Fótbolti

Draumur Sýrlendinga úti

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sýrlendingar grétu í grasið í dag
Sýrlendingar grétu í grasið í dag vísir/getty
Draumur Sýrlendinga um að komast í lokakeppni Heimsmeistaramótsins í Rússlandi er úti.

Framlengja þurfti seinni umspilsleik Sýrlands og Ástralíu eftir að venjulegum leiktíma lauk með 1-1 jafntefli, eins og í fyrri leiknum.

Snemma í fyrri hálfleik framlengingarinnar fékk Mahmoud Al Mawas að líta sitt annað gula spjald og var þar með rekinn af velli.

Það var svo fyrrum leikmaður Everton, landsliðsfyrirliði Ástrala, Tim Cahill sem skoraði sigurmarkið á 109. mínútu leiksins. Markið var hans fimmtugasta fyrir Ástralíu.

Leikmenn og stuðningsmenn Sýrlands grétu þegar flautað var til leiksloka og ljóst var að draumurinn væri úti.

Ástralir eru þó ekki komnir til Rússlands enn, en umspil gegn liði úr Norður- og Mið Ameríku mun skera úr um hvort þeir komist þangað.


Tengdar fréttir

Harry Kane tryggði Englandi sigur

Englendingar fóru í heimsókn til Litháen í síðustu umferð F-riðils í undankeppni HM 2018 en Englendingar voru þegar búnir að tryggja sér sæti í Rússlandi næsta sumar.

Írar skildu Wales eftir heima

Írland vann 0-1 sigur á grönnum sínum í Wales í gærkvöld sem tryggði þeim sæti í umspili en skildi Wales eftir heima.

Skotar erfðafræðilega eftir á

Skotar misstu af sæti á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi með 2-2 jafntefli gegn Slóveníu í gær. Þjálfari Skota, Gordon Strachan sagði lið sitt vera erfðafræðilega séð á eftir öðrum liðum.

Pólverjar komnir á HM

Úrslitin réðust í E- og F-riðli Evrópuhluta undankeppni HM 2018 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×