Sara Björk og Freyr völdu bæði danska stelpu sem þá bestu í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2017 08:00 Sara Björk Gunnarsdóttir og Pernille Harder fagna saman þýska bikarmeistaratitlinum síðasta vor. Sara er með bikarinn en Harder er lengst til vinstri. Vísir/Getty Líkt og með kosninguna hjá körlunum fengu landsliðsþjálfarar og landsliðsfyrirliðar kvenna einnig að taka þátt í kosningunni á bestu knattspyrnukonu heims en verðlaunahátíð FIFA fór fram í London í gærkvöldi. Fulltrúar Íslands í karlaflokki, Aron Einar Gunnarsson og Heimir Hallgrímsson, völdu báðir Cristiano Ronaldo sem besta leikmann heims en hann stóð síðan uppi sem sigurvegari. Sömu sögu er ekki hægt að segja af landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni og landsliðsfyrirliðanum Söru Björk Gunnarsdóttur. Sú sem þau kusu bæði komst ekki í hóp þriggja efstu í heildarkosningunni. Sara Björk og Freyr settu bæði danska landsliðsfyrirliðann Pernille Harder sem bestu knattspyrnukonu heims. Pernille Harder hjálpaði danska landsliðinu að ná í silfur á Evrópumótinu í Hollandi í sumar og þá urðu hún og Sara Björk tvöfaldir þýskir meistarar saman með VfL Wolfsburg á síðustu leiktíð. Hin hollenska Lieke Martens var kosin besta knattspyrnukona heims á árinu 2017 en hún var einnig valin best á Evrópumótinu og sú besta hjá UEFA. Sara Björk og Freyr voru bæði með hana í öðru sæti. Sara Björk og Freyr voru aftur á móti ekki sammála um þriðja sætið. Sara Björk valdi þar hina þýsku Dzsenifer Marozsán sem spilar með Olympique Lyon og vann bæði Meistaradeildina og frönsku deildina með liðinu á síðustu leiktíð. Freyr setti aftur á móti hina áströlsku Sam Kerr í þriðja sætið en Sam Kerr hefur spila mjög vel Sky Blue FC í bandarísku deildinni auk þess að vera í stóru hlutverki hjá ástralska landsliðinu. Margir Ástralir voru mjög ósáttir með að Kerr hafi ekki verið í hópi þriggja efstu í heildarkosningunni. Sara Björk og Freyr verða bæði í eldlínunni í dag þegar íslenska landsliðið mætir Tékklandi í undankeppni HM en íslensku stelpurnar hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum. Það lið sem vinnur leikinn í kvöld verður í efsta sæti riðilsins. EM 2017 í Hollandi HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Sport Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira
Líkt og með kosninguna hjá körlunum fengu landsliðsþjálfarar og landsliðsfyrirliðar kvenna einnig að taka þátt í kosningunni á bestu knattspyrnukonu heims en verðlaunahátíð FIFA fór fram í London í gærkvöldi. Fulltrúar Íslands í karlaflokki, Aron Einar Gunnarsson og Heimir Hallgrímsson, völdu báðir Cristiano Ronaldo sem besta leikmann heims en hann stóð síðan uppi sem sigurvegari. Sömu sögu er ekki hægt að segja af landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni og landsliðsfyrirliðanum Söru Björk Gunnarsdóttur. Sú sem þau kusu bæði komst ekki í hóp þriggja efstu í heildarkosningunni. Sara Björk og Freyr settu bæði danska landsliðsfyrirliðann Pernille Harder sem bestu knattspyrnukonu heims. Pernille Harder hjálpaði danska landsliðinu að ná í silfur á Evrópumótinu í Hollandi í sumar og þá urðu hún og Sara Björk tvöfaldir þýskir meistarar saman með VfL Wolfsburg á síðustu leiktíð. Hin hollenska Lieke Martens var kosin besta knattspyrnukona heims á árinu 2017 en hún var einnig valin best á Evrópumótinu og sú besta hjá UEFA. Sara Björk og Freyr voru bæði með hana í öðru sæti. Sara Björk og Freyr voru aftur á móti ekki sammála um þriðja sætið. Sara Björk valdi þar hina þýsku Dzsenifer Marozsán sem spilar með Olympique Lyon og vann bæði Meistaradeildina og frönsku deildina með liðinu á síðustu leiktíð. Freyr setti aftur á móti hina áströlsku Sam Kerr í þriðja sætið en Sam Kerr hefur spila mjög vel Sky Blue FC í bandarísku deildinni auk þess að vera í stóru hlutverki hjá ástralska landsliðinu. Margir Ástralir voru mjög ósáttir með að Kerr hafi ekki verið í hópi þriggja efstu í heildarkosningunni. Sara Björk og Freyr verða bæði í eldlínunni í dag þegar íslenska landsliðið mætir Tékklandi í undankeppni HM en íslensku stelpurnar hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum. Það lið sem vinnur leikinn í kvöld verður í efsta sæti riðilsins.
EM 2017 í Hollandi HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Sport Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira