Mestar líkur á samsteypustjórn Samfylkingarinnar, VG og Framsóknarflokksins Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 21. október 2017 14:00 Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur segir að Vinstri græn séu í lykilstöðu hvað varðar stjórnarmyndun. vísir/valli Stjórnmálafræðingur segir að miðað við niðurstöður nýrrar könnunar á fylgi flokkanna séu mestar líkur á samsteypustjórn Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag bætir Sjálfstæðisflokkurinn við sig fylgi í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Flokkurinn mældist með 25 prósenta en Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur telur að það geti verið að fyrri kannanir Félagsvísindastofnunar hafi vanmetið Sjálfstæðisflokkinn. Vinstri grænir fylgja fast á eftir Sjálfstæðisflokknum og mælast með 23,2 prósent. Afhroð fyrir Bjarta framtíð Baldur segir að það veki helst athygli í þessum niðurstöðum að fylgi Vinstri grænna dali nokkuð. Í samtali við fréttastofu segir Baldur að miðflokkurinn væri að koma sterkur inn og bæti við sig fylgi. Samkvæmt könnuninni er fylgi Samfylkingarinnar 15,6 prósent fylgi Miðflokkurinn fengi tæp tíu prósent. Píratar mældust með 8,2 prósent og Framsókn með 7,1 prósent. Viðreisn fengu 5,7 prósent fylgi í könnuninni. Flokkur fólksins mældist með 3,3 prósent fylgi en Björt framtíð aðeins 1,5 prósent og næði hvorugur manni inn á þing með þessu fylgi. „Ef þetta yrði niðurstaðan fyrir Bjarta framtíð yrði það bara afhroð,“ segir Baldur.Vinstri græn í lykilstöðu Ef niðurstöður könnunarinnar gengju eftir í kosningunum í lok mánaðarins yrði eini möguleikinn á tveggja flokka ríkisstjórn, samstjórn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna. „Það eru helst líkur á samsteypustjórn Vinstri grænna, Samfylkingar og Framsóknarflokksins. Þessi stjórn stæði hins vegar mjög tæpt“ segir Baldur. „Það sem mér finnst vekja einna mesta athygli varðandi hugsanlega stjórnarmyndun er það að Vinstri græn virðast vera í lykilstöðu þegar kemur að stjórnarmyndun.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn enn með mest fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 25 prósenta fylgi í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. 21. október 2017 07:30 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Stjórnmálafræðingur segir að miðað við niðurstöður nýrrar könnunar á fylgi flokkanna séu mestar líkur á samsteypustjórn Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag bætir Sjálfstæðisflokkurinn við sig fylgi í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Flokkurinn mældist með 25 prósenta en Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur telur að það geti verið að fyrri kannanir Félagsvísindastofnunar hafi vanmetið Sjálfstæðisflokkinn. Vinstri grænir fylgja fast á eftir Sjálfstæðisflokknum og mælast með 23,2 prósent. Afhroð fyrir Bjarta framtíð Baldur segir að það veki helst athygli í þessum niðurstöðum að fylgi Vinstri grænna dali nokkuð. Í samtali við fréttastofu segir Baldur að miðflokkurinn væri að koma sterkur inn og bæti við sig fylgi. Samkvæmt könnuninni er fylgi Samfylkingarinnar 15,6 prósent fylgi Miðflokkurinn fengi tæp tíu prósent. Píratar mældust með 8,2 prósent og Framsókn með 7,1 prósent. Viðreisn fengu 5,7 prósent fylgi í könnuninni. Flokkur fólksins mældist með 3,3 prósent fylgi en Björt framtíð aðeins 1,5 prósent og næði hvorugur manni inn á þing með þessu fylgi. „Ef þetta yrði niðurstaðan fyrir Bjarta framtíð yrði það bara afhroð,“ segir Baldur.Vinstri græn í lykilstöðu Ef niðurstöður könnunarinnar gengju eftir í kosningunum í lok mánaðarins yrði eini möguleikinn á tveggja flokka ríkisstjórn, samstjórn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna. „Það eru helst líkur á samsteypustjórn Vinstri grænna, Samfylkingar og Framsóknarflokksins. Þessi stjórn stæði hins vegar mjög tæpt“ segir Baldur. „Það sem mér finnst vekja einna mesta athygli varðandi hugsanlega stjórnarmyndun er það að Vinstri græn virðast vera í lykilstöðu þegar kemur að stjórnarmyndun.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn enn með mest fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 25 prósenta fylgi í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. 21. október 2017 07:30 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn enn með mest fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 25 prósenta fylgi í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. 21. október 2017 07:30