María Lilja og Salka Sól játa á sig skjalafals í stórum stíl Jakob Bjarnar skrifar 20. október 2017 10:50 María Lilja og Salka Sól létu ekki ungan aldur og aldurstakmark á skemmtistaðina aftra sér frá því að kanna hvað þar gekk á. Fjölmiðlakonurnar María Lilja Þrastardóttir og Salka Sól játuðu á sig glæp á opinberum vettvangi nú í morgun, sem snýr að skjalafalsi en báðar segjast þær hafa stundað það að falsa nafnskírteini til að koma sér og öðrum inná skemmtistaði. „Tannstöngull og acetone kom mörgum 88 módelum inná skemmtistaði á sínum tíma,“ skrifar Salka Sól á Twitter og María Lilja svarar því svo til að hún hafi verið mjög flinkur og mikilvirkur falsari. „Ég var með framleiðslu úr unglingaherberginu breytti 86 í 80. Var orðin mjög lunkinn falsari. Tók 100 kjell fyrir. Made it rain,“ segir María Lilja.Femínískir stórglæpamennVíst er að glæpir af þessu tagi, sem flokkast undir skjalafals eru ekki litnir mjög alvarlegum augum og myndast fjörugar og skemmtilegar umræður á Twitter-síðu Sölku. Og stíga ýmsir fram og játa á sig þennan glæp. Enda hefur þetta tíðkast í gegnum tíðina og svo allt sé uppá borðum þá rámar blaðamann Vísis í það að hafa, fyrir alltof mörgum árum, komist of ungur inn á Klúbbinn sem var. Stór stund. Og það kemur á daginn við eftirgrennslan að furðu margir á ritstjórnarskrifstofum 365 kannast við að hafa lagt þetta fyrir sig.Tannstöngull og acetone kom svo mörgum 88 módelum inná skemmtistaði á sínum tíma.— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) October 19, 2017María Lilja segist ekki vita hvort þessi brot séu fyrnd. Og þá er ólíklegt að þær teljist sakhæfar þegar þær stóðu í því að breyta skilríkjum til að komast inná skemmtistaði. „Femínískir stórglæpamenn,“ segir María Lilja í samtali við Vísi. Hún segist ekki hafa haft mikið uppúr þessari starfsemi.Dugði fyrir landa og pepperóníloku„Nei ég get ekki sagt það. Ég átti fyrir pepperóníloku og landa,“ segir hún og hlær. Hún segist ekki meta það svo að þessar falsanir hafi aflað henni þeirrar virðingar og vinsælda sem að var stefnt meðal jafnaldra hennar og þeirra sem eldri voru. „Nei. Ég held að þetta hafi frekar verið örvæntingafull tilraun til að vera cool. Sem ég var náttúrlega aldrei.“ María Lilja segist hafa verið svona 14 til 15 ára þegar hún var að fást við þessar breytingar á skilríkjum. Og hún man ekki eftir neinum krassandi sögum af því að krakkar hafi verið gripnir af harðsnúnum dyravörðum. „Þetta var bara tekið af þeim, held ég. Án eftirmála.“Miðaldra karlar með vasaljósSvo virðist sem fólk hafi haft húmor fyrir þessum glæpum fremur en annað. Nema kannski að veitingamönnunum sjálfum hafi ekki verið skemmt því þeir gátu komist í talsvert mikinn vanda gagnvart eftirlitinu fyrir að vera með krakka undir aldri inni á stöðum sínum. „Já pottþétt. Eftirlitið var mjög áberandi. Svona miðaldra karlar með vasaljós á klúbbunum. Við þekktum þá yfirleitt.“ María Lilja segist ekki vita hvernig þetta sé í pottinn búið í dag, hvort það sé erfiðara við að eiga. „Mér finnst krakkar í dag svo klárir. Það er ekki þessi unglingadrykkjumenning sem var.“ Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Fjölmiðlakonurnar María Lilja Þrastardóttir og Salka Sól játuðu á sig glæp á opinberum vettvangi nú í morgun, sem snýr að skjalafalsi en báðar segjast þær hafa stundað það að falsa nafnskírteini til að koma sér og öðrum inná skemmtistaði. „Tannstöngull og acetone kom mörgum 88 módelum inná skemmtistaði á sínum tíma,“ skrifar Salka Sól á Twitter og María Lilja svarar því svo til að hún hafi verið mjög flinkur og mikilvirkur falsari. „Ég var með framleiðslu úr unglingaherberginu breytti 86 í 80. Var orðin mjög lunkinn falsari. Tók 100 kjell fyrir. Made it rain,“ segir María Lilja.Femínískir stórglæpamennVíst er að glæpir af þessu tagi, sem flokkast undir skjalafals eru ekki litnir mjög alvarlegum augum og myndast fjörugar og skemmtilegar umræður á Twitter-síðu Sölku. Og stíga ýmsir fram og játa á sig þennan glæp. Enda hefur þetta tíðkast í gegnum tíðina og svo allt sé uppá borðum þá rámar blaðamann Vísis í það að hafa, fyrir alltof mörgum árum, komist of ungur inn á Klúbbinn sem var. Stór stund. Og það kemur á daginn við eftirgrennslan að furðu margir á ritstjórnarskrifstofum 365 kannast við að hafa lagt þetta fyrir sig.Tannstöngull og acetone kom svo mörgum 88 módelum inná skemmtistaði á sínum tíma.— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) October 19, 2017María Lilja segist ekki vita hvort þessi brot séu fyrnd. Og þá er ólíklegt að þær teljist sakhæfar þegar þær stóðu í því að breyta skilríkjum til að komast inná skemmtistaði. „Femínískir stórglæpamenn,“ segir María Lilja í samtali við Vísi. Hún segist ekki hafa haft mikið uppúr þessari starfsemi.Dugði fyrir landa og pepperóníloku„Nei ég get ekki sagt það. Ég átti fyrir pepperóníloku og landa,“ segir hún og hlær. Hún segist ekki meta það svo að þessar falsanir hafi aflað henni þeirrar virðingar og vinsælda sem að var stefnt meðal jafnaldra hennar og þeirra sem eldri voru. „Nei. Ég held að þetta hafi frekar verið örvæntingafull tilraun til að vera cool. Sem ég var náttúrlega aldrei.“ María Lilja segist hafa verið svona 14 til 15 ára þegar hún var að fást við þessar breytingar á skilríkjum. Og hún man ekki eftir neinum krassandi sögum af því að krakkar hafi verið gripnir af harðsnúnum dyravörðum. „Þetta var bara tekið af þeim, held ég. Án eftirmála.“Miðaldra karlar með vasaljósSvo virðist sem fólk hafi haft húmor fyrir þessum glæpum fremur en annað. Nema kannski að veitingamönnunum sjálfum hafi ekki verið skemmt því þeir gátu komist í talsvert mikinn vanda gagnvart eftirlitinu fyrir að vera með krakka undir aldri inni á stöðum sínum. „Já pottþétt. Eftirlitið var mjög áberandi. Svona miðaldra karlar með vasaljós á klúbbunum. Við þekktum þá yfirleitt.“ María Lilja segist ekki vita hvernig þetta sé í pottinn búið í dag, hvort það sé erfiðara við að eiga. „Mér finnst krakkar í dag svo klárir. Það er ekki þessi unglingadrykkjumenning sem var.“
Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira