Erlent

Lögreglan í Los Angeles rannsakar fullyrðingar Corey Feldman um barnaníðshring í Hollywood

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Leikarinn Corey Feldman hefur lengi haldið því fram að börn og unglingar séu kerfisbundið misnotuð í Hollywood.
Leikarinn Corey Feldman hefur lengi haldið því fram að börn og unglingar séu kerfisbundið misnotuð í Hollywood. vísir/getty

Lögreglan í Los Angeles rannsakar nú hvort að fullyrðingar leikarans Corey Feldman um að barnaníðshringur sé starfræktur í Hollywood eigi við rök að styðjast. Rannsóknarlögreglumaðurinn Ross Nemeroff staðfestir að rannsókn sé hafin eftir að Feldman tilkynnti um málið á mánudag.



Feldman hefur lengi haldið því fram að börn og unglingar séu kerfisbundið misnotaðir kynferðislega í Hollywood. Þannig greindi Feldman frá því í sjálfsævisögu sinn sem kom út árið 2013 að bæði hann og leikarinn Corey Haim hafi verið misnotaðir sem börn.



Sagði Feldman þessa misnotkun hafa átt sinn þátt í því að Haim lést langt fyrir aldur fram en hann var aðeins 38 gamall þegar hann lést árið 2010. Haim glímdi við eiturlyfjafíkn en banamein hans var lungnabólga.



Leikarinn Charlie Sheen var í vikunni sakaður um að hafa nauðgað Haim árið 1986 við tökur á myndinni Lucas. Haim var þá 13 ára gamall en Sheen 19 ára. Sheen neitaði ásökununum í gær en leikarinn Dominick Brascia sagði frá þeim í National Enquirer. Brascia var náinn vinur Haim og sagði hann hafa sagt sér frá nauðguninni.



Í liðnum mánuði greindi Feldman frá því að hann væri að leita að fjármagni fyrir kvikmynd sem hann segir að muni afhjúpa meinta níðinga.



„Ég get nefnt sex aðila og þar af einn sem er mjög valdamikill enn í dag,“ sagði Feldman en kvaðst ekki geta gefið upp nöfnin af lagalegum ástæðum og vegna öryggis fjölskyldu sinnar.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×