýna sig og sanna.Þurfa miklar framfarir „Í júní erum við að fara að spila við bestu lið heims og það þurfa ansi margir að taka miklum framförum á næstu sjö mánuðum ef þeir ætla að vera samkeppnishæfir í Rússlandi,“ sagði Heimir í viðtali við Fréttablaðið eftir seinni leikinn. Já, það má taka undir þessi orð þjálfarans. Heimir gerði litlar breytingar á hópnum sínum á lokaspretti undankeppninnar og það þarf miklu meira að gerast ef menn ætla að koma sér frekar inn í myndina hjá Eyjamanninum. Íslenska landsliðið stillti upp sama byrjunarliði í öllum fimm leikjum sínum á EM í Frakklandi og allir þeir leikmenn voru í risahlutverki í undankeppni HM fyrir utan Kolbein Sigþórsson sem hefur verið meiddur í meira en eitt og hálft ár. Stóru breytingarnar í goggunarröðinni voru þær að Hörður Björgvin Magnússon tók vinstri bakvarðarstöðuna af Ara Frey Skúlasyni, Alfreð Finnbogason kom inn fyrir Kolbein og Emil Hallfreðsson sýndi sig og sannaði með góðri frammistöðu á miðjunni þegar Gylfi var færður framar.Allir þrír sem stimpluðu sig inn voru með í EM-hópnum. Það var líka Sverrir Ingi Ingason en hlutverk hans í liðinu er að vaxa. Björn Bergmann Sigurðarson fékk líka tækifæri þegar það vantaði menn í liðið en hann hefur síðan misst af vetrarleikjunum vegna meiðsla. Björn Bergmann er samt enn í dag þriðji kostur í framlínunni.14 af 23 alveg öruggir 23 leikmenn fóru með á EM í Frakklandi sumarið 2016 og það er ekki hægt að sjá annað sjö mánuðum fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi en að fjórtán þeirra séu alveg öruggir með sæti í HM-hópnum. Næstu menn þurfa síðan að spila frá sér sæti í hópnum. Baráttusætin eru varamarkmannsstöðurnar, tveir síðustu varnarmenn hópsins, þrjár miðjustöður og síðustu framherjastöðurnar. Það er nokkuð ljóst að EM-fararnir Eiður Smári Guðjohnsen (hættur) og Kolbeinn Sigþórsson (meiddur) verða ekki með í HM-hópnum og og Haukur Heiðar Hauksson er heldur ekki líklegur. Það verða því pottþétt þrjár breytingar, en verða þær fleiri?Ekki mikið að rugga bátnum Menn voru í það minnsta ekki að rugga bátnum mikið með frammistöðu sinni í Katar. Mesti möguleikinn liggur kannski í þriðju markmannsstöðunni þar sem Rúnar Alex Rúnarsson er að banka fast á dyrnar. Theódór Elmar Bjarnason er búinn að stimpla sig aftur inn og það er líklegt að fjölhæfni hans og Hjartar Hermannssonar tryggi þeim báðum afleysingahlutverk á HM. Þeir voru báðir með á EM í Frakklandi. Jón Guðni Fjóluson átti fínan leik á móti Katar og kemur til greina í hópinn. Arnór Ingvi Traustason sló í gegn á EM í Frakklandi en ætti kannski að hafa smá áhyggjur af HM-sætinu eftir slaka frammistöðu í Katar og slæma stöðu hjá sínu félagi. Rúrik Gíslason missti af EM en hefur alltaf verið hluti af kynslóðinni sem breytti landsliðinu. Rúrik setti nú samt ekki mikla pressu á Heimi með frammistöðu sinni í Katar og hann var ekki sá eini sem nýtti ekki gott tækifæri til að sýna sig og sanna.Góð mörk en við þurfum meira Framherjarnir Viðar Örn Kjartansson og Kjartan Henry Finnbogason minntu hins vegar á sig með góðum mörkum og frammistaða Kjartans Henrys á móti Tékkum var einn af jákvæðustu hlutum ferðarinnar. Líkurnar á HM-sæti hjá Birni Bergmann Sigurðarsyni hafa fyrir vikið aðeins minnkað en líklegra er þó að Heimir velji á milli þeirra Kjartans og Viðars fremur en að fara með þá báða. Margir bíða samt eftir því hvort Albert Guðmundsson gefi Heimi ástæðu til að taka sig með. Albert hefur verið að banka á dyrnar hjá aðalliði PSV en á meðan hann er ekki að spila fleiri mínútur í toppbolta þá eru ekki miklar líkur á því að hann fari með til Rússlands.Sjö mánuðir til stefnu Það eru enn sjö mánuðir í það að Heimir Hallgrímsson taki þessa erfiðu ákvörðun og velji þá 23 víkinga sem munu skrifa nafn sitt í sögu íslenskrar knattspyrnu. Meiðsli og spilatími gæti breytt hlutum og þá á landsliðið eftir að hittast nokkrum sinnum þangað til. Tækifærin í Katar runnu frá mönnum en sjáum til hvað gerist í janúar og mars.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti