Notkun rafræns kennsluhugbúnaðar áhyggjuefni því upplýsingar um börn gætu ratað úr landi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. nóvember 2017 21:45 Færst hefur í aukana að leik- og grunnskólar noti smáforrit eða svokölluð öpp til að skrá persónuupplýsingar um börnin. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir þetta vera áhyggjuefni þar sem upplýsingarnar geti verið sendar úr landi án vitundar forráðamanna. Áður fyrr var vinnsla persónuupplýsinga í skólum að mestu bundin við viðveruskráningu og skráningu niðurstöðu prófa. Undanfarin ár hafa leik- og grunnskólar í mjög auknum mæli tekið í notkun rafrænan kennsluhugbúnað sem leitt hefur til aukinnar söfnunar og vinnslu persónuupplýsinga um nemendur. Persónuvernd hafa nú borist ábendingar um vinnslu slíkra upplýsinga í gegn um svokölluð smáforrit eða öpp sem skólarnir nota. „En nú hefur það færst í vöxt að þessir skólar, jafnvel leikskólar, eru farnir að nota smárforrit eða öpp og það þýðir í rauninni að þá er þar með verið að senda persónuupplýsingar um ólögráða íslensk börn út fyrir landsteinanna,“ segir Helga en forritin koma bæði frá Evrópu og Bandaríkjunum en amerísk persónuverndarlöggjöf er allt önnur en löggjöfin hér á landi og segir Helga að þetta vera áhyggjuefni. „Og oft er það líka þannig að með þessi öpp er heimild til þess að deila efni með öðrum. Við höfum brennt okkur á því að fólk hefur ekki meðvitund um þetta og þá að sama skapi er ekki búið að fræða forsjáraðila þessara barna um það hvernig er verið að nýta þessar persónuupplýsingar þessara barna,“ segir Helga. Hún segir að oft sé um að ræða viðkvæmar persónuupplýsingar, svo sem um greiningu, hegðun og heilsufar, sem ekki eiga erindi út fyrir skólann. „Við vitum til þess að mörg eru að nota einhverskonar live stream frá skólastofum. Þá kemur fram hegðun og allt sem krakkar gera í tímum. Önnur eru að skrá nánar afmarkaða flokka,“ segir Helga sem segir mikilvægt að greina hvaða upplýsingar það séu sem fari í smárforritin. „Og eru það upplýsingar sem forráðamenn íslenskra barna eru tilbúnir að deila með amerískum stórfyrirtækjum.“ Þá notast flestir skólar á landinu við einhverskonar upplýsingakerfi. Flestir grunnskólar nota Mentor, margir leikskólar nota Karellen og framhaldsskólar nota verfkerfið Innu. Helga segir að það skipti miklu máli að skólar skrái ekki meiri upplýsingar en nauðsynlegt er. Helga vill að skólasamfélagið að kynni sér málið betur. „Og huga að því að það sé í lagi með reglurnar á hverjum stað fyrir sig. En nota þá tækni sem hægt er að nota en kynna sér virkni þeirra kerfa sem notuð eru,“ segir Helga. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira
Færst hefur í aukana að leik- og grunnskólar noti smáforrit eða svokölluð öpp til að skrá persónuupplýsingar um börnin. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir þetta vera áhyggjuefni þar sem upplýsingarnar geti verið sendar úr landi án vitundar forráðamanna. Áður fyrr var vinnsla persónuupplýsinga í skólum að mestu bundin við viðveruskráningu og skráningu niðurstöðu prófa. Undanfarin ár hafa leik- og grunnskólar í mjög auknum mæli tekið í notkun rafrænan kennsluhugbúnað sem leitt hefur til aukinnar söfnunar og vinnslu persónuupplýsinga um nemendur. Persónuvernd hafa nú borist ábendingar um vinnslu slíkra upplýsinga í gegn um svokölluð smáforrit eða öpp sem skólarnir nota. „En nú hefur það færst í vöxt að þessir skólar, jafnvel leikskólar, eru farnir að nota smárforrit eða öpp og það þýðir í rauninni að þá er þar með verið að senda persónuupplýsingar um ólögráða íslensk börn út fyrir landsteinanna,“ segir Helga en forritin koma bæði frá Evrópu og Bandaríkjunum en amerísk persónuverndarlöggjöf er allt önnur en löggjöfin hér á landi og segir Helga að þetta vera áhyggjuefni. „Og oft er það líka þannig að með þessi öpp er heimild til þess að deila efni með öðrum. Við höfum brennt okkur á því að fólk hefur ekki meðvitund um þetta og þá að sama skapi er ekki búið að fræða forsjáraðila þessara barna um það hvernig er verið að nýta þessar persónuupplýsingar þessara barna,“ segir Helga. Hún segir að oft sé um að ræða viðkvæmar persónuupplýsingar, svo sem um greiningu, hegðun og heilsufar, sem ekki eiga erindi út fyrir skólann. „Við vitum til þess að mörg eru að nota einhverskonar live stream frá skólastofum. Þá kemur fram hegðun og allt sem krakkar gera í tímum. Önnur eru að skrá nánar afmarkaða flokka,“ segir Helga sem segir mikilvægt að greina hvaða upplýsingar það séu sem fari í smárforritin. „Og eru það upplýsingar sem forráðamenn íslenskra barna eru tilbúnir að deila með amerískum stórfyrirtækjum.“ Þá notast flestir skólar á landinu við einhverskonar upplýsingakerfi. Flestir grunnskólar nota Mentor, margir leikskólar nota Karellen og framhaldsskólar nota verfkerfið Innu. Helga segir að það skipti miklu máli að skólar skrái ekki meiri upplýsingar en nauðsynlegt er. Helga vill að skólasamfélagið að kynni sér málið betur. „Og huga að því að það sé í lagi með reglurnar á hverjum stað fyrir sig. En nota þá tækni sem hægt er að nota en kynna sér virkni þeirra kerfa sem notuð eru,“ segir Helga.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira