Bjarni segir það samningsatriði hvort hann eða Katrín leiði stjórnarmyndunarviðræður Heimir Már Pétursson skrifar 9. nóvember 2017 18:30 Það ræðst sennilega á næsta sólarhringnum eða tveimur hvort farið verði í formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það samningsatriði hver myndi leiða slíkar viðræður. Samkvæmt okkar heimildum kæmi samstarf Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks ekki til greina að hálfu Vinstri grænna án þess að Katrín Jakobsdóttir yrði forsætisráðherra. Þá er enn þrýst á að Samfylkingin komi inn í þetta samstarf. Þar á bæ eru menn hins vegar í besta falli tvístígandi og jafnvel mjög andsnúnir því að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni yrði heldur ekki tekið fagnandi að hálfu margra Sjálfstæðismanna samkæmt heimildum fréttastofu. Viðræður leiðtoga Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar eru aftur sagðar komnar það langt að Samfylkingin hefði ekki langan tíma til að gera upp hug sinn. Forseti Íslands hefur gefið flokkunum svigrúm fráþvíá mánudag til aðþreifa sig áfram, enda er vilji leiðtoga tveggja þeirra flokka sem nú ræða samstarf við Sjálfstæðisflokkinn skýr íþeim efnum. „Nú ætla ég ekki að fara að segja forseta lýðveldisins fyrir verkum. Hvort hann kjósi að veita einhverjum umboðið. Það eru vafalaust ýmis samtöl í gangi sem ég hef ekki verið aðili að. Þannig að það kann nú eitthvað að vera að gerast annars staðar. En ég held að það sé ágætt að við fáum enn svigrúm til að eiga þessar óformlegu þreifingar,“ Sagði Katrín seinnipartinn í gær og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins tók í svipaðan streng. „Ég held að það sé alla vega eðlilegt að við fáum svigrúm til þessarra samtala sem við erum í. Þetta er jú verksvið okkar að mynda ríkisstjórn. Það er að segja stjórnmálaflokkanna. En ef það gengur ekki er kannski eðlilegt að hann heyri í okkur aftur og finni leiðir,“ sagði Sigurður Ingi.Staða Katrínar sterkÞá er ljóst að staða Katrínar er sterk þegar kemur að kröfunni um forsætisráðuneytið þar sem formaður Framsóknarflokksins hefur stutt að hún leiddi áfram stjórnarmyndunarviðræður eftir að það slitnaði upp úr viðræðum flokkanna fjögurra á mánudag, eins og hann ítrekaði í Harmageddon á X-inu í dag. „Ég var búinn að segja það opinberlega áður, þegar við slitum þessu, að þá hvatti ég Katrínu til að fara til forsetans og halda áfram umboðinu og taka Sjálfstæðisflokkinn inn í viðræðurnar,“ sagði Sigurður Ingi. Eins og kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi er Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins reiðibúinn að taka við stjórnarmyndunarumboðinu og láta reyna á stjórnarmyndun.Er ágreiningur kannski á milli ykkar Katrínar um hver myndi leiða slíkar viðræður?„Ég held að það sé ekki hægt að segja að við séum komin á þann stað að það sé farið að vera sérstakur ásteitingarsteinn. En það er bara samningsatriði,“ sagði Bjarni seinnipartinn í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru viðræður Katrínar, Bjarna og Sigurðar Inga varðandi helstu málefnaáherslur langt komnar. Það eru því miklar líkur á að á morgun eða laugardag muni forseti Íslands veita henni umboð til að hefja formlegar viðræður flokkanna þriggja um myndun ríkisstjórnar. Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Sjá meira
Það ræðst sennilega á næsta sólarhringnum eða tveimur hvort farið verði í formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það samningsatriði hver myndi leiða slíkar viðræður. Samkvæmt okkar heimildum kæmi samstarf Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks ekki til greina að hálfu Vinstri grænna án þess að Katrín Jakobsdóttir yrði forsætisráðherra. Þá er enn þrýst á að Samfylkingin komi inn í þetta samstarf. Þar á bæ eru menn hins vegar í besta falli tvístígandi og jafnvel mjög andsnúnir því að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni yrði heldur ekki tekið fagnandi að hálfu margra Sjálfstæðismanna samkæmt heimildum fréttastofu. Viðræður leiðtoga Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar eru aftur sagðar komnar það langt að Samfylkingin hefði ekki langan tíma til að gera upp hug sinn. Forseti Íslands hefur gefið flokkunum svigrúm fráþvíá mánudag til aðþreifa sig áfram, enda er vilji leiðtoga tveggja þeirra flokka sem nú ræða samstarf við Sjálfstæðisflokkinn skýr íþeim efnum. „Nú ætla ég ekki að fara að segja forseta lýðveldisins fyrir verkum. Hvort hann kjósi að veita einhverjum umboðið. Það eru vafalaust ýmis samtöl í gangi sem ég hef ekki verið aðili að. Þannig að það kann nú eitthvað að vera að gerast annars staðar. En ég held að það sé ágætt að við fáum enn svigrúm til að eiga þessar óformlegu þreifingar,“ Sagði Katrín seinnipartinn í gær og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins tók í svipaðan streng. „Ég held að það sé alla vega eðlilegt að við fáum svigrúm til þessarra samtala sem við erum í. Þetta er jú verksvið okkar að mynda ríkisstjórn. Það er að segja stjórnmálaflokkanna. En ef það gengur ekki er kannski eðlilegt að hann heyri í okkur aftur og finni leiðir,“ sagði Sigurður Ingi.Staða Katrínar sterkÞá er ljóst að staða Katrínar er sterk þegar kemur að kröfunni um forsætisráðuneytið þar sem formaður Framsóknarflokksins hefur stutt að hún leiddi áfram stjórnarmyndunarviðræður eftir að það slitnaði upp úr viðræðum flokkanna fjögurra á mánudag, eins og hann ítrekaði í Harmageddon á X-inu í dag. „Ég var búinn að segja það opinberlega áður, þegar við slitum þessu, að þá hvatti ég Katrínu til að fara til forsetans og halda áfram umboðinu og taka Sjálfstæðisflokkinn inn í viðræðurnar,“ sagði Sigurður Ingi. Eins og kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi er Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins reiðibúinn að taka við stjórnarmyndunarumboðinu og láta reyna á stjórnarmyndun.Er ágreiningur kannski á milli ykkar Katrínar um hver myndi leiða slíkar viðræður?„Ég held að það sé ekki hægt að segja að við séum komin á þann stað að það sé farið að vera sérstakur ásteitingarsteinn. En það er bara samningsatriði,“ sagði Bjarni seinnipartinn í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru viðræður Katrínar, Bjarna og Sigurðar Inga varðandi helstu málefnaáherslur langt komnar. Það eru því miklar líkur á að á morgun eða laugardag muni forseti Íslands veita henni umboð til að hefja formlegar viðræður flokkanna þriggja um myndun ríkisstjórnar.
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Sjá meira