Innlent

Svona fylla menn flugskýli af froðu á þrem mínútum

Kristján Már Unnarsson skrifar
Það liðu aðeins  tvær til þrjár mínútur frá því slökkvikerfið var ræst þar til tíu þúsund fermetra gólfflötur var orðinn þakinn froðu.
Það liðu aðeins tvær til þrjár mínútur frá því slökkvikerfið var ræst þar til tíu þúsund fermetra gólfflötur var orðinn þakinn froðu.

Prófun slökkvibúnaðar nýs flugskýlis Icelandair á Keflavíkurflugvelli í gær þótti mögnuð. Hér að neðan má sjá myndskeiðið í heild þegar aðeins liðu tvær til þrjár mínútur frá því slökkvikerfið var ræst þar til tíu þúsund fermetra gólfflötur var orðinn þakinn þriggja til fjögurra metra þykkri slökkvifroðu.

Stærð flugskýlisins miðast við að hægt verði að hafa tvær þotur af gerðinni Boeing 757 og Boeing 767 samtímis í stórskoðun en þar verður einnig sinnt viðhaldi á Boeing 737 MAX-þotunum, sem Icelandair fær á næsta ári. Listaverð einnar slíkrar er um tíu milljarðar króna.

Slökkvifroðan byrjar að sturtast niður í flugskýlið. Í myndbandinu að neðan má sjá skýlisgólfið fyllast. Stöð 2/Sigurjón Ólason.

Verðmæti flugvéla og annars búnaðar í skýlinu gæti því hlaupið á tugum milljarða króna þegar það verður komið í fulla notkun. Þá gætu milli 200 og 300 starfsmenn verið staddir í skýlinu og því mikið í húfi að kæfa eld, sem kæmi þar upp, strax í fæðingu.

Sýnt var frá prófuninni í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þegar froðunni snjóaði niður úr lofti flugskýlisins. Sigurjón Ólason kvikmyndatökumaður myndaði atburðinn og hér má sjá hann í heild sinni:


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.