Jólageit IKEA komin upp stærri en nokkru sinni fyrr Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. október 2017 15:28 Það er vonandi að þessi átta metra háa geit fái að lifa veturinn. Vísir/Ernir Frægasta geit landsins, jólageit IKEA er kominn á sinn stað fyrir utan verslun IKEA í Garðabæ. Hún er stærri en nokkru sinni fyrr, um átta metrar á hæð og er mörg tonn á þyngd. Samhliða því að geitin fari á sinn stað koma jólin í IKEA. Geitin er strágeit og tilheyrir sænskri jólahefð sem kallast Gävlebocken. Gävle, borið fram sem Jevle, er bær í Svíþjóð. Geitin þar í bæ er sú frægasta en hún hlýtur oftast þau örlög að verða brennuvörgum að bráð. Íslenskir brennuvargar hafa eins og þeir sænsku verið duglegir að kveikja í henni á seinustu árum. „Hún er náttúrulega mörg tonn á þyngd. Hún er stærri en nokkurntíman fyrr. Hún var sex og hálfur meter í fyrra og nú er hún átta metrar, það er þriggja hæða hús,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, í samtali við Vísi. „Jólin eru að byrja líka í dag hjá okkur. Það er verið að leggja lokahönd á skreytingarnar. Við höfum alltaf miðað við 15. október.“ Sigga Heimis iðnhönnuður hafði umsjón með gerð vetrarlínu IKEA í ár. Þórarinn segir að minna hafi borist af línunni til Íslands heldur en fyrirtækið hefði viljað. Þau voni þó að hægt sé að panta meira og fleiri geti þannig nælt sér í jólahönnun Siggu.Erfitt líf IKEA geitarinnar Jólageitin hefur eins og áður segir verið sett upp árlega seinustu níu ár en oftar en ekki hefur líftími hennar verið styttri en ætlast var til. Árið 2010 var greint frá því að kveikt hefði verið í jólageitinni. Slökkvilið kom á vettvang tíu mínútum síðar en þá voru brennuvargarnir á bak og burt. Þeir stóðust hins vegar ekki mátið og snéru til baka til að fylgjast með eldinum sem þeir höfðu kveikt. Þá var lögreglan hins vegar mætt og handtók þá undir eins. Forsvarsmenn IKEA buðu mönunum þó það sáttatilboð að sleppa þeim við kæru ef þeir tækju til eftir ósköpin. Árið 2011 féll jólageitin í miklu óveðri sem þá reið yfir. Geitin skemmdist þó einungis lítillega í óveðrinu og var reist aftur við. Árið 2012 var jólageitin brennd til kaldra kola öðru sinni. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea, sagði í samtali við fréttastofu að tjónið væri metið á eina milljón króna. Árið 2013 var frá því greint að veðrið hafi leikið jólageitina grátt. Mikið rok hafði verið á höfuðborgarsvæðinu og fór sökum þess svo að geitin féll á aðra hliðina.Á myndbandinu hér fyrir neðan sést þegar kveikt var í geitinni í fyrra.Dæmd fyrir brunann Árið 2015 sagði framkvæmdarstjóri IKEA í samtali við Vísi að sólarhringsgæsla væri í kringum geitina til að verja hana frá óprúttnum aðilum. Það var þó ekki nóg til að bjarga geitinni frá vofveiflegum örlögum sínum en seinna í sama mánuði var greint frá því að jólageitin hefði tortímt sjálfri sér. Kviknaði þá í geitinni út frá útiseríu sem umvafði hana en geitin fuðraði upp á einungis nokkrum sekúndum í kjölfarið. Í fyrra var fékk geitin að lifa í sirka mánuð. Hún var sett upp um miðjan október líkt og vanalega og brann til kaldra kola aðfaranótt 14. nóvember. Brennuvargarnir, tvær konur og einn karl, voru handtekin á Bústaðavegi og voru í júní síðastliðnum dæmd til að greiða hvert um sig 150 þúsund krónur vegna tjónsins. IKEA Jól Tengdar fréttir Sænska jólageitin fauk um koll Sænska jólageitin við Ikea liggur nú á hliðinni en svo virðist sem veðrið hafi leikið geitina grátt. En mikið rok er sem stendur á höfuðborgarsvæðinu. 10. nóvember 2013 14:48 Brennuvargurinn taldi að IKEA ætti að greiða sér fyrir auglýsinguna Tvær konur og einn karlmaður, sem öll eru á þrítugsaldri, hafa verið dæmd til að greiða hvert um sig 150 þúsund krónur fyrir að hafa kveikt í IKEA-geitinni í nóvember síðastliðnum. 14. júní 2017 15:30 Geitin brunnin Þrír menn voru handteknir í nótt fyrir að brenna jólageit IKEA til ösku. 14. nóvember 2016 07:50 Jólageitin féll í óveðrinu Jólageit Ikea féll á hliðina í óveðrinu sem gekk yfir í gærkvöld og í nótt. Kristín Lind Steingrímsdóttir, markaðsstjóri Ikea, segir að geitin sé ekki mikið skemmd. Hún verði reist aftur um leið og veður leyfi, vonandi fyrir hádegi á morgun. Það á ekki af geitinni að ganga því að í fyrra var kveikt í henni. 8. nóvember 2011 13:19 Brenndu jólageit Ikea - milljón króna tjón "Geitin kostaði milljón,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea, en jólageitin var brennd til grunna síðustu helgi, en hún var reyndar einnig brennd niður fyrir tveimur árum síðan. 3. desember 2012 16:01 IKEA-geitin tortímdi sjálfri sér "Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. 26. október 2015 13:26 Kveiktu í jólageitinni fyrir utan Ikea Margra áratuga gömul sænsk jólahefð barst til íslands í nótt en þá kveiktu brennuvargar í jólageitinni sem staðið hefur fyrir utan Ikea í tvo mánuði. Brennuvargarnir náðust en framkvæmdastjóri Ikea segist í jólaskapi og ætlar ekki að kæra brennuvargana ef þeir hreinsa til eftir sig. 23. desember 2010 19:19 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Frægasta geit landsins, jólageit IKEA er kominn á sinn stað fyrir utan verslun IKEA í Garðabæ. Hún er stærri en nokkru sinni fyrr, um átta metrar á hæð og er mörg tonn á þyngd. Samhliða því að geitin fari á sinn stað koma jólin í IKEA. Geitin er strágeit og tilheyrir sænskri jólahefð sem kallast Gävlebocken. Gävle, borið fram sem Jevle, er bær í Svíþjóð. Geitin þar í bæ er sú frægasta en hún hlýtur oftast þau örlög að verða brennuvörgum að bráð. Íslenskir brennuvargar hafa eins og þeir sænsku verið duglegir að kveikja í henni á seinustu árum. „Hún er náttúrulega mörg tonn á þyngd. Hún er stærri en nokkurntíman fyrr. Hún var sex og hálfur meter í fyrra og nú er hún átta metrar, það er þriggja hæða hús,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, í samtali við Vísi. „Jólin eru að byrja líka í dag hjá okkur. Það er verið að leggja lokahönd á skreytingarnar. Við höfum alltaf miðað við 15. október.“ Sigga Heimis iðnhönnuður hafði umsjón með gerð vetrarlínu IKEA í ár. Þórarinn segir að minna hafi borist af línunni til Íslands heldur en fyrirtækið hefði viljað. Þau voni þó að hægt sé að panta meira og fleiri geti þannig nælt sér í jólahönnun Siggu.Erfitt líf IKEA geitarinnar Jólageitin hefur eins og áður segir verið sett upp árlega seinustu níu ár en oftar en ekki hefur líftími hennar verið styttri en ætlast var til. Árið 2010 var greint frá því að kveikt hefði verið í jólageitinni. Slökkvilið kom á vettvang tíu mínútum síðar en þá voru brennuvargarnir á bak og burt. Þeir stóðust hins vegar ekki mátið og snéru til baka til að fylgjast með eldinum sem þeir höfðu kveikt. Þá var lögreglan hins vegar mætt og handtók þá undir eins. Forsvarsmenn IKEA buðu mönunum þó það sáttatilboð að sleppa þeim við kæru ef þeir tækju til eftir ósköpin. Árið 2011 féll jólageitin í miklu óveðri sem þá reið yfir. Geitin skemmdist þó einungis lítillega í óveðrinu og var reist aftur við. Árið 2012 var jólageitin brennd til kaldra kola öðru sinni. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea, sagði í samtali við fréttastofu að tjónið væri metið á eina milljón króna. Árið 2013 var frá því greint að veðrið hafi leikið jólageitina grátt. Mikið rok hafði verið á höfuðborgarsvæðinu og fór sökum þess svo að geitin féll á aðra hliðina.Á myndbandinu hér fyrir neðan sést þegar kveikt var í geitinni í fyrra.Dæmd fyrir brunann Árið 2015 sagði framkvæmdarstjóri IKEA í samtali við Vísi að sólarhringsgæsla væri í kringum geitina til að verja hana frá óprúttnum aðilum. Það var þó ekki nóg til að bjarga geitinni frá vofveiflegum örlögum sínum en seinna í sama mánuði var greint frá því að jólageitin hefði tortímt sjálfri sér. Kviknaði þá í geitinni út frá útiseríu sem umvafði hana en geitin fuðraði upp á einungis nokkrum sekúndum í kjölfarið. Í fyrra var fékk geitin að lifa í sirka mánuð. Hún var sett upp um miðjan október líkt og vanalega og brann til kaldra kola aðfaranótt 14. nóvember. Brennuvargarnir, tvær konur og einn karl, voru handtekin á Bústaðavegi og voru í júní síðastliðnum dæmd til að greiða hvert um sig 150 þúsund krónur vegna tjónsins.
IKEA Jól Tengdar fréttir Sænska jólageitin fauk um koll Sænska jólageitin við Ikea liggur nú á hliðinni en svo virðist sem veðrið hafi leikið geitina grátt. En mikið rok er sem stendur á höfuðborgarsvæðinu. 10. nóvember 2013 14:48 Brennuvargurinn taldi að IKEA ætti að greiða sér fyrir auglýsinguna Tvær konur og einn karlmaður, sem öll eru á þrítugsaldri, hafa verið dæmd til að greiða hvert um sig 150 þúsund krónur fyrir að hafa kveikt í IKEA-geitinni í nóvember síðastliðnum. 14. júní 2017 15:30 Geitin brunnin Þrír menn voru handteknir í nótt fyrir að brenna jólageit IKEA til ösku. 14. nóvember 2016 07:50 Jólageitin féll í óveðrinu Jólageit Ikea féll á hliðina í óveðrinu sem gekk yfir í gærkvöld og í nótt. Kristín Lind Steingrímsdóttir, markaðsstjóri Ikea, segir að geitin sé ekki mikið skemmd. Hún verði reist aftur um leið og veður leyfi, vonandi fyrir hádegi á morgun. Það á ekki af geitinni að ganga því að í fyrra var kveikt í henni. 8. nóvember 2011 13:19 Brenndu jólageit Ikea - milljón króna tjón "Geitin kostaði milljón,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea, en jólageitin var brennd til grunna síðustu helgi, en hún var reyndar einnig brennd niður fyrir tveimur árum síðan. 3. desember 2012 16:01 IKEA-geitin tortímdi sjálfri sér "Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. 26. október 2015 13:26 Kveiktu í jólageitinni fyrir utan Ikea Margra áratuga gömul sænsk jólahefð barst til íslands í nótt en þá kveiktu brennuvargar í jólageitinni sem staðið hefur fyrir utan Ikea í tvo mánuði. Brennuvargarnir náðust en framkvæmdastjóri Ikea segist í jólaskapi og ætlar ekki að kæra brennuvargana ef þeir hreinsa til eftir sig. 23. desember 2010 19:19 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Sænska jólageitin fauk um koll Sænska jólageitin við Ikea liggur nú á hliðinni en svo virðist sem veðrið hafi leikið geitina grátt. En mikið rok er sem stendur á höfuðborgarsvæðinu. 10. nóvember 2013 14:48
Brennuvargurinn taldi að IKEA ætti að greiða sér fyrir auglýsinguna Tvær konur og einn karlmaður, sem öll eru á þrítugsaldri, hafa verið dæmd til að greiða hvert um sig 150 þúsund krónur fyrir að hafa kveikt í IKEA-geitinni í nóvember síðastliðnum. 14. júní 2017 15:30
Geitin brunnin Þrír menn voru handteknir í nótt fyrir að brenna jólageit IKEA til ösku. 14. nóvember 2016 07:50
Jólageitin féll í óveðrinu Jólageit Ikea féll á hliðina í óveðrinu sem gekk yfir í gærkvöld og í nótt. Kristín Lind Steingrímsdóttir, markaðsstjóri Ikea, segir að geitin sé ekki mikið skemmd. Hún verði reist aftur um leið og veður leyfi, vonandi fyrir hádegi á morgun. Það á ekki af geitinni að ganga því að í fyrra var kveikt í henni. 8. nóvember 2011 13:19
Brenndu jólageit Ikea - milljón króna tjón "Geitin kostaði milljón,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea, en jólageitin var brennd til grunna síðustu helgi, en hún var reyndar einnig brennd niður fyrir tveimur árum síðan. 3. desember 2012 16:01
IKEA-geitin tortímdi sjálfri sér "Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. 26. október 2015 13:26
Kveiktu í jólageitinni fyrir utan Ikea Margra áratuga gömul sænsk jólahefð barst til íslands í nótt en þá kveiktu brennuvargar í jólageitinni sem staðið hefur fyrir utan Ikea í tvo mánuði. Brennuvargarnir náðust en framkvæmdastjóri Ikea segist í jólaskapi og ætlar ekki að kæra brennuvargana ef þeir hreinsa til eftir sig. 23. desember 2010 19:19