Innlent

Lögreglan varar við símasvikum: Virðast hringja úr íslensku númeri

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Lögreglu hafa borist tilkynningar um nýja tegund símasvika sem felast í því að hringt er í fólk, úr því er virðist vera íslensku símanúmeri. Símanúmerið sem birtist getur verið skráð hjá þekktum fyrirtækjum. Þegar fólk svarar er þar erlendur aðili sem óskar eftir upplýsingum um kortanúmer svo hægt sé að leggja inn á það greiðslu sem það hafi ofgreitt.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er um að ræða svindl til að komast yfir kortaupplýsingar fólks. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum hefur þegar hafið skoðun á málinu í samvinnu við netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar (CERT-ÍS). Meðfylgjandi er mynd sem lögregla birti sem dæmi um slík símasvik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×