Bjarni segir það samningsatriði hvort hann eða Katrín leiði stjórnarmyndunarviðræður Heimir Már Pétursson skrifar 9. nóvember 2017 18:30 Það ræðst sennilega á næsta sólarhringnum eða tveimur hvort farið verði í formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það samningsatriði hver myndi leiða slíkar viðræður. Samkvæmt okkar heimildum kæmi samstarf Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks ekki til greina að hálfu Vinstri grænna án þess að Katrín Jakobsdóttir yrði forsætisráðherra. Þá er enn þrýst á að Samfylkingin komi inn í þetta samstarf. Þar á bæ eru menn hins vegar í besta falli tvístígandi og jafnvel mjög andsnúnir því að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni yrði heldur ekki tekið fagnandi að hálfu margra Sjálfstæðismanna samkæmt heimildum fréttastofu. Viðræður leiðtoga Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar eru aftur sagðar komnar það langt að Samfylkingin hefði ekki langan tíma til að gera upp hug sinn. Forseti Íslands hefur gefið flokkunum svigrúm fráþvíá mánudag til aðþreifa sig áfram, enda er vilji leiðtoga tveggja þeirra flokka sem nú ræða samstarf við Sjálfstæðisflokkinn skýr íþeim efnum. „Nú ætla ég ekki að fara að segja forseta lýðveldisins fyrir verkum. Hvort hann kjósi að veita einhverjum umboðið. Það eru vafalaust ýmis samtöl í gangi sem ég hef ekki verið aðili að. Þannig að það kann nú eitthvað að vera að gerast annars staðar. En ég held að það sé ágætt að við fáum enn svigrúm til að eiga þessar óformlegu þreifingar,“ Sagði Katrín seinnipartinn í gær og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins tók í svipaðan streng. „Ég held að það sé alla vega eðlilegt að við fáum svigrúm til þessarra samtala sem við erum í. Þetta er jú verksvið okkar að mynda ríkisstjórn. Það er að segja stjórnmálaflokkanna. En ef það gengur ekki er kannski eðlilegt að hann heyri í okkur aftur og finni leiðir,“ sagði Sigurður Ingi.Staða Katrínar sterkÞá er ljóst að staða Katrínar er sterk þegar kemur að kröfunni um forsætisráðuneytið þar sem formaður Framsóknarflokksins hefur stutt að hún leiddi áfram stjórnarmyndunarviðræður eftir að það slitnaði upp úr viðræðum flokkanna fjögurra á mánudag, eins og hann ítrekaði í Harmageddon á X-inu í dag. „Ég var búinn að segja það opinberlega áður, þegar við slitum þessu, að þá hvatti ég Katrínu til að fara til forsetans og halda áfram umboðinu og taka Sjálfstæðisflokkinn inn í viðræðurnar,“ sagði Sigurður Ingi. Eins og kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi er Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins reiðibúinn að taka við stjórnarmyndunarumboðinu og láta reyna á stjórnarmyndun.Er ágreiningur kannski á milli ykkar Katrínar um hver myndi leiða slíkar viðræður?„Ég held að það sé ekki hægt að segja að við séum komin á þann stað að það sé farið að vera sérstakur ásteitingarsteinn. En það er bara samningsatriði,“ sagði Bjarni seinnipartinn í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru viðræður Katrínar, Bjarna og Sigurðar Inga varðandi helstu málefnaáherslur langt komnar. Það eru því miklar líkur á að á morgun eða laugardag muni forseti Íslands veita henni umboð til að hefja formlegar viðræður flokkanna þriggja um myndun ríkisstjórnar. Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Það ræðst sennilega á næsta sólarhringnum eða tveimur hvort farið verði í formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það samningsatriði hver myndi leiða slíkar viðræður. Samkvæmt okkar heimildum kæmi samstarf Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks ekki til greina að hálfu Vinstri grænna án þess að Katrín Jakobsdóttir yrði forsætisráðherra. Þá er enn þrýst á að Samfylkingin komi inn í þetta samstarf. Þar á bæ eru menn hins vegar í besta falli tvístígandi og jafnvel mjög andsnúnir því að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni yrði heldur ekki tekið fagnandi að hálfu margra Sjálfstæðismanna samkæmt heimildum fréttastofu. Viðræður leiðtoga Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar eru aftur sagðar komnar það langt að Samfylkingin hefði ekki langan tíma til að gera upp hug sinn. Forseti Íslands hefur gefið flokkunum svigrúm fráþvíá mánudag til aðþreifa sig áfram, enda er vilji leiðtoga tveggja þeirra flokka sem nú ræða samstarf við Sjálfstæðisflokkinn skýr íþeim efnum. „Nú ætla ég ekki að fara að segja forseta lýðveldisins fyrir verkum. Hvort hann kjósi að veita einhverjum umboðið. Það eru vafalaust ýmis samtöl í gangi sem ég hef ekki verið aðili að. Þannig að það kann nú eitthvað að vera að gerast annars staðar. En ég held að það sé ágætt að við fáum enn svigrúm til að eiga þessar óformlegu þreifingar,“ Sagði Katrín seinnipartinn í gær og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins tók í svipaðan streng. „Ég held að það sé alla vega eðlilegt að við fáum svigrúm til þessarra samtala sem við erum í. Þetta er jú verksvið okkar að mynda ríkisstjórn. Það er að segja stjórnmálaflokkanna. En ef það gengur ekki er kannski eðlilegt að hann heyri í okkur aftur og finni leiðir,“ sagði Sigurður Ingi.Staða Katrínar sterkÞá er ljóst að staða Katrínar er sterk þegar kemur að kröfunni um forsætisráðuneytið þar sem formaður Framsóknarflokksins hefur stutt að hún leiddi áfram stjórnarmyndunarviðræður eftir að það slitnaði upp úr viðræðum flokkanna fjögurra á mánudag, eins og hann ítrekaði í Harmageddon á X-inu í dag. „Ég var búinn að segja það opinberlega áður, þegar við slitum þessu, að þá hvatti ég Katrínu til að fara til forsetans og halda áfram umboðinu og taka Sjálfstæðisflokkinn inn í viðræðurnar,“ sagði Sigurður Ingi. Eins og kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi er Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins reiðibúinn að taka við stjórnarmyndunarumboðinu og láta reyna á stjórnarmyndun.Er ágreiningur kannski á milli ykkar Katrínar um hver myndi leiða slíkar viðræður?„Ég held að það sé ekki hægt að segja að við séum komin á þann stað að það sé farið að vera sérstakur ásteitingarsteinn. En það er bara samningsatriði,“ sagði Bjarni seinnipartinn í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru viðræður Katrínar, Bjarna og Sigurðar Inga varðandi helstu málefnaáherslur langt komnar. Það eru því miklar líkur á að á morgun eða laugardag muni forseti Íslands veita henni umboð til að hefja formlegar viðræður flokkanna þriggja um myndun ríkisstjórnar.
Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira