Segir algjört grín að velja þrjá samherja Kára í landsliðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. nóvember 2017 08:30 Malky Makay, fyrrverandi þjálfari Arons Einars Gunnarssonar, er landsliðsþjálfari Skotlands. vísir/getty Kris Boyd, fyrrverandi framherji Rangers og skoska landsliðsins í fótbolta, segir landsliðshópinn sem valinn var á dögunum aðhlátursefni, sérstaklega þar sem þrír samherjar Kára Árnasonar í Aberdeen voru valdir. Þremenningarnir heita Graeme Shinnie, 26 ára varnar- og miðjumaður sem hefur aldrei verið valinn áður, Kenny McLean, 25 ára miðjumaður sem á einn landsleik að baki, og Ryan Christie, 22 ára miðjumaður á láni frá Celtic sem er einnig nýliði. Um vináttuleik gegn Hollandi er að ræða en hann fer fram á Pittodrie-vellinum í Aberdeen og vill Kris Boyd meina að þessir þrír séu valdir í þeim eina tilgangi að fylla völlinn í von um að stuðningsmenn Aberdeen komi að sjá sína menn. Boyd er sérstaklega á móti valinu á Graeme Shinnie sem spilar bæði sem vinstri bakvörður og miðjumaður. Hann segir þennan 26 ára gamla leikmann og samherja íslenska landsliðsmannsins Kára Árnasonar eiga sér enga framtíð með skoska landsliðinu.Graeme Shinnie hefur ekkert í liðið að gera að mati Kris Boyd.vísir/getty„Þetta er bara ekki nógu gott. Hann er ekki að fara að spila sem vinstri bakvörður því ekki einu sinni Barry Douglas, sem spilar alla leiki með Wolves sem er toppliðið í Championship, kemst ekki í hópinn,“ segir Boyd í viðtali við BBC í Skotlandi en Daily Mail greinir frá. „Hann spilar ekki einu sinni vinstri bakvörð hjá Aberdeen og tveir bestu leikmenn Skotlands eru vinstri bakverðir; Kieran Tierney og Andrew Robertson.“ „Ef við horfum svo á miðjumennina þá sá ég Celtic-þríeykið Scott Brown, Stuart Armstrong and Callum McGregor hlaupa yfir þá í leik Celtic og Aberdeen á dögunum,“ segir Boyd. Boyd gagnrýnir landsliðsþjálfarann Malky Makay, sem áður þjálfaði Aron Einar Gunnarsson hjá Cardiff, harkalega fyrir þetta val og vill meina að það hefði veirð öðruvísi færi leikurinn fram annars staðar. „Að hafa þessa þrjá menn í hópnum snýst meira um miðasölu en nokkuð annað. Ef leikurinn færi fram í Hibernian væru fleiri leikmenn þaðan. Þetta snýst bara um að skoska sambandið er að reyna að róa niður stuðningsmennina sem þoldu ekki Gordon Strachan. Þetta er orðið alveg eins og þegar Berti Vogts var með liðið. Þá fengu leikmenn landsleiki fyrir að gera ekki neitt,“ segir Kris Boyd. Fótbolti Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fleiri fréttir Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig Sjá meira
Kris Boyd, fyrrverandi framherji Rangers og skoska landsliðsins í fótbolta, segir landsliðshópinn sem valinn var á dögunum aðhlátursefni, sérstaklega þar sem þrír samherjar Kára Árnasonar í Aberdeen voru valdir. Þremenningarnir heita Graeme Shinnie, 26 ára varnar- og miðjumaður sem hefur aldrei verið valinn áður, Kenny McLean, 25 ára miðjumaður sem á einn landsleik að baki, og Ryan Christie, 22 ára miðjumaður á láni frá Celtic sem er einnig nýliði. Um vináttuleik gegn Hollandi er að ræða en hann fer fram á Pittodrie-vellinum í Aberdeen og vill Kris Boyd meina að þessir þrír séu valdir í þeim eina tilgangi að fylla völlinn í von um að stuðningsmenn Aberdeen komi að sjá sína menn. Boyd er sérstaklega á móti valinu á Graeme Shinnie sem spilar bæði sem vinstri bakvörður og miðjumaður. Hann segir þennan 26 ára gamla leikmann og samherja íslenska landsliðsmannsins Kára Árnasonar eiga sér enga framtíð með skoska landsliðinu.Graeme Shinnie hefur ekkert í liðið að gera að mati Kris Boyd.vísir/getty„Þetta er bara ekki nógu gott. Hann er ekki að fara að spila sem vinstri bakvörður því ekki einu sinni Barry Douglas, sem spilar alla leiki með Wolves sem er toppliðið í Championship, kemst ekki í hópinn,“ segir Boyd í viðtali við BBC í Skotlandi en Daily Mail greinir frá. „Hann spilar ekki einu sinni vinstri bakvörð hjá Aberdeen og tveir bestu leikmenn Skotlands eru vinstri bakverðir; Kieran Tierney og Andrew Robertson.“ „Ef við horfum svo á miðjumennina þá sá ég Celtic-þríeykið Scott Brown, Stuart Armstrong and Callum McGregor hlaupa yfir þá í leik Celtic og Aberdeen á dögunum,“ segir Boyd. Boyd gagnrýnir landsliðsþjálfarann Malky Makay, sem áður þjálfaði Aron Einar Gunnarsson hjá Cardiff, harkalega fyrir þetta val og vill meina að það hefði veirð öðruvísi færi leikurinn fram annars staðar. „Að hafa þessa þrjá menn í hópnum snýst meira um miðasölu en nokkuð annað. Ef leikurinn færi fram í Hibernian væru fleiri leikmenn þaðan. Þetta snýst bara um að skoska sambandið er að reyna að róa niður stuðningsmennina sem þoldu ekki Gordon Strachan. Þetta er orðið alveg eins og þegar Berti Vogts var með liðið. Þá fengu leikmenn landsleiki fyrir að gera ekki neitt,“ segir Kris Boyd.
Fótbolti Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fleiri fréttir Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig Sjá meira