María Lilja og Salka Sól játa á sig skjalafals í stórum stíl Jakob Bjarnar skrifar 20. október 2017 10:50 María Lilja og Salka Sól létu ekki ungan aldur og aldurstakmark á skemmtistaðina aftra sér frá því að kanna hvað þar gekk á. Fjölmiðlakonurnar María Lilja Þrastardóttir og Salka Sól játuðu á sig glæp á opinberum vettvangi nú í morgun, sem snýr að skjalafalsi en báðar segjast þær hafa stundað það að falsa nafnskírteini til að koma sér og öðrum inná skemmtistaði. „Tannstöngull og acetone kom mörgum 88 módelum inná skemmtistaði á sínum tíma,“ skrifar Salka Sól á Twitter og María Lilja svarar því svo til að hún hafi verið mjög flinkur og mikilvirkur falsari. „Ég var með framleiðslu úr unglingaherberginu breytti 86 í 80. Var orðin mjög lunkinn falsari. Tók 100 kjell fyrir. Made it rain,“ segir María Lilja.Femínískir stórglæpamennVíst er að glæpir af þessu tagi, sem flokkast undir skjalafals eru ekki litnir mjög alvarlegum augum og myndast fjörugar og skemmtilegar umræður á Twitter-síðu Sölku. Og stíga ýmsir fram og játa á sig þennan glæp. Enda hefur þetta tíðkast í gegnum tíðina og svo allt sé uppá borðum þá rámar blaðamann Vísis í það að hafa, fyrir alltof mörgum árum, komist of ungur inn á Klúbbinn sem var. Stór stund. Og það kemur á daginn við eftirgrennslan að furðu margir á ritstjórnarskrifstofum 365 kannast við að hafa lagt þetta fyrir sig.Tannstöngull og acetone kom svo mörgum 88 módelum inná skemmtistaði á sínum tíma.— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) October 19, 2017María Lilja segist ekki vita hvort þessi brot séu fyrnd. Og þá er ólíklegt að þær teljist sakhæfar þegar þær stóðu í því að breyta skilríkjum til að komast inná skemmtistaði. „Femínískir stórglæpamenn,“ segir María Lilja í samtali við Vísi. Hún segist ekki hafa haft mikið uppúr þessari starfsemi.Dugði fyrir landa og pepperóníloku„Nei ég get ekki sagt það. Ég átti fyrir pepperóníloku og landa,“ segir hún og hlær. Hún segist ekki meta það svo að þessar falsanir hafi aflað henni þeirrar virðingar og vinsælda sem að var stefnt meðal jafnaldra hennar og þeirra sem eldri voru. „Nei. Ég held að þetta hafi frekar verið örvæntingafull tilraun til að vera cool. Sem ég var náttúrlega aldrei.“ María Lilja segist hafa verið svona 14 til 15 ára þegar hún var að fást við þessar breytingar á skilríkjum. Og hún man ekki eftir neinum krassandi sögum af því að krakkar hafi verið gripnir af harðsnúnum dyravörðum. „Þetta var bara tekið af þeim, held ég. Án eftirmála.“Miðaldra karlar með vasaljósSvo virðist sem fólk hafi haft húmor fyrir þessum glæpum fremur en annað. Nema kannski að veitingamönnunum sjálfum hafi ekki verið skemmt því þeir gátu komist í talsvert mikinn vanda gagnvart eftirlitinu fyrir að vera með krakka undir aldri inni á stöðum sínum. „Já pottþétt. Eftirlitið var mjög áberandi. Svona miðaldra karlar með vasaljós á klúbbunum. Við þekktum þá yfirleitt.“ María Lilja segist ekki vita hvernig þetta sé í pottinn búið í dag, hvort það sé erfiðara við að eiga. „Mér finnst krakkar í dag svo klárir. Það er ekki þessi unglingadrykkjumenning sem var.“ Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Fjölmiðlakonurnar María Lilja Þrastardóttir og Salka Sól játuðu á sig glæp á opinberum vettvangi nú í morgun, sem snýr að skjalafalsi en báðar segjast þær hafa stundað það að falsa nafnskírteini til að koma sér og öðrum inná skemmtistaði. „Tannstöngull og acetone kom mörgum 88 módelum inná skemmtistaði á sínum tíma,“ skrifar Salka Sól á Twitter og María Lilja svarar því svo til að hún hafi verið mjög flinkur og mikilvirkur falsari. „Ég var með framleiðslu úr unglingaherberginu breytti 86 í 80. Var orðin mjög lunkinn falsari. Tók 100 kjell fyrir. Made it rain,“ segir María Lilja.Femínískir stórglæpamennVíst er að glæpir af þessu tagi, sem flokkast undir skjalafals eru ekki litnir mjög alvarlegum augum og myndast fjörugar og skemmtilegar umræður á Twitter-síðu Sölku. Og stíga ýmsir fram og játa á sig þennan glæp. Enda hefur þetta tíðkast í gegnum tíðina og svo allt sé uppá borðum þá rámar blaðamann Vísis í það að hafa, fyrir alltof mörgum árum, komist of ungur inn á Klúbbinn sem var. Stór stund. Og það kemur á daginn við eftirgrennslan að furðu margir á ritstjórnarskrifstofum 365 kannast við að hafa lagt þetta fyrir sig.Tannstöngull og acetone kom svo mörgum 88 módelum inná skemmtistaði á sínum tíma.— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) October 19, 2017María Lilja segist ekki vita hvort þessi brot séu fyrnd. Og þá er ólíklegt að þær teljist sakhæfar þegar þær stóðu í því að breyta skilríkjum til að komast inná skemmtistaði. „Femínískir stórglæpamenn,“ segir María Lilja í samtali við Vísi. Hún segist ekki hafa haft mikið uppúr þessari starfsemi.Dugði fyrir landa og pepperóníloku„Nei ég get ekki sagt það. Ég átti fyrir pepperóníloku og landa,“ segir hún og hlær. Hún segist ekki meta það svo að þessar falsanir hafi aflað henni þeirrar virðingar og vinsælda sem að var stefnt meðal jafnaldra hennar og þeirra sem eldri voru. „Nei. Ég held að þetta hafi frekar verið örvæntingafull tilraun til að vera cool. Sem ég var náttúrlega aldrei.“ María Lilja segist hafa verið svona 14 til 15 ára þegar hún var að fást við þessar breytingar á skilríkjum. Og hún man ekki eftir neinum krassandi sögum af því að krakkar hafi verið gripnir af harðsnúnum dyravörðum. „Þetta var bara tekið af þeim, held ég. Án eftirmála.“Miðaldra karlar með vasaljósSvo virðist sem fólk hafi haft húmor fyrir þessum glæpum fremur en annað. Nema kannski að veitingamönnunum sjálfum hafi ekki verið skemmt því þeir gátu komist í talsvert mikinn vanda gagnvart eftirlitinu fyrir að vera með krakka undir aldri inni á stöðum sínum. „Já pottþétt. Eftirlitið var mjög áberandi. Svona miðaldra karlar með vasaljós á klúbbunum. Við þekktum þá yfirleitt.“ María Lilja segist ekki vita hvernig þetta sé í pottinn búið í dag, hvort það sé erfiðara við að eiga. „Mér finnst krakkar í dag svo klárir. Það er ekki þessi unglingadrykkjumenning sem var.“
Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira