Falcao viðurkennir að hafa samið um jafntefli við Perú í miðjum leik Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. október 2017 11:00 Jafntefli, OK? Radamel Falcao, framherji Monaco og kólumbíska landsliðsins í fótbolta, hefur viðurkennt að hafa rætt við Renato Tapia, leikmann Perú, um að liðin myndu gera jafntefli í leik þjóðanna í undankeppni HM 2018 á þriðjudaginn. Falcao var gagnrýndur fyrir að virðast vera að láta leikmenn Perú vita að þeir þyrftu ekki að skora sigurmark í leiknum þar sem 1-1 staðan í leiknum myndi skila Kólumbíu á HM og Perú í umspilið. Leiknum lauk 1-1 og Kólumbía því komið á HM en Perú mætir Nýja-Sjálandi í umspilsleikjum heima og að heiman. „Við vissum hvað var að gerast í hinum leikjunum og vissum að þessi úrslit myndu koma okkur áfram. Á þeirri stundu reyndi ég að koma þeim skilaboðum áleiðis til Perú,“ sagði Falcao eftir leikinn en Sky Sports greinir frá. Tapia viðurkenndi svo sjálfur í viðtali í gær að hann ræddi stöðuna við Falcao á vellinum en neitaði fyrir að þeir hafi komist að einhverju samkomulagi. „Þegar að fimm mínútur voru eftir komu Kólumbíumennirnir að máli við okkur því þeir vissu hver staðan var í hinum leikjunum,“ segir Tapi í viðtali við Panamericana TV. „Við gerðum því það sem við þurftum. Ég talaði við Radamel sem sagði mér að bæði lið væru komin áfram eins og staðan var akkurat þá. Þetta er samt fótbolti og við spilum til að vinna,“ sagði Renato Tapia og gerði svo jafntefli. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Messi náði metinu en Suarez var fljótur að ná honum Liðsfélagarnir hjá Barcelona, Lionel Messi og Luis Suarez, deila nú metinu yfir flest skoruð mörk í Suður-Ameríku hluta undankeppni HM í fótbolta. 11. október 2017 10:30 Síðustu ellefu mánuðir hjá Messi og argentínska landsliðinu í einni táknrænni mynd Lionel Messi skoraði þrennu í nótt og sá til þess að argentínska landsliðið verður með Íslands á heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar. 11. október 2017 12:30 Messi kom Argentínu á HM | „Heppnir að besti fótboltamaður heims er Argentínumaður“ Lionel Messi kom argentínska landsliðinu á HM í Rússlandi þegar hann skoraði þrennu í nótt í 3-1 útisigri á Ekvador í lokaumferð Suður-Ameríku riðils undankeppninnar. Suður-Ameríkumeistarar Síle verða aftur á móti ekki með á heimsmeistaramótinu næsta sumar. 11. október 2017 08:00 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Leik lokið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira
Radamel Falcao, framherji Monaco og kólumbíska landsliðsins í fótbolta, hefur viðurkennt að hafa rætt við Renato Tapia, leikmann Perú, um að liðin myndu gera jafntefli í leik þjóðanna í undankeppni HM 2018 á þriðjudaginn. Falcao var gagnrýndur fyrir að virðast vera að láta leikmenn Perú vita að þeir þyrftu ekki að skora sigurmark í leiknum þar sem 1-1 staðan í leiknum myndi skila Kólumbíu á HM og Perú í umspilið. Leiknum lauk 1-1 og Kólumbía því komið á HM en Perú mætir Nýja-Sjálandi í umspilsleikjum heima og að heiman. „Við vissum hvað var að gerast í hinum leikjunum og vissum að þessi úrslit myndu koma okkur áfram. Á þeirri stundu reyndi ég að koma þeim skilaboðum áleiðis til Perú,“ sagði Falcao eftir leikinn en Sky Sports greinir frá. Tapia viðurkenndi svo sjálfur í viðtali í gær að hann ræddi stöðuna við Falcao á vellinum en neitaði fyrir að þeir hafi komist að einhverju samkomulagi. „Þegar að fimm mínútur voru eftir komu Kólumbíumennirnir að máli við okkur því þeir vissu hver staðan var í hinum leikjunum,“ segir Tapi í viðtali við Panamericana TV. „Við gerðum því það sem við þurftum. Ég talaði við Radamel sem sagði mér að bæði lið væru komin áfram eins og staðan var akkurat þá. Þetta er samt fótbolti og við spilum til að vinna,“ sagði Renato Tapia og gerði svo jafntefli.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Messi náði metinu en Suarez var fljótur að ná honum Liðsfélagarnir hjá Barcelona, Lionel Messi og Luis Suarez, deila nú metinu yfir flest skoruð mörk í Suður-Ameríku hluta undankeppni HM í fótbolta. 11. október 2017 10:30 Síðustu ellefu mánuðir hjá Messi og argentínska landsliðinu í einni táknrænni mynd Lionel Messi skoraði þrennu í nótt og sá til þess að argentínska landsliðið verður með Íslands á heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar. 11. október 2017 12:30 Messi kom Argentínu á HM | „Heppnir að besti fótboltamaður heims er Argentínumaður“ Lionel Messi kom argentínska landsliðinu á HM í Rússlandi þegar hann skoraði þrennu í nótt í 3-1 útisigri á Ekvador í lokaumferð Suður-Ameríku riðils undankeppninnar. Suður-Ameríkumeistarar Síle verða aftur á móti ekki með á heimsmeistaramótinu næsta sumar. 11. október 2017 08:00 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Leik lokið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira
Messi náði metinu en Suarez var fljótur að ná honum Liðsfélagarnir hjá Barcelona, Lionel Messi og Luis Suarez, deila nú metinu yfir flest skoruð mörk í Suður-Ameríku hluta undankeppni HM í fótbolta. 11. október 2017 10:30
Síðustu ellefu mánuðir hjá Messi og argentínska landsliðinu í einni táknrænni mynd Lionel Messi skoraði þrennu í nótt og sá til þess að argentínska landsliðið verður með Íslands á heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar. 11. október 2017 12:30
Messi kom Argentínu á HM | „Heppnir að besti fótboltamaður heims er Argentínumaður“ Lionel Messi kom argentínska landsliðinu á HM í Rússlandi þegar hann skoraði þrennu í nótt í 3-1 útisigri á Ekvador í lokaumferð Suður-Ameríku riðils undankeppninnar. Suður-Ameríkumeistarar Síle verða aftur á móti ekki með á heimsmeistaramótinu næsta sumar. 11. október 2017 08:00