Svara ekki frekar um fjársjóðsleitina í bili Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. október 2017 04:00 Áhöfn SS Minden sökkti skipinu í september 1939 til að forða því frá að lenda í höndum breska flotans. SS Porta, sem myndin sýnir, var systurskip Minden. Mynd/Wikipedia „Án þess að það hafi áhrif á réttindi og aðgerðir Hapag-Lloyd AG með tilliti til eignarhaldsins á verðmætum í flakinu eða á skipinu viljum við ekki tjá okkur neitt frekar um málið að svo stöddu,“ segir Nils Haupt, aðalframkvæmdastjóri samskipta hjá þýska skipafélaginu Hapag-Lloyd AG sem lýst hefur sig eiganda að flutningaskipinu SS Minden. Eins og fram hefur komið sendi breska félagið Advanced Marine Services kafbát niður að flaki SS Minden í apríl þar sem þýska flutningaskipið liggur á yfir 2,2 kílómetra dýpi á hafsbotni um 130 sjómílur suðaustur af Íslandi. AMS bíður nú leyfis Umhverfisstofnunar hér á landi til að rjúfa gat á skipið til að ná úr því skáp sem talinn er innihalda verðmæta málma. Fréttablaðið greindi frá því fyrir viku að Hapag-Lloyd gerði í bréfi til Umhverfisstofnunar tilkall til SS Minden AG. Félagið gerði þó engar athugasemdir við útgáfu starfsleyfis til breska félagsins sem segist munu færa skápinn til Bretalands þar sem yfirvöld muni skera úr um eignarhaldið. Í síðustu viku sendi Fréttablaðið Hapag-Lloyd fyrirspurn um viðhorf fyrirtækisins til þeirrar fyrirætlunar breska félagsins að færa skápinn umrædda til Bretlands og í vald stofnunarinnar UK Reciever of Wreck sem segja eigi til um hver sé réttmætur eigandi. Jafnframt var spurt um hvort Hapag-Lloyd vildi að farið væri með málið á annan hátt og hvort fyrirtækið hefði vitneskju eða einhverjar kenningar um innihald skápsins. Sem fyrr segir vill Nils Haupt hjá Hapag-Lloyd ekki svara þessum spurningum á þessu stigi. Hins vegar staðfestir Haupt það sem fram kom í Fréttablaðinu fimmtudaginn 5. október. „Við getum staðfest að Hapag-Lloyd AG skrifaði bréf til Umhverfisstofnunar Íslands og til AMS og lýsti áhuga sínum á flaki SS Minden og eign sinni á hverjum þeim verðmætum sem þar gætu endurheimst,“ segir í svari Haupts sem biður jafnframt um skilning á því að fyrirtækið svari ekki frekar að sinni. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tillaga að leitarleyfi í Minden Þess var farið á leit að leyfisveitingin yrði afgreidd með hraði, helst á tímabilinu 1. til 7. maí, vegna þess kostnaðar sem felst í því að hafa skipið Seabed Constructor á leigu. 16. ágúst 2017 06:00 Þýskt útgerðarfélag gerir tilkall til fjársjóðsskipsins SS Minden Skipafélagið Hapag-Lloyd gerir tilkall til þýska skipsins Minden sem breska félagið AMS hyggst opna á hafsbotni undan Íslandi til að ná upp verðmætum málmum. AMS minnir Umhverfisstofnun á loforð um að gefa ekki upp staðsetningu Minden. 5. október 2017 06:00 Ráðuneyti segja pass við leit að fjársjóði í skipsflaki úr stríðinu Þar sem ekki er um vísindarannsókn að ræða tekur utanríkisráðuneytið ekki afstöðu til þess hvort leita megi verðmæta í flaki þýska skipsins Minden. Dómsmálaráðuneytið svarar ekki spurningum um málið. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Án þess að það hafi áhrif á réttindi og aðgerðir Hapag-Lloyd AG með tilliti til eignarhaldsins á verðmætum í flakinu eða á skipinu viljum við ekki tjá okkur neitt frekar um málið að svo stöddu,“ segir Nils Haupt, aðalframkvæmdastjóri samskipta hjá þýska skipafélaginu Hapag-Lloyd AG sem lýst hefur sig eiganda að flutningaskipinu SS Minden. Eins og fram hefur komið sendi breska félagið Advanced Marine Services kafbát niður að flaki SS Minden í apríl þar sem þýska flutningaskipið liggur á yfir 2,2 kílómetra dýpi á hafsbotni um 130 sjómílur suðaustur af Íslandi. AMS bíður nú leyfis Umhverfisstofnunar hér á landi til að rjúfa gat á skipið til að ná úr því skáp sem talinn er innihalda verðmæta málma. Fréttablaðið greindi frá því fyrir viku að Hapag-Lloyd gerði í bréfi til Umhverfisstofnunar tilkall til SS Minden AG. Félagið gerði þó engar athugasemdir við útgáfu starfsleyfis til breska félagsins sem segist munu færa skápinn til Bretalands þar sem yfirvöld muni skera úr um eignarhaldið. Í síðustu viku sendi Fréttablaðið Hapag-Lloyd fyrirspurn um viðhorf fyrirtækisins til þeirrar fyrirætlunar breska félagsins að færa skápinn umrædda til Bretlands og í vald stofnunarinnar UK Reciever of Wreck sem segja eigi til um hver sé réttmætur eigandi. Jafnframt var spurt um hvort Hapag-Lloyd vildi að farið væri með málið á annan hátt og hvort fyrirtækið hefði vitneskju eða einhverjar kenningar um innihald skápsins. Sem fyrr segir vill Nils Haupt hjá Hapag-Lloyd ekki svara þessum spurningum á þessu stigi. Hins vegar staðfestir Haupt það sem fram kom í Fréttablaðinu fimmtudaginn 5. október. „Við getum staðfest að Hapag-Lloyd AG skrifaði bréf til Umhverfisstofnunar Íslands og til AMS og lýsti áhuga sínum á flaki SS Minden og eign sinni á hverjum þeim verðmætum sem þar gætu endurheimst,“ segir í svari Haupts sem biður jafnframt um skilning á því að fyrirtækið svari ekki frekar að sinni.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tillaga að leitarleyfi í Minden Þess var farið á leit að leyfisveitingin yrði afgreidd með hraði, helst á tímabilinu 1. til 7. maí, vegna þess kostnaðar sem felst í því að hafa skipið Seabed Constructor á leigu. 16. ágúst 2017 06:00 Þýskt útgerðarfélag gerir tilkall til fjársjóðsskipsins SS Minden Skipafélagið Hapag-Lloyd gerir tilkall til þýska skipsins Minden sem breska félagið AMS hyggst opna á hafsbotni undan Íslandi til að ná upp verðmætum málmum. AMS minnir Umhverfisstofnun á loforð um að gefa ekki upp staðsetningu Minden. 5. október 2017 06:00 Ráðuneyti segja pass við leit að fjársjóði í skipsflaki úr stríðinu Þar sem ekki er um vísindarannsókn að ræða tekur utanríkisráðuneytið ekki afstöðu til þess hvort leita megi verðmæta í flaki þýska skipsins Minden. Dómsmálaráðuneytið svarar ekki spurningum um málið. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Tillaga að leitarleyfi í Minden Þess var farið á leit að leyfisveitingin yrði afgreidd með hraði, helst á tímabilinu 1. til 7. maí, vegna þess kostnaðar sem felst í því að hafa skipið Seabed Constructor á leigu. 16. ágúst 2017 06:00
Þýskt útgerðarfélag gerir tilkall til fjársjóðsskipsins SS Minden Skipafélagið Hapag-Lloyd gerir tilkall til þýska skipsins Minden sem breska félagið AMS hyggst opna á hafsbotni undan Íslandi til að ná upp verðmætum málmum. AMS minnir Umhverfisstofnun á loforð um að gefa ekki upp staðsetningu Minden. 5. október 2017 06:00
Ráðuneyti segja pass við leit að fjársjóði í skipsflaki úr stríðinu Þar sem ekki er um vísindarannsókn að ræða tekur utanríkisráðuneytið ekki afstöðu til þess hvort leita megi verðmæta í flaki þýska skipsins Minden. Dómsmálaráðuneytið svarar ekki spurningum um málið. 2. ágúst 2017 06:00