Faðir ADHD-drengja: „Lyfjagjöf er meðferð til að auka lífsgæði“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. nóvember 2017 21:00 Í fréttum okkar í gær var fjallað um nýja rannsókn sem sýnir að helsta og stundum eina úrræðið sem foreldrum barna með sérþarfir er boðið upp á er geð- og svefnlyfjagjöf. 58% foreldra var ráðlögð lyfjagjöf við svefnvandanum og rúmlega 70% foreldra barna með hegðunarvanda var ráðlagt að gefa þeim geðlyf. Fréttin hefur vakið hörð viðbrögð og eru foreldrar meðal annars gagnrýndir fyrir að dæla lyfjum í börnin sín. Hákon Helgi Leifsson er faðir tveggja drengja með ADHD og er sjálfur með sömu greiningu. Hann segir þetta viðhorf ríkjandi en að fólk skilji kannski ekki að lyf við ADHD sé eins og gleraugu fyrir þá sem sjá illa. „Lyfjagjöf er meðferð til að auka lífsgæði. Hún er ekki til þess að róa börn niður eða til að þóknast kennurum og skólum, til að börn hagi sér betur. Hún er til þess að börn geti plummað sig félagslega.“ Hákon segir þó sálfræðimeðferð nauðsynlega samfara lyfjagjöf en einn tími hjá sálfræðingi kostar frá tólf til sextán þúsund krónur og Hákon bendir á að þeir sem hafa ADHD hafi að meðaltali 20-30% lægri tekjur en aðrir. „Því miður er það þannig að ef börn eru með ADHD þá er líklegt að foreldrar séu líka með það, sem setur þau í lægsta tekjuhóp. Það þýðir að þau hafa ekki efni á að veita börnunum meðferðina sem þau þurfa.“ Hákon ítrekar að mikilvægast sé að efla félagslega færni og styrkja sjálfsmynd barna með ADHD. „Sálfræðiþjónusta borguð af ríkinu, fyrir þá sem þurfa, ásamt lyfjagjöf veitir tækifæri til að vera eins og aðrir og skila eins miklu og aðrir þjóðfélagshópar til samfélagsins," segir Hákon. Tengdar fréttir Meirihluta foreldra ráðlagt að gefa börnum geð- og svefnlyf Meirihluti foreldra barna með hegðunar- og svefnvanda er ráðlagt að gefa börnunum lyf og eru dæmi um að eins árs börn fái svefnlyf sem ætluð eru fullorðnum. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sálfræðinema í HR. 7. nóvember 2017 20:00 Braskað með svefnlyf fyrir börn á netinu Sprenging orðið í bæði ávísunum lækna á svefnlyfinu melatónín til barna sem og ólöglegum póstsendingum frá Bandaríkjunum sem haldlagðar hafa verið af tollvörðum. Landlæknisembættið hefur áhyggjur af þróuninni. 22. september 2017 06:00 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Fleiri fréttir Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Sjá meira
Í fréttum okkar í gær var fjallað um nýja rannsókn sem sýnir að helsta og stundum eina úrræðið sem foreldrum barna með sérþarfir er boðið upp á er geð- og svefnlyfjagjöf. 58% foreldra var ráðlögð lyfjagjöf við svefnvandanum og rúmlega 70% foreldra barna með hegðunarvanda var ráðlagt að gefa þeim geðlyf. Fréttin hefur vakið hörð viðbrögð og eru foreldrar meðal annars gagnrýndir fyrir að dæla lyfjum í börnin sín. Hákon Helgi Leifsson er faðir tveggja drengja með ADHD og er sjálfur með sömu greiningu. Hann segir þetta viðhorf ríkjandi en að fólk skilji kannski ekki að lyf við ADHD sé eins og gleraugu fyrir þá sem sjá illa. „Lyfjagjöf er meðferð til að auka lífsgæði. Hún er ekki til þess að róa börn niður eða til að þóknast kennurum og skólum, til að börn hagi sér betur. Hún er til þess að börn geti plummað sig félagslega.“ Hákon segir þó sálfræðimeðferð nauðsynlega samfara lyfjagjöf en einn tími hjá sálfræðingi kostar frá tólf til sextán þúsund krónur og Hákon bendir á að þeir sem hafa ADHD hafi að meðaltali 20-30% lægri tekjur en aðrir. „Því miður er það þannig að ef börn eru með ADHD þá er líklegt að foreldrar séu líka með það, sem setur þau í lægsta tekjuhóp. Það þýðir að þau hafa ekki efni á að veita börnunum meðferðina sem þau þurfa.“ Hákon ítrekar að mikilvægast sé að efla félagslega færni og styrkja sjálfsmynd barna með ADHD. „Sálfræðiþjónusta borguð af ríkinu, fyrir þá sem þurfa, ásamt lyfjagjöf veitir tækifæri til að vera eins og aðrir og skila eins miklu og aðrir þjóðfélagshópar til samfélagsins," segir Hákon.
Tengdar fréttir Meirihluta foreldra ráðlagt að gefa börnum geð- og svefnlyf Meirihluti foreldra barna með hegðunar- og svefnvanda er ráðlagt að gefa börnunum lyf og eru dæmi um að eins árs börn fái svefnlyf sem ætluð eru fullorðnum. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sálfræðinema í HR. 7. nóvember 2017 20:00 Braskað með svefnlyf fyrir börn á netinu Sprenging orðið í bæði ávísunum lækna á svefnlyfinu melatónín til barna sem og ólöglegum póstsendingum frá Bandaríkjunum sem haldlagðar hafa verið af tollvörðum. Landlæknisembættið hefur áhyggjur af þróuninni. 22. september 2017 06:00 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Fleiri fréttir Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Sjá meira
Meirihluta foreldra ráðlagt að gefa börnum geð- og svefnlyf Meirihluti foreldra barna með hegðunar- og svefnvanda er ráðlagt að gefa börnunum lyf og eru dæmi um að eins árs börn fái svefnlyf sem ætluð eru fullorðnum. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sálfræðinema í HR. 7. nóvember 2017 20:00
Braskað með svefnlyf fyrir börn á netinu Sprenging orðið í bæði ávísunum lækna á svefnlyfinu melatónín til barna sem og ólöglegum póstsendingum frá Bandaríkjunum sem haldlagðar hafa verið af tollvörðum. Landlæknisembættið hefur áhyggjur af þróuninni. 22. september 2017 06:00