Benedikt skammaður af ósáttum flokksfélögum í Viðreisn Sigurður Mikael Jónsson skrifar 11. október 2017 06:00 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. vísir/vilhelm Veruleg óánægja og reiði er meðal Viðreisnarfólks með frammistöðu og ummæli Benedikts Jóhannessonar, formanns flokksins, í Forystusætinu á RÚV á mánudagskvöld. Formannsstóll Benedikts hefur verið í senn sjóðheitur sem og valtur síðan ríkisstjórnarsamstarfið sprakk og gerðu ummælin um tilefni stjórnarslitanna á RÚV lítið til að auka vinsældir hans meðal flokksmanna. Benedikt var í þættinum spurður að því hvort hann deildi þeirri skoðun Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra að ekki hefði verið tilefni til að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Um það sagði hann: „Þetta mál, sem þótti svo stórt að það væri ástæða stjórnarslita, það man varla nokkur hvað þetta er. Ef að þetta hefði verið stjórnarslitamál þá ætti þetta að vera eitt aðalkosningamálið núna,“ sagði Benedikt. Á þriðjudagsmorgun var Benedikt gerður afturreka með ummælin. Baðst hann afsökunar í yfirlýsingu á Facebook á að hafa notað „afar klaufaleg ummæli“ og ekki hafi verið ætlun hans að gera lítið úr þeim sársauka sem þolendur kynferðisbrota og aðstandendur verða fyrir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru flokksfélagar Benedikts allt annað en sáttir. Einn viðmælandi blaðsins orðar það svo að það hafi ekki nokkur manneskja í hópnum, þar með talinn Benedikt sjálfur, verið ánægð með hvernig hann kom út í viðtalinu. Málið hafi komið til tals á daglegum fundi framboðshóps Viðreisnar á þriðjudagsmorgun þar sem heimildir Fréttablaðsins herma að nokkur hiti hafi verið í fólki. Heimildir blaðsins herma að Benedikt hafi hreinlega verið „skammaður“ eins og heimildarmaður Fréttablaðsins orðaði það, hann hafi útskýrt sína hlið mála og loks sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann harmaði orðaval sitt. Viðreisn hefur átt á brattan að sækja í kosningabaráttunni þar sem fylgi flokksins mælist ansi rýrt í skoðanakönnunum. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þorsteinn segir ekki hafa verið tilefni til stjórnarslita Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir vonbrigði hvernig málinu hafi lyktað og segir Bjarta framtíð hafa mátt bíða með að „sprengja“ ríkisstjórnina. 8. október 2017 15:39 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Sjá meira
Veruleg óánægja og reiði er meðal Viðreisnarfólks með frammistöðu og ummæli Benedikts Jóhannessonar, formanns flokksins, í Forystusætinu á RÚV á mánudagskvöld. Formannsstóll Benedikts hefur verið í senn sjóðheitur sem og valtur síðan ríkisstjórnarsamstarfið sprakk og gerðu ummælin um tilefni stjórnarslitanna á RÚV lítið til að auka vinsældir hans meðal flokksmanna. Benedikt var í þættinum spurður að því hvort hann deildi þeirri skoðun Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra að ekki hefði verið tilefni til að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Um það sagði hann: „Þetta mál, sem þótti svo stórt að það væri ástæða stjórnarslita, það man varla nokkur hvað þetta er. Ef að þetta hefði verið stjórnarslitamál þá ætti þetta að vera eitt aðalkosningamálið núna,“ sagði Benedikt. Á þriðjudagsmorgun var Benedikt gerður afturreka með ummælin. Baðst hann afsökunar í yfirlýsingu á Facebook á að hafa notað „afar klaufaleg ummæli“ og ekki hafi verið ætlun hans að gera lítið úr þeim sársauka sem þolendur kynferðisbrota og aðstandendur verða fyrir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru flokksfélagar Benedikts allt annað en sáttir. Einn viðmælandi blaðsins orðar það svo að það hafi ekki nokkur manneskja í hópnum, þar með talinn Benedikt sjálfur, verið ánægð með hvernig hann kom út í viðtalinu. Málið hafi komið til tals á daglegum fundi framboðshóps Viðreisnar á þriðjudagsmorgun þar sem heimildir Fréttablaðsins herma að nokkur hiti hafi verið í fólki. Heimildir blaðsins herma að Benedikt hafi hreinlega verið „skammaður“ eins og heimildarmaður Fréttablaðsins orðaði það, hann hafi útskýrt sína hlið mála og loks sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann harmaði orðaval sitt. Viðreisn hefur átt á brattan að sækja í kosningabaráttunni þar sem fylgi flokksins mælist ansi rýrt í skoðanakönnunum.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þorsteinn segir ekki hafa verið tilefni til stjórnarslita Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir vonbrigði hvernig málinu hafi lyktað og segir Bjarta framtíð hafa mátt bíða með að „sprengja“ ríkisstjórnina. 8. október 2017 15:39 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Sjá meira
Þorsteinn segir ekki hafa verið tilefni til stjórnarslita Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir vonbrigði hvernig málinu hafi lyktað og segir Bjarta framtíð hafa mátt bíða með að „sprengja“ ríkisstjórnina. 8. október 2017 15:39
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent