Síðustu dagar kalífadæmisins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. nóvember 2017 07:00 Sýrlenskur hermaður fagnar sigri í gær. Nordicphotos/AFP Deir al-Zour, síðasta stóra vígi hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, féll í hendur Sýrlandshers í gær. Frá þessu greindi ríkissjónvarpið þar í landi en aðrir miðlar greindu jafnframt frá því að herinn væri nú að hrekja ISIS burt af öðrum smærri svæðum á sama tíma. Þá var sömu sögu að segja af störfum írakska hersins sem rekur um þessar mundir hryðjuverkamenn frá síðustu bæjum þeirra sín megin við landamæri ríkjanna. ISIS hefur verið við völd í Deir al-Zour undanfarin þrjú ár en borgin gegndi lykilhlutverki í hinu svokallaða kalífadæmi samtakanna vegna nálægðar við landamærin að Írak. Á undanförnum mánuðum hafa hryðjuverkasamtökin einnig misst höfuðvígin Mósúl og Raqqa. Er því farið að syrta allverulega í álinn fyrir ISIS. Þessir stóru ósigrar hafa leitt til þess að hið svokallaða kalífadæmi ISIS virðist vera á enda. Lýst var yfir stofnun kalífadæmis í júní 2014 og gerðu forsprakkar þess tilkall til trúarlegra, pólitískra og hernaðarlegra yfirvalda yfir öllum múslimum heimsins. Það var jafnframt á þessum tíma sem samtökin hófu að kenna sig við íslamskt ríki. Engin sjálfstæð ríki viðurkenndu sjálfstæði þessa kalífadæmis. Að mati utanríkismálagreinanda BBC, Jonathans Marcus, er góður árangur Sýrlandshers góð áminning um að stríðið gegn kalífadæminu sé að vinnast. Þrátt fyrir það sé staðan að flækjast. Marcus hélt því fram í gær að vegna stríðsins hafi sýrlenskir uppreisnarmenn, ríkisstjórnarherinn og Kúrdar beint sjónum sínum að ISIS en nú gæti það farið að breytast. Kalífadæmið spannar nú einungis brotabrot af því sem var þegar það var sem stærst. Fara liðsmenn ISIS einungis með völd á litlum svæðum í Deir al-Zour-héraði sem og Íraksmegin við landamærin. Eins og áður segir sækja herir beggja ríkja þó stíft og er útlit fyrir að samtökin missi allt sitt landsvæði á næstunni. Samkvæmt hernaðarbandalaginu gegn ISIS, sem Bandaríkin eru í forsvari fyrir, hefur tekist að hrekja samtökin á brott frá 95 prósentum þess landsvæðis sem áður voru undir hæl hryðjuverkasamtakanna. Jafnframt hefur tekist að frelsa 4,4 milljónir írakskra borgara undan samtökunum, að því er bandalagið greinir frá. Undir lok októbermánaðar voru liðsmenn samtakanna á Filippseyjum hraktir frá borginni Marawi eftir fimm mánaða orrustu. Er borgin nú öll á valdi ríkisstjórnarinnar en talið er að 87 almennir borgarar hafi látið lífið í átökunum og rúm milljón misst heimili sín. Þótt kalífadæmið sé á síðasta snúningi hafa hryðjuverkasamtökin ekki verið sigruð, að því er kemur fram í fréttaskýringu The Guardian. Enn eru liðsmenn þeirra margir og dreifðir víða um Mið-Austurlönd og jafnframt heiminn og verður því erfitt að uppræta starfsemi samtakanna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Deir al-Zour, síðasta stóra vígi hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, féll í hendur Sýrlandshers í gær. Frá þessu greindi ríkissjónvarpið þar í landi en aðrir miðlar greindu jafnframt frá því að herinn væri nú að hrekja ISIS burt af öðrum smærri svæðum á sama tíma. Þá var sömu sögu að segja af störfum írakska hersins sem rekur um þessar mundir hryðjuverkamenn frá síðustu bæjum þeirra sín megin við landamæri ríkjanna. ISIS hefur verið við völd í Deir al-Zour undanfarin þrjú ár en borgin gegndi lykilhlutverki í hinu svokallaða kalífadæmi samtakanna vegna nálægðar við landamærin að Írak. Á undanförnum mánuðum hafa hryðjuverkasamtökin einnig misst höfuðvígin Mósúl og Raqqa. Er því farið að syrta allverulega í álinn fyrir ISIS. Þessir stóru ósigrar hafa leitt til þess að hið svokallaða kalífadæmi ISIS virðist vera á enda. Lýst var yfir stofnun kalífadæmis í júní 2014 og gerðu forsprakkar þess tilkall til trúarlegra, pólitískra og hernaðarlegra yfirvalda yfir öllum múslimum heimsins. Það var jafnframt á þessum tíma sem samtökin hófu að kenna sig við íslamskt ríki. Engin sjálfstæð ríki viðurkenndu sjálfstæði þessa kalífadæmis. Að mati utanríkismálagreinanda BBC, Jonathans Marcus, er góður árangur Sýrlandshers góð áminning um að stríðið gegn kalífadæminu sé að vinnast. Þrátt fyrir það sé staðan að flækjast. Marcus hélt því fram í gær að vegna stríðsins hafi sýrlenskir uppreisnarmenn, ríkisstjórnarherinn og Kúrdar beint sjónum sínum að ISIS en nú gæti það farið að breytast. Kalífadæmið spannar nú einungis brotabrot af því sem var þegar það var sem stærst. Fara liðsmenn ISIS einungis með völd á litlum svæðum í Deir al-Zour-héraði sem og Íraksmegin við landamærin. Eins og áður segir sækja herir beggja ríkja þó stíft og er útlit fyrir að samtökin missi allt sitt landsvæði á næstunni. Samkvæmt hernaðarbandalaginu gegn ISIS, sem Bandaríkin eru í forsvari fyrir, hefur tekist að hrekja samtökin á brott frá 95 prósentum þess landsvæðis sem áður voru undir hæl hryðjuverkasamtakanna. Jafnframt hefur tekist að frelsa 4,4 milljónir írakskra borgara undan samtökunum, að því er bandalagið greinir frá. Undir lok októbermánaðar voru liðsmenn samtakanna á Filippseyjum hraktir frá borginni Marawi eftir fimm mánaða orrustu. Er borgin nú öll á valdi ríkisstjórnarinnar en talið er að 87 almennir borgarar hafi látið lífið í átökunum og rúm milljón misst heimili sín. Þótt kalífadæmið sé á síðasta snúningi hafa hryðjuverkasamtökin ekki verið sigruð, að því er kemur fram í fréttaskýringu The Guardian. Enn eru liðsmenn þeirra margir og dreifðir víða um Mið-Austurlönd og jafnframt heiminn og verður því erfitt að uppræta starfsemi samtakanna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira