Innlent

Brenndu jólageit Ikea - milljón króna tjón

„Geitin kostaði milljón," segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea, en jólageitin var brennd til grunna síðustu helgi, en hún var reyndar einnig brennd niður fyrir tveimur árum síðan.

Þá náðust brennuvargarnir og úr varð að málið fór ekki fyrir dóm heldur lauk því með sátt á milli Ikea og brennuvargana.

Brennan nú hefur ekki verið kærð, en myndband náðist af vörgunum þar sem þeir athafna sig. „Við gerðum þau mistök að setja ekki upp betri myndavélar, sem við höfum nú samt undir höndum," segir Þórarinn, sem bætir við að starfsmenn hafi raunar verið vissir um að geitin fengi að standa þennan jólamánuð eins og á á síðasta ári.

En ekki er gefist upp, til stendur að reisa nýja jólageit næstu helgi, „það mun þó ekki kosta jafn mikið, því við eigum hálminn. Mesti kostnaðurinn er samt vinnan," útskýrir Þórarinn. Hann segir að sú geit verði vöktuð töluvert betur.

Jólageitin hefur margsinnis verið brennd í Svíþjóð. Meðfylgjandi myndband er úr öryggismyndavélum Ikea. Þeir sem vita eitthvað um málið er að sjálfsögðu bent á að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.