Innlent

Dómur felldur á fimmtudaginn í máli Geirs Haarde

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Geir H. Haarde í Landsdómi.
Geir H. Haarde í Landsdómi. Vísir/Vilhelm

Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir í máli Geirs Haarde gegn íslenska ríkinu næsta fimmtudag.

Geir höfðaði málið á þeim grundvelli hann hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð í Landsdómsmálinu. Hann byggir meðal annars á því að ákvörðun Alþingis um ákæru á hendur honum hafi verið tekin á pólitískum forsendum en ekki með hlutlausu mati. 

Þá hafi alvarlegir gallar verið á undirbúningi málsmeðferðarinnar og Landsdómur hafi hvorki verið óvilhallur né sjálfstæður.

Geir telur einnig að lagaákvæði sem sakfelling byggist á séu skýr og ótvíræð. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.