Fótbolti

Ensku strákarnir heimsmeistarar eftir magnaða endurkomu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ensku strákarnir lentu tveimur mörkum undir en gáfust ekki upp og tryggðu sér sigur og heimsmeistaratitilinn.
Ensku strákarnir lentu tveimur mörkum undir en gáfust ekki upp og tryggðu sér sigur og heimsmeistaratitilinn. vísir/getty
England varð í dag heimsmeistari U-17 ára í fyrsta skipti eftir 5-2 sigur á Spáni í úrslitaleik í Kolkata á Indlandi.

Englendingar lentu 0-2 undir en sýndu mikinn styrk, komu til baka og unnu leikinn.

Rhian Brewster, framherji Liverpool, hóf endurkomuna þegar hann minnkaði muninn í 1-2 mínútu fyrir hálfleik. Hann varð markahæstur á HM með átta mörk.

Phil Foden, leikmaður Manchester City, skoraði svo tvívegis í seinni hálfleik og Morgan Gibbs-White (Wolves) og Marc Guehi (Chelsea) sitt markið hvor.

Yngri karlalandsliðum Englands hefur gengið frábærlega á árinu 2017.

U-20 ára liðið varð heimsmeistari og vann auk þess Toulon-mótið. U-19 ára liðið varð Evrópumeistari, U-21 árs liðið komst í úrslit á EM og U-17 ára liðið í undanúrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×