Sturgeon segir Skota ekki láta stjórnarskrá Bretlands aftra sér Heimir Már Pétursson skrifar 13. október 2017 20:00 Forsætisráðherra Skotlands segir Skota ekki láta takmarkanir stjórnarskrár Bretlands aftra sér í samskiptum við önnur ríki. Hún gagnrýnir hvernig stjórnvöld í Lundúnum hafa staðið að viðræðum um úrsögn Breta úr Evrópusambandinu og segir þau hafa staðið illa að innflytjendamálum. Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra, eða forsætisráðherra Skotlands, er ein fjölmargra gesta á Hringborði Norðurslóða, Arctic Circle, sem fram fer um helgina í Hörpu. Hún flutti ávarp á þinginu í morgun og svaraði síðan nokkrum spurningum frá Ólafi Ragnari Grimssyni formanni Hringborðsins og gestum í sal. En fyrst slóu forsetinn fyrrverandi og forsætisráðherrann á létta strengi. Ólafur Ragnar sagði: „Ég vil byrja á að segja að það er hálfgert vandamál á Íslandi að nota þennan titil "First Minister" því á íslensku höfum við bara einn titil sem samsvarar og það er forsætisráðherra.“ Sturgeon var snögg upp á lagið og svaraði: „Það dugar alveg,“ og uppskar mikinn hlátur frá fullum sal í Silfurbergi Hörpu. Ólafur Ragnar spurði Sturgeon síðan út í stjórnarskrárlega stöðu Skota í Bretlandi því hún talaði á köflum og kæmi fram í samskiptum við leiðtoga annarra ríkja eins og Skotland væri nú þegar sjálfstætt ríki. „Það er næstum eins og stjórnarskrárleg staða ykkar skipti ekki máli því svo margt af því sem þið getið gert er nú þegar í ykkar höndum,“ sagði Ólafur Ragnar sem er ekki bara fyrrverandi forseti heldur einnig fyrrverandi prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. „Þetta er athyglisverð spurning. Ég lít svo á að við eigum að reyna að leggja eins mikið af mörkum og við mögulega getum til heimsins, burtséð frá stjórnarskrárlegum takmörkunum sem á okkur hvíla,“ sagði Sturgeon. Skorska stjórnin gerði það meðal annars í loftlagsmálum þar sem um helmingur allrar raforku í landinu kæmi frá grænni raforkuframleiðslu. Þá stæðu Skotar sjálfstætt að alls kyns alþjóðlegri aðstoð við önnur ríki í Afríku. „Við leyfum ekki stjórnarskránni að takmarka okkur þegar við mögulega komumst hjá því og ég er mjög áfjáð í að athuga svið þar sem við getum dýpkað og styrkt framlag okkar,“ sagði skorski forsætisráðherrann. Það væri hins vegar barnalegt að ætla að Skotar geti litið framhjá stjórnarskrárlegri stöðu sinni, sem væri augljós nú þegar Bretar væru á leið út úr Evrópusambandinu gegn vilja meirihluta Skota. En innflytjendamál og réttur fólks frá öðrum evrópusambandsríkjum í Bretlandi hafa verið ofarlega í samningaviðræðum Breta og Evrópusambandsins. Í viðtali við Stöð 2 lýsti hún áhyggjum sínum af þeim málum.Hvernig höndlar ríkisstjórnin það að þínu mati?„Afar illa. Ríkisstjórn Bretlands gæti lofað þeim sem búa nú þegar í Bretlandi að þeir fái að vera um kyrrt en hún hefur ekki gert það. Það er grimmilegt gagnvart þeim sem hafa komið sér fyrir og stofnað fjölskyldu í Bretlandi. Það eru líka Bretar í öðrum löndum eins og Spáni, Portúgal, Frakklandi, sem vilja líka vita hver réttindi þeirra verða,“ segir Sturgeon. Viðtalið við Sturgen verður birt í heild sinni í Víglínunni á Stöð 2 í hádeginu á morgun. Þátturinn hefst klukkan 12:20 og er í opinni dagskrá og beinni útsendingu bæði á Stöð 2 og á Vísi. Bretland Ólafur Ragnar Grímsson Skotland Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Innlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Forsætisráðherra Skotlands segir Skota ekki láta takmarkanir stjórnarskrár Bretlands aftra sér í samskiptum við önnur ríki. Hún gagnrýnir hvernig stjórnvöld í Lundúnum hafa staðið að viðræðum um úrsögn Breta úr Evrópusambandinu og segir þau hafa staðið illa að innflytjendamálum. Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra, eða forsætisráðherra Skotlands, er ein fjölmargra gesta á Hringborði Norðurslóða, Arctic Circle, sem fram fer um helgina í Hörpu. Hún flutti ávarp á þinginu í morgun og svaraði síðan nokkrum spurningum frá Ólafi Ragnari Grimssyni formanni Hringborðsins og gestum í sal. En fyrst slóu forsetinn fyrrverandi og forsætisráðherrann á létta strengi. Ólafur Ragnar sagði: „Ég vil byrja á að segja að það er hálfgert vandamál á Íslandi að nota þennan titil "First Minister" því á íslensku höfum við bara einn titil sem samsvarar og það er forsætisráðherra.“ Sturgeon var snögg upp á lagið og svaraði: „Það dugar alveg,“ og uppskar mikinn hlátur frá fullum sal í Silfurbergi Hörpu. Ólafur Ragnar spurði Sturgeon síðan út í stjórnarskrárlega stöðu Skota í Bretlandi því hún talaði á köflum og kæmi fram í samskiptum við leiðtoga annarra ríkja eins og Skotland væri nú þegar sjálfstætt ríki. „Það er næstum eins og stjórnarskrárleg staða ykkar skipti ekki máli því svo margt af því sem þið getið gert er nú þegar í ykkar höndum,“ sagði Ólafur Ragnar sem er ekki bara fyrrverandi forseti heldur einnig fyrrverandi prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. „Þetta er athyglisverð spurning. Ég lít svo á að við eigum að reyna að leggja eins mikið af mörkum og við mögulega getum til heimsins, burtséð frá stjórnarskrárlegum takmörkunum sem á okkur hvíla,“ sagði Sturgeon. Skorska stjórnin gerði það meðal annars í loftlagsmálum þar sem um helmingur allrar raforku í landinu kæmi frá grænni raforkuframleiðslu. Þá stæðu Skotar sjálfstætt að alls kyns alþjóðlegri aðstoð við önnur ríki í Afríku. „Við leyfum ekki stjórnarskránni að takmarka okkur þegar við mögulega komumst hjá því og ég er mjög áfjáð í að athuga svið þar sem við getum dýpkað og styrkt framlag okkar,“ sagði skorski forsætisráðherrann. Það væri hins vegar barnalegt að ætla að Skotar geti litið framhjá stjórnarskrárlegri stöðu sinni, sem væri augljós nú þegar Bretar væru á leið út úr Evrópusambandinu gegn vilja meirihluta Skota. En innflytjendamál og réttur fólks frá öðrum evrópusambandsríkjum í Bretlandi hafa verið ofarlega í samningaviðræðum Breta og Evrópusambandsins. Í viðtali við Stöð 2 lýsti hún áhyggjum sínum af þeim málum.Hvernig höndlar ríkisstjórnin það að þínu mati?„Afar illa. Ríkisstjórn Bretlands gæti lofað þeim sem búa nú þegar í Bretlandi að þeir fái að vera um kyrrt en hún hefur ekki gert það. Það er grimmilegt gagnvart þeim sem hafa komið sér fyrir og stofnað fjölskyldu í Bretlandi. Það eru líka Bretar í öðrum löndum eins og Spáni, Portúgal, Frakklandi, sem vilja líka vita hver réttindi þeirra verða,“ segir Sturgeon. Viðtalið við Sturgen verður birt í heild sinni í Víglínunni á Stöð 2 í hádeginu á morgun. Þátturinn hefst klukkan 12:20 og er í opinni dagskrá og beinni útsendingu bæði á Stöð 2 og á Vísi.
Bretland Ólafur Ragnar Grímsson Skotland Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Innlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira