Fær stundum óþægileg viðbrögð vegna fósturláts: „Það eru allir að meina vel en það er stundum betra að vera til staðar en að segja eitthvað“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. október 2017 20:00 Þú getur alltaf orðið ófrísk aftur eða þetta átti greinilega bara að fara svona eru algeng en óþægileg viðbrögð fólks við fósturmissi. Þetta segir móðir sem fæddi andvana dreng. Hún segir mikilvægt að opna umræðu um fósturmissi en að meðaltali missa ein til tvær konur fóstur á viku. María Peta Hlöðversdóttir átti von á sínu öðru barni fyrir fjórum árum. Gríðarleg eftirvænting var á heimilinu en þegar María var komin 19 vikur á leið hætti hún skyndilega að finna fyrir hreyfingum og áttaði sig fljótt á því að ekki væri allt með felldu. „Og fékk tíma hjá ljósmóðurinni minni í aukaskoðun og hún heyrði ekki hjartsláttinn og sendi mig beint niður á fósturgreiningadeild og þar kom í ljós að þetta var bara búið,“ segir María en tveimur dögum síðar, eða þann 24 mars árið 2013, fæddist Friðgeir Freyr.„Tilfinningin að fá ekki að taka barnið með heim: afhverju ég? Þetta er eitthvað sem maður á að geta verndað. Það eru börnin manns. En þarna getur maður það ekki,“ segir María Peta en við tók erfitt tímabil. María Peta, sem fékk tveggja mánaða fæðingarorlof, nýtti sér alla þá sálfræðiþjónustu sem í boði er hjá Landspítalanum en það eru nokkrir tímar hjá sálfræðingi. „Það þarf að koma eitthvað þarna eftir á. Það þarf að vera einhver eftirfylgni. Ég veit ekki nákvæmlega hvað það er en það þarf einhverju að breyta,“ segir María Peta. Missir á meðgöngu snertir hundruði manna á Íslandi árlega að sögn Hildu Friðfinnsdóttur, yfirljósmóður. Hún segir að alltaf sé verið að reyna að gera betur í þjónustu við konurnar og aðstandendur. „Við erum að taka á móti konum sem missa á tímabilinu 12 til 22 vikum. Það eru um það bil fimmtíu konur á ári. Síðan eru það konurnar sem missa eftir 22 vikur og þær eru svona um 10 á ári. Við erum að tala um allavega eina á viku og stundum tvær,“ segir Hilda. Á morgun er alþjóðlegur dagur tileinkaður missi á meðgöngu. Gleym mér ei, styrktarfélag, stendur fyrir minningarstund í Neskirkju en María Peta hvetur alla sem gætu átt erindi að mæta. Þá segir hún mikilvægt að opna á umræðu um þessi mál. „Ég held að fólk sé hrætt við að ræða þetta. Maður er mikið að fá: þið bara komið með annað eða þetta átti bara að fara svona. En kannski átti þetta ekki að fara svona. Ég meina sonur minn, það var hnútur á nafnastrengnum á honum, og kannski átti þetta ekkert að fara svona. Það er erfitt að heyra svona. Það eru allir að meina vel en það er kannski frekar að vera heldur en að segja eitthvað,“ segir María Peta. Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín af Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Þú getur alltaf orðið ófrísk aftur eða þetta átti greinilega bara að fara svona eru algeng en óþægileg viðbrögð fólks við fósturmissi. Þetta segir móðir sem fæddi andvana dreng. Hún segir mikilvægt að opna umræðu um fósturmissi en að meðaltali missa ein til tvær konur fóstur á viku. María Peta Hlöðversdóttir átti von á sínu öðru barni fyrir fjórum árum. Gríðarleg eftirvænting var á heimilinu en þegar María var komin 19 vikur á leið hætti hún skyndilega að finna fyrir hreyfingum og áttaði sig fljótt á því að ekki væri allt með felldu. „Og fékk tíma hjá ljósmóðurinni minni í aukaskoðun og hún heyrði ekki hjartsláttinn og sendi mig beint niður á fósturgreiningadeild og þar kom í ljós að þetta var bara búið,“ segir María en tveimur dögum síðar, eða þann 24 mars árið 2013, fæddist Friðgeir Freyr.„Tilfinningin að fá ekki að taka barnið með heim: afhverju ég? Þetta er eitthvað sem maður á að geta verndað. Það eru börnin manns. En þarna getur maður það ekki,“ segir María Peta en við tók erfitt tímabil. María Peta, sem fékk tveggja mánaða fæðingarorlof, nýtti sér alla þá sálfræðiþjónustu sem í boði er hjá Landspítalanum en það eru nokkrir tímar hjá sálfræðingi. „Það þarf að koma eitthvað þarna eftir á. Það þarf að vera einhver eftirfylgni. Ég veit ekki nákvæmlega hvað það er en það þarf einhverju að breyta,“ segir María Peta. Missir á meðgöngu snertir hundruði manna á Íslandi árlega að sögn Hildu Friðfinnsdóttur, yfirljósmóður. Hún segir að alltaf sé verið að reyna að gera betur í þjónustu við konurnar og aðstandendur. „Við erum að taka á móti konum sem missa á tímabilinu 12 til 22 vikum. Það eru um það bil fimmtíu konur á ári. Síðan eru það konurnar sem missa eftir 22 vikur og þær eru svona um 10 á ári. Við erum að tala um allavega eina á viku og stundum tvær,“ segir Hilda. Á morgun er alþjóðlegur dagur tileinkaður missi á meðgöngu. Gleym mér ei, styrktarfélag, stendur fyrir minningarstund í Neskirkju en María Peta hvetur alla sem gætu átt erindi að mæta. Þá segir hún mikilvægt að opna á umræðu um þessi mál. „Ég held að fólk sé hrætt við að ræða þetta. Maður er mikið að fá: þið bara komið með annað eða þetta átti bara að fara svona. En kannski átti þetta ekki að fara svona. Ég meina sonur minn, það var hnútur á nafnastrengnum á honum, og kannski átti þetta ekkert að fara svona. Það er erfitt að heyra svona. Það eru allir að meina vel en það er kannski frekar að vera heldur en að segja eitthvað,“ segir María Peta.
Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín af Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira