Notkun rafræns kennsluhugbúnaðar áhyggjuefni því upplýsingar um börn gætu ratað úr landi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. nóvember 2017 21:45 Færst hefur í aukana að leik- og grunnskólar noti smáforrit eða svokölluð öpp til að skrá persónuupplýsingar um börnin. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir þetta vera áhyggjuefni þar sem upplýsingarnar geti verið sendar úr landi án vitundar forráðamanna. Áður fyrr var vinnsla persónuupplýsinga í skólum að mestu bundin við viðveruskráningu og skráningu niðurstöðu prófa. Undanfarin ár hafa leik- og grunnskólar í mjög auknum mæli tekið í notkun rafrænan kennsluhugbúnað sem leitt hefur til aukinnar söfnunar og vinnslu persónuupplýsinga um nemendur. Persónuvernd hafa nú borist ábendingar um vinnslu slíkra upplýsinga í gegn um svokölluð smáforrit eða öpp sem skólarnir nota. „En nú hefur það færst í vöxt að þessir skólar, jafnvel leikskólar, eru farnir að nota smárforrit eða öpp og það þýðir í rauninni að þá er þar með verið að senda persónuupplýsingar um ólögráða íslensk börn út fyrir landsteinanna,“ segir Helga en forritin koma bæði frá Evrópu og Bandaríkjunum en amerísk persónuverndarlöggjöf er allt önnur en löggjöfin hér á landi og segir Helga að þetta vera áhyggjuefni. „Og oft er það líka þannig að með þessi öpp er heimild til þess að deila efni með öðrum. Við höfum brennt okkur á því að fólk hefur ekki meðvitund um þetta og þá að sama skapi er ekki búið að fræða forsjáraðila þessara barna um það hvernig er verið að nýta þessar persónuupplýsingar þessara barna,“ segir Helga. Hún segir að oft sé um að ræða viðkvæmar persónuupplýsingar, svo sem um greiningu, hegðun og heilsufar, sem ekki eiga erindi út fyrir skólann. „Við vitum til þess að mörg eru að nota einhverskonar live stream frá skólastofum. Þá kemur fram hegðun og allt sem krakkar gera í tímum. Önnur eru að skrá nánar afmarkaða flokka,“ segir Helga sem segir mikilvægt að greina hvaða upplýsingar það séu sem fari í smárforritin. „Og eru það upplýsingar sem forráðamenn íslenskra barna eru tilbúnir að deila með amerískum stórfyrirtækjum.“ Þá notast flestir skólar á landinu við einhverskonar upplýsingakerfi. Flestir grunnskólar nota Mentor, margir leikskólar nota Karellen og framhaldsskólar nota verfkerfið Innu. Helga segir að það skipti miklu máli að skólar skrái ekki meiri upplýsingar en nauðsynlegt er. Helga vill að skólasamfélagið að kynni sér málið betur. „Og huga að því að það sé í lagi með reglurnar á hverjum stað fyrir sig. En nota þá tækni sem hægt er að nota en kynna sér virkni þeirra kerfa sem notuð eru,“ segir Helga. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Færst hefur í aukana að leik- og grunnskólar noti smáforrit eða svokölluð öpp til að skrá persónuupplýsingar um börnin. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir þetta vera áhyggjuefni þar sem upplýsingarnar geti verið sendar úr landi án vitundar forráðamanna. Áður fyrr var vinnsla persónuupplýsinga í skólum að mestu bundin við viðveruskráningu og skráningu niðurstöðu prófa. Undanfarin ár hafa leik- og grunnskólar í mjög auknum mæli tekið í notkun rafrænan kennsluhugbúnað sem leitt hefur til aukinnar söfnunar og vinnslu persónuupplýsinga um nemendur. Persónuvernd hafa nú borist ábendingar um vinnslu slíkra upplýsinga í gegn um svokölluð smáforrit eða öpp sem skólarnir nota. „En nú hefur það færst í vöxt að þessir skólar, jafnvel leikskólar, eru farnir að nota smárforrit eða öpp og það þýðir í rauninni að þá er þar með verið að senda persónuupplýsingar um ólögráða íslensk börn út fyrir landsteinanna,“ segir Helga en forritin koma bæði frá Evrópu og Bandaríkjunum en amerísk persónuverndarlöggjöf er allt önnur en löggjöfin hér á landi og segir Helga að þetta vera áhyggjuefni. „Og oft er það líka þannig að með þessi öpp er heimild til þess að deila efni með öðrum. Við höfum brennt okkur á því að fólk hefur ekki meðvitund um þetta og þá að sama skapi er ekki búið að fræða forsjáraðila þessara barna um það hvernig er verið að nýta þessar persónuupplýsingar þessara barna,“ segir Helga. Hún segir að oft sé um að ræða viðkvæmar persónuupplýsingar, svo sem um greiningu, hegðun og heilsufar, sem ekki eiga erindi út fyrir skólann. „Við vitum til þess að mörg eru að nota einhverskonar live stream frá skólastofum. Þá kemur fram hegðun og allt sem krakkar gera í tímum. Önnur eru að skrá nánar afmarkaða flokka,“ segir Helga sem segir mikilvægt að greina hvaða upplýsingar það séu sem fari í smárforritin. „Og eru það upplýsingar sem forráðamenn íslenskra barna eru tilbúnir að deila með amerískum stórfyrirtækjum.“ Þá notast flestir skólar á landinu við einhverskonar upplýsingakerfi. Flestir grunnskólar nota Mentor, margir leikskólar nota Karellen og framhaldsskólar nota verfkerfið Innu. Helga segir að það skipti miklu máli að skólar skrái ekki meiri upplýsingar en nauðsynlegt er. Helga vill að skólasamfélagið að kynni sér málið betur. „Og huga að því að það sé í lagi með reglurnar á hverjum stað fyrir sig. En nota þá tækni sem hægt er að nota en kynna sér virkni þeirra kerfa sem notuð eru,“ segir Helga.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira