Gagnrýnir viðbrögð lögreglu vegna gruns um eiturbyrlun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. nóvember 2017 17:00 Lögreglan hefur í mörg horn að líta um helgar. vísir/kolbeinn tumi Dyravörður á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur gagnrýnir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu fyrir viðbrögð lögreglumanna eftir að tilkynnt var um að grunur léki á að stúlku hefði verið byrlað ólyfjan á skemmtistað í nótt. Hann segir í samtali við Vísi mikilvægt að taka öll slík tilvik alvarlega, en það hafi lögreglan ekki gert aðfaranótt laugardags að hans mati. „Í nótt, skömmu fyrir lokun, var samstarfsmönnum mínum tilkynnt um stúlku í mjög annarlegu ástandi,“ skrifar Hrafnkell Ívarsson á Facebook-síðu sína þar sem hann vekur athygli á atvikinu. Ívar hefur starfað sem dyravörður í sex ár. Stúlkan virðist hafa verið erlendur ferðamaður en hún gat illa gert grein fyrir sér og virtist vera ein á ferð. „Það þurfti tvo dyraverði til að beinlínis halda á henni út af staðnum, því hún var alveg máttlaus í löppunum. Þetta var ólíkt hefðbundinni ölvun vegna þess að (hún) hafði meðvitund þrátt fyrir að geta ekki staðið. Hún gat þó ekki gert grein fyrir því hvar hún ætti heima, með hverjum hún hefði verið eða hvað hún héti. Með öðrum orðum má segja að hún hafi ekki gert sér mikla grein fyrir umhverfi sínu,“ skrifar hann. Næsta skref hafi því verið að hringja í Neyðarlínuna sem sagði að lögreglubíll yrði sendur á vettvang. Eftir nokkra bið tókst dyravörðum á staðnum sem atvikið átti sér stað að veifa til lögreglumanna sem áttu leið þar hjá á lögreglubíl. „Eftir að hafa útskýrt málið fyrir lögreglukonunum sem sátu frammi í bílnum mætti mér ekkert annað en yfirlæti,“ skrifar Hrafnkell sem í samtali við Vísi gagnrýnir lögreglukonurnar tvær fyrir að hafa ekki stigið út úr bílnum til þess að leggja mat á ástand stúlkunnar, sem reyndist vera erlendur ferðamaður. Þær hafi dregið í efa að henni hafi verið byrlað ólyfjan, án þess þó að kanna málið til hlítar að mati Hrafnkels. Þær hafi aðeins stigið út úr bílnum þegar stúlkunni tókst að staulast í átt að lögreglubílnum , en þá í þeim tilgangi að segja stúlkunni að koma sér frá lögreglubílnum. Segir Hrafnkell að það ráð sem lögreglan hafi gefið væri að stúlkan þyrfti að finna sér leigubíl. Því næst hafi lögreglubílnum verið ekið í burtu, án frekari afskipta.Karlmaður gerði sig líklegan til að fara á brott með stúlkunni „Stúlkan gat augljóslega ekki komist nokkurn skapaðan hlut af sjálfsdáðum og hrynur aftur utan í vegginn á skemmtistaðnum,“ skrifar Hrafnkell sem því næst reyndi að aðstoða hana með því að reyna að athuga hvort að hægt væri að finna einhvern tengilið í símanum hennar. Það tókst ekki. Segir Hrafnkell að á meðan þessu stóð hafi karlmaður gert sig líklegan til að fara á brott með stúlkuna, en honum hafi tekist að koma í veg fyrir það. „Meðan ég leit af henni hafði hann læst höndunum um handlegg hennar og var farinn að toga hana til sín og virtist gera sig tilbúinn að nema hana á brott. Ég verð var við þetta og segi honum að hundskast í burtu og sló hendi hans frá stúlkunni. Hann sleppti henni og forðaði sér hratt án þess að segja nokkuð. Að lokum kom annar lögregubíll aðvífandi og út steig lögreglumaður sem virtist hafa tekið eftir stúlkunni. Talaði hann við stúlkuna og fór Hrafnkell þá að loka skemmtistaðnum. Þegar hann kom út aftur var lögreglumaðurinn hættur afskiptum af stúlkunni. „Því næst hverfur hún út í nóttina völt með öxlina utan í veggjum húsalengjunnar sem skemmtistaðurinn stendur við, til þess að halda jafnvægi.“ Í samtali við Vísi segir Hrafnkell að almennt sé samstarfið á milli dyravarða og lögreglunnar nokkuð gott, lögreglan vinni gott og erfitt starf en honum hafi blöskrað viðbrögð hennar í þetta skiptið. Í Facebook-færslunni vitnar Hrafnkell í þá umræðu sem skapaðist í kjölfar þess að Birna heitin Brjánsdóttir hvarf úr miðbænum snemma árs.Oft getur verið erilsamt í miðborginni.Vísir/HariVar þá töluvert rætt um að auka þyrfti öryggi í miðborginni og sagði lögreglan að hún væri með mikla gæslu um helgar auk þess sem að ráðist var í samstarf á milli skemmtistaða og lögreglu til að reyna að sporna við kynferðisbrotum, ofbeldisbrotum sem og vörslu eða neyslu ólöglegra fíkniefna. Að því er kemur fram í frétt mbl.is frá því í júlí á síðasta ári vegna máls þar sem lék grunur á að stúlku hefði verið byrlað ólyfjan eru verkferlar lögreglunnar þannig að senda eigi viðkomandi á bráðamóttöku til blóð- og þvagsýnatöku. Þaðan eigi málið að rata inn á borð rannsóknarlögreglunnar. Lögreglumenn þurfi þó að vega og meta stöðuna hverju sinni, enda oft í útköllum þar sem drukkið fólk á í hlut. Í samtali við Vísi segir Hrafnkell að hvort viðkomandi sé drukkin eða ekki eigi ekki að skipta máli. Það sé lágmarkskrafa að lögreglan geri í það minnsta lágmarkstilraun til að vega og meta ástand viðkomandi. Það hafi ekki verið gert í þessu tilviki. „Þarna er velferð einstaklings í húfi,“ segir Hrafnkell sem tekur þó fram að í þau skipti sem hann hafi áður þurft að leita til lögreglu vegna gruns um að einhverjum hafi verið byrlað ólyfjan á skemmtistað hafi lögreglan tekið málin föstum tökum.Vísir hefur sent lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrirspurn vegna málsins. Frásögn Hrafnkels má lesa í heild sinni hér að neðan. Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira
Dyravörður á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur gagnrýnir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu fyrir viðbrögð lögreglumanna eftir að tilkynnt var um að grunur léki á að stúlku hefði verið byrlað ólyfjan á skemmtistað í nótt. Hann segir í samtali við Vísi mikilvægt að taka öll slík tilvik alvarlega, en það hafi lögreglan ekki gert aðfaranótt laugardags að hans mati. „Í nótt, skömmu fyrir lokun, var samstarfsmönnum mínum tilkynnt um stúlku í mjög annarlegu ástandi,“ skrifar Hrafnkell Ívarsson á Facebook-síðu sína þar sem hann vekur athygli á atvikinu. Ívar hefur starfað sem dyravörður í sex ár. Stúlkan virðist hafa verið erlendur ferðamaður en hún gat illa gert grein fyrir sér og virtist vera ein á ferð. „Það þurfti tvo dyraverði til að beinlínis halda á henni út af staðnum, því hún var alveg máttlaus í löppunum. Þetta var ólíkt hefðbundinni ölvun vegna þess að (hún) hafði meðvitund þrátt fyrir að geta ekki staðið. Hún gat þó ekki gert grein fyrir því hvar hún ætti heima, með hverjum hún hefði verið eða hvað hún héti. Með öðrum orðum má segja að hún hafi ekki gert sér mikla grein fyrir umhverfi sínu,“ skrifar hann. Næsta skref hafi því verið að hringja í Neyðarlínuna sem sagði að lögreglubíll yrði sendur á vettvang. Eftir nokkra bið tókst dyravörðum á staðnum sem atvikið átti sér stað að veifa til lögreglumanna sem áttu leið þar hjá á lögreglubíl. „Eftir að hafa útskýrt málið fyrir lögreglukonunum sem sátu frammi í bílnum mætti mér ekkert annað en yfirlæti,“ skrifar Hrafnkell sem í samtali við Vísi gagnrýnir lögreglukonurnar tvær fyrir að hafa ekki stigið út úr bílnum til þess að leggja mat á ástand stúlkunnar, sem reyndist vera erlendur ferðamaður. Þær hafi dregið í efa að henni hafi verið byrlað ólyfjan, án þess þó að kanna málið til hlítar að mati Hrafnkels. Þær hafi aðeins stigið út úr bílnum þegar stúlkunni tókst að staulast í átt að lögreglubílnum , en þá í þeim tilgangi að segja stúlkunni að koma sér frá lögreglubílnum. Segir Hrafnkell að það ráð sem lögreglan hafi gefið væri að stúlkan þyrfti að finna sér leigubíl. Því næst hafi lögreglubílnum verið ekið í burtu, án frekari afskipta.Karlmaður gerði sig líklegan til að fara á brott með stúlkunni „Stúlkan gat augljóslega ekki komist nokkurn skapaðan hlut af sjálfsdáðum og hrynur aftur utan í vegginn á skemmtistaðnum,“ skrifar Hrafnkell sem því næst reyndi að aðstoða hana með því að reyna að athuga hvort að hægt væri að finna einhvern tengilið í símanum hennar. Það tókst ekki. Segir Hrafnkell að á meðan þessu stóð hafi karlmaður gert sig líklegan til að fara á brott með stúlkuna, en honum hafi tekist að koma í veg fyrir það. „Meðan ég leit af henni hafði hann læst höndunum um handlegg hennar og var farinn að toga hana til sín og virtist gera sig tilbúinn að nema hana á brott. Ég verð var við þetta og segi honum að hundskast í burtu og sló hendi hans frá stúlkunni. Hann sleppti henni og forðaði sér hratt án þess að segja nokkuð. Að lokum kom annar lögregubíll aðvífandi og út steig lögreglumaður sem virtist hafa tekið eftir stúlkunni. Talaði hann við stúlkuna og fór Hrafnkell þá að loka skemmtistaðnum. Þegar hann kom út aftur var lögreglumaðurinn hættur afskiptum af stúlkunni. „Því næst hverfur hún út í nóttina völt með öxlina utan í veggjum húsalengjunnar sem skemmtistaðurinn stendur við, til þess að halda jafnvægi.“ Í samtali við Vísi segir Hrafnkell að almennt sé samstarfið á milli dyravarða og lögreglunnar nokkuð gott, lögreglan vinni gott og erfitt starf en honum hafi blöskrað viðbrögð hennar í þetta skiptið. Í Facebook-færslunni vitnar Hrafnkell í þá umræðu sem skapaðist í kjölfar þess að Birna heitin Brjánsdóttir hvarf úr miðbænum snemma árs.Oft getur verið erilsamt í miðborginni.Vísir/HariVar þá töluvert rætt um að auka þyrfti öryggi í miðborginni og sagði lögreglan að hún væri með mikla gæslu um helgar auk þess sem að ráðist var í samstarf á milli skemmtistaða og lögreglu til að reyna að sporna við kynferðisbrotum, ofbeldisbrotum sem og vörslu eða neyslu ólöglegra fíkniefna. Að því er kemur fram í frétt mbl.is frá því í júlí á síðasta ári vegna máls þar sem lék grunur á að stúlku hefði verið byrlað ólyfjan eru verkferlar lögreglunnar þannig að senda eigi viðkomandi á bráðamóttöku til blóð- og þvagsýnatöku. Þaðan eigi málið að rata inn á borð rannsóknarlögreglunnar. Lögreglumenn þurfi þó að vega og meta stöðuna hverju sinni, enda oft í útköllum þar sem drukkið fólk á í hlut. Í samtali við Vísi segir Hrafnkell að hvort viðkomandi sé drukkin eða ekki eigi ekki að skipta máli. Það sé lágmarkskrafa að lögreglan geri í það minnsta lágmarkstilraun til að vega og meta ástand viðkomandi. Það hafi ekki verið gert í þessu tilviki. „Þarna er velferð einstaklings í húfi,“ segir Hrafnkell sem tekur þó fram að í þau skipti sem hann hafi áður þurft að leita til lögreglu vegna gruns um að einhverjum hafi verið byrlað ólyfjan á skemmtistað hafi lögreglan tekið málin föstum tökum.Vísir hefur sent lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrirspurn vegna málsins. Frásögn Hrafnkels má lesa í heild sinni hér að neðan.
Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira