Óskar Einarsson heyrði fyrst af barkaígræðslunni eftir að henni var lokið Þórdís Valsdóttir skrifar 6. nóvember 2017 20:44 Páll Hreinsson, dómari við EFTA-dómstólinn, fór yfir niðurstöður rannsóknarnefndarinnar í dag. Vísir/Ernir Óskar Einarsson, lungnalæknir, segir að honum hafi ekki verið kunnugt um að læknar Karolinska sjúkrahússins væru að íhuga plastbarkaígræðslu. Hann heyrði hennar fyrst getið eftir á þegar sjúklingur var fluttur á Landspítalann til eftirmeðferðar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Óskari Einarssyni vegna skýrslu rannsóknarnefndar Landspítalans og Háskóla Íslands um plastbarkamálið svokallaða. Skýrsla nefndarinnar kom út í dag. Óskar annaðist meðferð og eftirlit með Erítreumanninum Andemariam Beyene sem fór í plastbarkaígræðslu á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi í júní 2011. „Mér var þá falið að sinna læknismeðferð sjúklings við innlögn á lungnadeild LSH. Ég kom hvergi að þeirri ákvörðun en sá enga ástæðu til þess að víkjast undan þeim starfsskyldum,” segir Óskar í yfirlýsingu sinni. Óskar segir einnig að hann hafi ekki komið að þeirri ákvörðun að leitað var til Karólínska sjúkrahússins um annað álit á meðferðarúrræðum fyrir Beyene. Beyene lést árið 2014 en meðferðin skilaði aldrei árangri.Engar forsendur til að efast um heilindi Macchiarini Óskar, ásamt Tómasi Guðbjartssyni, var titlaður sem meðhöfundur á grein ítalska læknisins Paolo Macchiarini um barkaígræðslur sem birtist í læknaritinu Lancet en hann segist harma að hafa ekki borið gæfu til að neita að gerast meðhöfundur greinarinnar. Macchiarini beitti blekkingum um árangur plastbarkaígræðslunnar. „Á þessum tíma hafði ég engar forsendur til þess að efast um heilindi greinarhöfunda og annarra sem stóðu að aðgerðinni og því ekki kunnugt um þær vísitandi blekkingar og falsanir sem komið hafa í ljós,“ segir Óskar. Í byrjun árs 2017 óskaði Óskar eftir því að vera fjarlægður sem meðhöfundur greinarinnar.Hefur aldrei hitt, né rætt við Macchiarini „Ég hef aldrei hit eða rætt við hinn umdeilda skurðlækni Macchiarini, né nokkurn úr hans rannsóknar/aðgerðarteymi annan en Tómas Guðbjartsson,” segir Óskar. Hann segir að því loknu að nú muni hann gefa sér tíma til að lesa skýrslu nefndarinnar og í framhaldinu ráðfæra sig við yfirmenn sína á Landspítalanum um efni hennar. Plastbarkamálið Tengdar fréttir Telur meðhöfunda Macchiarini einnig bera ábyrgð Opinber siðanefnd í Svíþjóð hvetur fagtímarit til að draga sex greinar Paolo Macchiarini til baka. 31. október 2017 13:18 Viðbætur Tómasar við tilvísun sjúklings ekki í samræmi við læknalög Viðbætur Tómasar Guðbjartssonar læknis á tilvísun fyrir sjúkling sem fór í plastbarkaígræðslu á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð að beiðni ítalska læknisins Palo Macchiarini voru ekki í samræmi við ákvæði þágildandi læknalaga. Þetta er mat rannsóknarnefndar um plastbarkamálið en skýrsla nefndarinnar kom út í dag. 6. nóvember 2017 19:30 Bein útsending: Niðurstöður Plastbarkanefndarinnar kynntar Nefnd sérfræðinga sem skipuð var til þess að rannsaka aðkoma Háskóla Íslands og Landspítala og starfsmanna stofnananna að plastbarkamálinu svokallaða mun kynna niðurstöður sínar í Norræna húsinu klukkan 14 í dag. 6. nóvember 2017 13:30 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira
Óskar Einarsson, lungnalæknir, segir að honum hafi ekki verið kunnugt um að læknar Karolinska sjúkrahússins væru að íhuga plastbarkaígræðslu. Hann heyrði hennar fyrst getið eftir á þegar sjúklingur var fluttur á Landspítalann til eftirmeðferðar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Óskari Einarssyni vegna skýrslu rannsóknarnefndar Landspítalans og Háskóla Íslands um plastbarkamálið svokallaða. Skýrsla nefndarinnar kom út í dag. Óskar annaðist meðferð og eftirlit með Erítreumanninum Andemariam Beyene sem fór í plastbarkaígræðslu á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi í júní 2011. „Mér var þá falið að sinna læknismeðferð sjúklings við innlögn á lungnadeild LSH. Ég kom hvergi að þeirri ákvörðun en sá enga ástæðu til þess að víkjast undan þeim starfsskyldum,” segir Óskar í yfirlýsingu sinni. Óskar segir einnig að hann hafi ekki komið að þeirri ákvörðun að leitað var til Karólínska sjúkrahússins um annað álit á meðferðarúrræðum fyrir Beyene. Beyene lést árið 2014 en meðferðin skilaði aldrei árangri.Engar forsendur til að efast um heilindi Macchiarini Óskar, ásamt Tómasi Guðbjartssyni, var titlaður sem meðhöfundur á grein ítalska læknisins Paolo Macchiarini um barkaígræðslur sem birtist í læknaritinu Lancet en hann segist harma að hafa ekki borið gæfu til að neita að gerast meðhöfundur greinarinnar. Macchiarini beitti blekkingum um árangur plastbarkaígræðslunnar. „Á þessum tíma hafði ég engar forsendur til þess að efast um heilindi greinarhöfunda og annarra sem stóðu að aðgerðinni og því ekki kunnugt um þær vísitandi blekkingar og falsanir sem komið hafa í ljós,“ segir Óskar. Í byrjun árs 2017 óskaði Óskar eftir því að vera fjarlægður sem meðhöfundur greinarinnar.Hefur aldrei hitt, né rætt við Macchiarini „Ég hef aldrei hit eða rætt við hinn umdeilda skurðlækni Macchiarini, né nokkurn úr hans rannsóknar/aðgerðarteymi annan en Tómas Guðbjartsson,” segir Óskar. Hann segir að því loknu að nú muni hann gefa sér tíma til að lesa skýrslu nefndarinnar og í framhaldinu ráðfæra sig við yfirmenn sína á Landspítalanum um efni hennar.
Plastbarkamálið Tengdar fréttir Telur meðhöfunda Macchiarini einnig bera ábyrgð Opinber siðanefnd í Svíþjóð hvetur fagtímarit til að draga sex greinar Paolo Macchiarini til baka. 31. október 2017 13:18 Viðbætur Tómasar við tilvísun sjúklings ekki í samræmi við læknalög Viðbætur Tómasar Guðbjartssonar læknis á tilvísun fyrir sjúkling sem fór í plastbarkaígræðslu á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð að beiðni ítalska læknisins Palo Macchiarini voru ekki í samræmi við ákvæði þágildandi læknalaga. Þetta er mat rannsóknarnefndar um plastbarkamálið en skýrsla nefndarinnar kom út í dag. 6. nóvember 2017 19:30 Bein útsending: Niðurstöður Plastbarkanefndarinnar kynntar Nefnd sérfræðinga sem skipuð var til þess að rannsaka aðkoma Háskóla Íslands og Landspítala og starfsmanna stofnananna að plastbarkamálinu svokallaða mun kynna niðurstöður sínar í Norræna húsinu klukkan 14 í dag. 6. nóvember 2017 13:30 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira
Telur meðhöfunda Macchiarini einnig bera ábyrgð Opinber siðanefnd í Svíþjóð hvetur fagtímarit til að draga sex greinar Paolo Macchiarini til baka. 31. október 2017 13:18
Viðbætur Tómasar við tilvísun sjúklings ekki í samræmi við læknalög Viðbætur Tómasar Guðbjartssonar læknis á tilvísun fyrir sjúkling sem fór í plastbarkaígræðslu á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð að beiðni ítalska læknisins Palo Macchiarini voru ekki í samræmi við ákvæði þágildandi læknalaga. Þetta er mat rannsóknarnefndar um plastbarkamálið en skýrsla nefndarinnar kom út í dag. 6. nóvember 2017 19:30
Bein útsending: Niðurstöður Plastbarkanefndarinnar kynntar Nefnd sérfræðinga sem skipuð var til þess að rannsaka aðkoma Háskóla Íslands og Landspítala og starfsmanna stofnananna að plastbarkamálinu svokallaða mun kynna niðurstöður sínar í Norræna húsinu klukkan 14 í dag. 6. nóvember 2017 13:30