Segir hvítabirni misvísandi tákn Kristján Már Unnarsson skrifar 19. nóvember 2017 22:00 Umhverfisverndarsamtök eru sökuð um misvísandi skilaboð með því að nota hvítabirni sem tákn í baráttu sinni, á sama tíma og ísbjarnastofninn hafi fimmfaldast að stærð. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Meðlimir Greenpeace-samtakanna hafa reglulega birst í mótmælaaðgerðum klæddir ísbjarnarbúningum. Grænlenski fréttavefurinn Sermitsiaq vakti nýlega athygli á því að slík notkun hvítabjarna væri ekki í samræmi við raunveruleikann. Ísbirnir spjara sig vel þrátt fyrir loftlagsbreytingar, sagði í fyrirsögn. Að gefa í skyn að hvítabirnir séu í útrýmingarhættu er nefnilega þvert á það sem tölur segja um fjölgun þessa stærsta landrándýrs jarðar. Það eru raunar engar nákvæmar tölur til um stofnstærðina en nýlegar áætlanir gera ráð fyrir að fjöldinn geti legið á bilinu 22 þúsund til 33 þúsund dýr. Það þýðir að stofn hvítabjarna gæti hafa fimm til sexfaldast á síðustu sextíu árum. Sérfræðingur Tækniháskóla Danmerkur í málefnum norðurslóða, eðlisfræðingurinn Jens Olaf Pepke Pedersen, gagnrýndi umhverfisverndarsamtök nýlega í blaðaviðtali og sagði þau nota ísbjörninn sem misvísandi tákn í baráttu sinni. Hann bendir á að hvítabirnir séu nánast alætur og hafi mikla aðlögunarhæfni. Ef þeir nái ekki í seli lifi þeir í staðinn á annars konar fæðu, eins og rostungum, hreindýrum, berjum og eggjum. Jens Olaf segir ekkert athugavert við það að hafa áhyggjur af framtíðinni en bendir á að hvítabjörnum fjölgi. Ísbjörninn hafi verið til í milljónir ára og lifað af hlýskeið milli ísalda og geti vel spjarað sig á hlýskeiðum, á sama hátt og brúnbirnir. Jens Olaf hvetur umhverfisverndarsamtök í staðinn til að finna sér önnur dýr sem raunverulega líði fyrir loftlagsbreytingar, og nefnir tvær skordýrategundir. Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Umhverfisverndarsamtök eru sökuð um misvísandi skilaboð með því að nota hvítabirni sem tákn í baráttu sinni, á sama tíma og ísbjarnastofninn hafi fimmfaldast að stærð. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Meðlimir Greenpeace-samtakanna hafa reglulega birst í mótmælaaðgerðum klæddir ísbjarnarbúningum. Grænlenski fréttavefurinn Sermitsiaq vakti nýlega athygli á því að slík notkun hvítabjarna væri ekki í samræmi við raunveruleikann. Ísbirnir spjara sig vel þrátt fyrir loftlagsbreytingar, sagði í fyrirsögn. Að gefa í skyn að hvítabirnir séu í útrýmingarhættu er nefnilega þvert á það sem tölur segja um fjölgun þessa stærsta landrándýrs jarðar. Það eru raunar engar nákvæmar tölur til um stofnstærðina en nýlegar áætlanir gera ráð fyrir að fjöldinn geti legið á bilinu 22 þúsund til 33 þúsund dýr. Það þýðir að stofn hvítabjarna gæti hafa fimm til sexfaldast á síðustu sextíu árum. Sérfræðingur Tækniháskóla Danmerkur í málefnum norðurslóða, eðlisfræðingurinn Jens Olaf Pepke Pedersen, gagnrýndi umhverfisverndarsamtök nýlega í blaðaviðtali og sagði þau nota ísbjörninn sem misvísandi tákn í baráttu sinni. Hann bendir á að hvítabirnir séu nánast alætur og hafi mikla aðlögunarhæfni. Ef þeir nái ekki í seli lifi þeir í staðinn á annars konar fæðu, eins og rostungum, hreindýrum, berjum og eggjum. Jens Olaf segir ekkert athugavert við það að hafa áhyggjur af framtíðinni en bendir á að hvítabjörnum fjölgi. Ísbjörninn hafi verið til í milljónir ára og lifað af hlýskeið milli ísalda og geti vel spjarað sig á hlýskeiðum, á sama hátt og brúnbirnir. Jens Olaf hvetur umhverfisverndarsamtök í staðinn til að finna sér önnur dýr sem raunverulega líði fyrir loftlagsbreytingar, og nefnir tvær skordýrategundir.
Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira