Segir hvítabirni misvísandi tákn Kristján Már Unnarsson skrifar 19. nóvember 2017 22:00 Umhverfisverndarsamtök eru sökuð um misvísandi skilaboð með því að nota hvítabirni sem tákn í baráttu sinni, á sama tíma og ísbjarnastofninn hafi fimmfaldast að stærð. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Meðlimir Greenpeace-samtakanna hafa reglulega birst í mótmælaaðgerðum klæddir ísbjarnarbúningum. Grænlenski fréttavefurinn Sermitsiaq vakti nýlega athygli á því að slík notkun hvítabjarna væri ekki í samræmi við raunveruleikann. Ísbirnir spjara sig vel þrátt fyrir loftlagsbreytingar, sagði í fyrirsögn. Að gefa í skyn að hvítabirnir séu í útrýmingarhættu er nefnilega þvert á það sem tölur segja um fjölgun þessa stærsta landrándýrs jarðar. Það eru raunar engar nákvæmar tölur til um stofnstærðina en nýlegar áætlanir gera ráð fyrir að fjöldinn geti legið á bilinu 22 þúsund til 33 þúsund dýr. Það þýðir að stofn hvítabjarna gæti hafa fimm til sexfaldast á síðustu sextíu árum. Sérfræðingur Tækniháskóla Danmerkur í málefnum norðurslóða, eðlisfræðingurinn Jens Olaf Pepke Pedersen, gagnrýndi umhverfisverndarsamtök nýlega í blaðaviðtali og sagði þau nota ísbjörninn sem misvísandi tákn í baráttu sinni. Hann bendir á að hvítabirnir séu nánast alætur og hafi mikla aðlögunarhæfni. Ef þeir nái ekki í seli lifi þeir í staðinn á annars konar fæðu, eins og rostungum, hreindýrum, berjum og eggjum. Jens Olaf segir ekkert athugavert við það að hafa áhyggjur af framtíðinni en bendir á að hvítabjörnum fjölgi. Ísbjörninn hafi verið til í milljónir ára og lifað af hlýskeið milli ísalda og geti vel spjarað sig á hlýskeiðum, á sama hátt og brúnbirnir. Jens Olaf hvetur umhverfisverndarsamtök í staðinn til að finna sér önnur dýr sem raunverulega líði fyrir loftlagsbreytingar, og nefnir tvær skordýrategundir. Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Umhverfisverndarsamtök eru sökuð um misvísandi skilaboð með því að nota hvítabirni sem tákn í baráttu sinni, á sama tíma og ísbjarnastofninn hafi fimmfaldast að stærð. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Meðlimir Greenpeace-samtakanna hafa reglulega birst í mótmælaaðgerðum klæddir ísbjarnarbúningum. Grænlenski fréttavefurinn Sermitsiaq vakti nýlega athygli á því að slík notkun hvítabjarna væri ekki í samræmi við raunveruleikann. Ísbirnir spjara sig vel þrátt fyrir loftlagsbreytingar, sagði í fyrirsögn. Að gefa í skyn að hvítabirnir séu í útrýmingarhættu er nefnilega þvert á það sem tölur segja um fjölgun þessa stærsta landrándýrs jarðar. Það eru raunar engar nákvæmar tölur til um stofnstærðina en nýlegar áætlanir gera ráð fyrir að fjöldinn geti legið á bilinu 22 þúsund til 33 þúsund dýr. Það þýðir að stofn hvítabjarna gæti hafa fimm til sexfaldast á síðustu sextíu árum. Sérfræðingur Tækniháskóla Danmerkur í málefnum norðurslóða, eðlisfræðingurinn Jens Olaf Pepke Pedersen, gagnrýndi umhverfisverndarsamtök nýlega í blaðaviðtali og sagði þau nota ísbjörninn sem misvísandi tákn í baráttu sinni. Hann bendir á að hvítabirnir séu nánast alætur og hafi mikla aðlögunarhæfni. Ef þeir nái ekki í seli lifi þeir í staðinn á annars konar fæðu, eins og rostungum, hreindýrum, berjum og eggjum. Jens Olaf segir ekkert athugavert við það að hafa áhyggjur af framtíðinni en bendir á að hvítabjörnum fjölgi. Ísbjörninn hafi verið til í milljónir ára og lifað af hlýskeið milli ísalda og geti vel spjarað sig á hlýskeiðum, á sama hátt og brúnbirnir. Jens Olaf hvetur umhverfisverndarsamtök í staðinn til að finna sér önnur dýr sem raunverulega líði fyrir loftlagsbreytingar, og nefnir tvær skordýrategundir.
Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira