Samkeppnin nú þegar hafin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2017 06:00 Heimir Hallgrímsson fer með stóran hóp til Katar. vísir/vilhelm Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í gær stóran landsliðshóp sem fer í æfingaferð til Katar á næstu dögum en fram undan eru æfingaleikir gegn bæði heimamönnum og sterku liði Tékka. Um alþjóðlega leikdaga er að ræða og gat Heimir því valið alla leikmenn sem gátu gefið kost á sér. Heimir tekur með sér alla leikmenn sem voru með í síðasta verkefni, að þeim Emil Hallfreðssyni og Jóni Daða Böðvarssyni undanskildum en báðir eiga við meiðsli að stríða. Þá bætast þeir Ingvar Jónsson, markvörður Sandefjord í Noregi, og Theódór Elmar Bjarnason, sem nýlega gekk í raðir Elazigspor í Tyrklandi, í hópinn. „Leikmennirnir sem við völdum eru þeir sem mest hafa verið með okkur í aðdraganda þess að við tryggðum okkur HM-sætið,“ sagði Heimir við Fréttablaðið á blaðamannafundi KSÍ í gær. „Þetta eru því að hluta til verðlaun fyrir þá að við tökum svona stóran hóp með okkur. En um leið vita menn að það eru að minnsta kosti fimm úr þessum hópi sem ekki fara með til Rússlands og því samkeppni um sæti í lokahópnum hafin.“Sín hlutverk á hreinu Heimir sagði að um afslappaða ferð verði að ræða. Leikirnir séu ekki jafn mikilvægir og leikir Íslands hafi verið að undanförnu og að það hafi verið ósk hans að fara með liðið í hlýtt loftslag og afslappað umhverfi. „Þessi ferð er hugsuð til að við fáum þar tækifæri til að ræða meira saman og plana framhaldið og undirbúninginn fyrir HM í sumar. Við viljum fara yfir hvað við getum lært af síðustu lokakeppni,“ sagði Heimir sem gerir þó vitanlega kröfur til þeirra sem koma til með að spila leikina. „Ég vil sjá að þeir sem spila þessa leiki séu með leikfræðin á hreinu sem og sín hlutverk á vellinum. Þeir sem hafa fengið tækifærið hingað til hafa staðið sig vel og ég vona að okkur takist að stækka þann hóp enn frekar.“Vonandi erfitt verkefni Ísland mun spila æfingaleiki í janúar og jafnvel febrúar en þó án þeirra atvinnumanna Íslands sem spila í sterkustu deildum Evrópu. Næsti alþjóðlegi leikdagur verður svo í mars og lokahnykkur undirbúningsins fyrir HM í Rússlandi hefst síðari hluta maímánaðar. Heimir fær því að gefa mörgum leikmönnum tækifæri fyrir stóru stundina næsta sumar en hann segir að svipað fyrirkomulag hafi gefist vel fyrir tveimur árum, er liðið var að undirbúa sig fyrir EM í Frakklandi. „Menn notuðu tækifærið með landsliðinu sem gulrót til að leggja enn meira á sig og spila vel með sínum félagsliðum. Allir sóknarmenn okkar voru að skora reglulega og þegar Íslendingur var að spila var hann yfirleitt valinn maður leiksins. Það var afar erfitt að velja lokahópinn fyrir EM og ég vona að það verði erfitt fyrir HM.“ Blaðamannafundur Heimis HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir Hallgríms fer með þessa menn til Katar | Tveir koma inn í hópinn Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, valdi í dag 26 manna landsliðshóp fyrir komandi vináttulandsleiki á móti Katar og Tékklandi sem fara fram í Katar seinna í þessum mánuði. 3. nóvember 2017 13:31 Kolbeinn Sigþórs hleypur verkjalaus | Heimir um möguleika hans á sæti í HM-hópnum Kolbeinn Sigþórsson er byrjaður að æfa á nýjan leik eftir að hafa verið í langan tíma frá vegna meiðsla. 3. nóvember 2017 13:50 Heimir: Verkefnið „stund á milli stríða“ í Katar Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir æfingamótið í Katar vera allt öðruvísi verkefni en þau sem liðið hefur verið að fara að undanförnu. 3. nóvember 2017 13:42 Svona var blaðamannafundurinn hans Heimis Strákarnir okkar eru á leið til Katar þar sem þeir munu mæta heimamönnum og Tékkum í tveimur vináttulandsleikjum. Heimir Hallgrímsson tilkynnti í dag hvaða 26 leikmenn fara í ferðina. 3. nóvember 2017 12:30 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Real Madrid - Valencia | Toppliðið gegn leðurblökum í fallbaráttu Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í gær stóran landsliðshóp sem fer í æfingaferð til Katar á næstu dögum en fram undan eru æfingaleikir gegn bæði heimamönnum og sterku liði Tékka. Um alþjóðlega leikdaga er að ræða og gat Heimir því valið alla leikmenn sem gátu gefið kost á sér. Heimir tekur með sér alla leikmenn sem voru með í síðasta verkefni, að þeim Emil Hallfreðssyni og Jóni Daða Böðvarssyni undanskildum en báðir eiga við meiðsli að stríða. Þá bætast þeir Ingvar Jónsson, markvörður Sandefjord í Noregi, og Theódór Elmar Bjarnason, sem nýlega gekk í raðir Elazigspor í Tyrklandi, í hópinn. „Leikmennirnir sem við völdum eru þeir sem mest hafa verið með okkur í aðdraganda þess að við tryggðum okkur HM-sætið,“ sagði Heimir við Fréttablaðið á blaðamannafundi KSÍ í gær. „Þetta eru því að hluta til verðlaun fyrir þá að við tökum svona stóran hóp með okkur. En um leið vita menn að það eru að minnsta kosti fimm úr þessum hópi sem ekki fara með til Rússlands og því samkeppni um sæti í lokahópnum hafin.“Sín hlutverk á hreinu Heimir sagði að um afslappaða ferð verði að ræða. Leikirnir séu ekki jafn mikilvægir og leikir Íslands hafi verið að undanförnu og að það hafi verið ósk hans að fara með liðið í hlýtt loftslag og afslappað umhverfi. „Þessi ferð er hugsuð til að við fáum þar tækifæri til að ræða meira saman og plana framhaldið og undirbúninginn fyrir HM í sumar. Við viljum fara yfir hvað við getum lært af síðustu lokakeppni,“ sagði Heimir sem gerir þó vitanlega kröfur til þeirra sem koma til með að spila leikina. „Ég vil sjá að þeir sem spila þessa leiki séu með leikfræðin á hreinu sem og sín hlutverk á vellinum. Þeir sem hafa fengið tækifærið hingað til hafa staðið sig vel og ég vona að okkur takist að stækka þann hóp enn frekar.“Vonandi erfitt verkefni Ísland mun spila æfingaleiki í janúar og jafnvel febrúar en þó án þeirra atvinnumanna Íslands sem spila í sterkustu deildum Evrópu. Næsti alþjóðlegi leikdagur verður svo í mars og lokahnykkur undirbúningsins fyrir HM í Rússlandi hefst síðari hluta maímánaðar. Heimir fær því að gefa mörgum leikmönnum tækifæri fyrir stóru stundina næsta sumar en hann segir að svipað fyrirkomulag hafi gefist vel fyrir tveimur árum, er liðið var að undirbúa sig fyrir EM í Frakklandi. „Menn notuðu tækifærið með landsliðinu sem gulrót til að leggja enn meira á sig og spila vel með sínum félagsliðum. Allir sóknarmenn okkar voru að skora reglulega og þegar Íslendingur var að spila var hann yfirleitt valinn maður leiksins. Það var afar erfitt að velja lokahópinn fyrir EM og ég vona að það verði erfitt fyrir HM.“ Blaðamannafundur Heimis
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir Hallgríms fer með þessa menn til Katar | Tveir koma inn í hópinn Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, valdi í dag 26 manna landsliðshóp fyrir komandi vináttulandsleiki á móti Katar og Tékklandi sem fara fram í Katar seinna í þessum mánuði. 3. nóvember 2017 13:31 Kolbeinn Sigþórs hleypur verkjalaus | Heimir um möguleika hans á sæti í HM-hópnum Kolbeinn Sigþórsson er byrjaður að æfa á nýjan leik eftir að hafa verið í langan tíma frá vegna meiðsla. 3. nóvember 2017 13:50 Heimir: Verkefnið „stund á milli stríða“ í Katar Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir æfingamótið í Katar vera allt öðruvísi verkefni en þau sem liðið hefur verið að fara að undanförnu. 3. nóvember 2017 13:42 Svona var blaðamannafundurinn hans Heimis Strákarnir okkar eru á leið til Katar þar sem þeir munu mæta heimamönnum og Tékkum í tveimur vináttulandsleikjum. Heimir Hallgrímsson tilkynnti í dag hvaða 26 leikmenn fara í ferðina. 3. nóvember 2017 12:30 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Real Madrid - Valencia | Toppliðið gegn leðurblökum í fallbaráttu Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Sjá meira
Heimir Hallgríms fer með þessa menn til Katar | Tveir koma inn í hópinn Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, valdi í dag 26 manna landsliðshóp fyrir komandi vináttulandsleiki á móti Katar og Tékklandi sem fara fram í Katar seinna í þessum mánuði. 3. nóvember 2017 13:31
Kolbeinn Sigþórs hleypur verkjalaus | Heimir um möguleika hans á sæti í HM-hópnum Kolbeinn Sigþórsson er byrjaður að æfa á nýjan leik eftir að hafa verið í langan tíma frá vegna meiðsla. 3. nóvember 2017 13:50
Heimir: Verkefnið „stund á milli stríða“ í Katar Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir æfingamótið í Katar vera allt öðruvísi verkefni en þau sem liðið hefur verið að fara að undanförnu. 3. nóvember 2017 13:42
Svona var blaðamannafundurinn hans Heimis Strákarnir okkar eru á leið til Katar þar sem þeir munu mæta heimamönnum og Tékkum í tveimur vináttulandsleikjum. Heimir Hallgrímsson tilkynnti í dag hvaða 26 leikmenn fara í ferðina. 3. nóvember 2017 12:30