Þrír Mosfellsbæir á leið í framkvæmd Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. október 2017 13:30 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, á fundi um uppbyggingu í Reykjavík í morgun. Alls eru 3.100 íbúðir á byggingarsvæðum í Reykjavík á framkvæmdastigi og samþykkt deiliskipulag liggur fyrir um 4.300 íbúðir til viðbótar. Þetta kom fram á kynningarfundi um uppbyggingu í Reykjavík sem fór fram í Ráðhúsinu í morgun. Í uppfærði áætlun yfir uppbyggingarsvæði í Reykjavík fyrir haustið 2017 eru taldar til 19.252 íbúðir sem eru allt frá því að vera á framkvæmdastigi og niður í að vera í skoðun á þróunarsvæðum. Flestar íbúðirnar eru litlar og meðalstórar. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, vonast til þess að íbúðirnar komist sem fyrst á markað. „Hvað byggingariðnaðurinn ræður við á hverju ári mun á endanum ráða hraðanum en ég leyni því ekkert að ég er mjög áfram um að þetta komist sem flest og sem hraðast til framkvæmda," segir Dagur. Hann segir stóru tíðindin vera að hluti íbúða á framkvæmdastigi hefur aukist. „Núna eru þegar 3.100 íbúðir komnar á framkvæmdastig, það eru 4.000 íbúðir sem liggja fyrir í staðfestu skipulagi. Aðrar 3.000 eru í skipulagsferli. Til þess að skilja þessar tölur að þá eru í heildina 1.711 íbúðir á öllu Seltjarnarnesi og undir 4.000 í Mosfellsbæ. Það eru í raun þrír Mosfellsbæir sem eru á leið í framkvæmd á næstu árum," segir Dagur. Hann segir áform félaga sem ekki eru að byggja í hagnaðarskyni vera á mjög stórum skala. „Við stefndum að því að 2.500 til 3.000 slíkar íbúðir kæmust í gang á þremur til fimm árum en núna eru staðfest áform um yfir 4.000 og við erum að stefna að því að þessi áform verði að veruleika eins hratt og nokkur er kostur," segir Dagur. Jóna Sólveig Elínardóttir, þingmaður og varaformaður Viðreisnar, sagði í kosningaspjalli Vísis í vikunni, að Sjálfstæðismenn hefðu tafið uppbyggingu íbúðarhúsnæða í Reykjavík þar sem þeir vildu ekki tala við Dag, sem er borgarstjóri Samfylkingar. Aðspurður um þetta segist Dagur hafa reynt að ræða við ríkið um tilteknar lóðir frá árinu 2013. Samningar hafi þó ekki tekist fyrr en 2017. „Af einhverjum ástæðum var ekkert sem gerðist frá 2013 til 2017. Þá koma nýir ráðherrar og þá náum við samkomulagi fljótt og vel," segir Dagur. Skipulag Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Sjá meira
Alls eru 3.100 íbúðir á byggingarsvæðum í Reykjavík á framkvæmdastigi og samþykkt deiliskipulag liggur fyrir um 4.300 íbúðir til viðbótar. Þetta kom fram á kynningarfundi um uppbyggingu í Reykjavík sem fór fram í Ráðhúsinu í morgun. Í uppfærði áætlun yfir uppbyggingarsvæði í Reykjavík fyrir haustið 2017 eru taldar til 19.252 íbúðir sem eru allt frá því að vera á framkvæmdastigi og niður í að vera í skoðun á þróunarsvæðum. Flestar íbúðirnar eru litlar og meðalstórar. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, vonast til þess að íbúðirnar komist sem fyrst á markað. „Hvað byggingariðnaðurinn ræður við á hverju ári mun á endanum ráða hraðanum en ég leyni því ekkert að ég er mjög áfram um að þetta komist sem flest og sem hraðast til framkvæmda," segir Dagur. Hann segir stóru tíðindin vera að hluti íbúða á framkvæmdastigi hefur aukist. „Núna eru þegar 3.100 íbúðir komnar á framkvæmdastig, það eru 4.000 íbúðir sem liggja fyrir í staðfestu skipulagi. Aðrar 3.000 eru í skipulagsferli. Til þess að skilja þessar tölur að þá eru í heildina 1.711 íbúðir á öllu Seltjarnarnesi og undir 4.000 í Mosfellsbæ. Það eru í raun þrír Mosfellsbæir sem eru á leið í framkvæmd á næstu árum," segir Dagur. Hann segir áform félaga sem ekki eru að byggja í hagnaðarskyni vera á mjög stórum skala. „Við stefndum að því að 2.500 til 3.000 slíkar íbúðir kæmust í gang á þremur til fimm árum en núna eru staðfest áform um yfir 4.000 og við erum að stefna að því að þessi áform verði að veruleika eins hratt og nokkur er kostur," segir Dagur. Jóna Sólveig Elínardóttir, þingmaður og varaformaður Viðreisnar, sagði í kosningaspjalli Vísis í vikunni, að Sjálfstæðismenn hefðu tafið uppbyggingu íbúðarhúsnæða í Reykjavík þar sem þeir vildu ekki tala við Dag, sem er borgarstjóri Samfylkingar. Aðspurður um þetta segist Dagur hafa reynt að ræða við ríkið um tilteknar lóðir frá árinu 2013. Samningar hafi þó ekki tekist fyrr en 2017. „Af einhverjum ástæðum var ekkert sem gerðist frá 2013 til 2017. Þá koma nýir ráðherrar og þá náum við samkomulagi fljótt og vel," segir Dagur.
Skipulag Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Sjá meira